„Ég er dauðafrír þarna!“ Jón Már Ferro skrifar 4. maí 2023 22:21 Birnir Snær Ingason hefur farið vel af stað í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Birnir Snær Ingason, sóknarmaður Víkinga, hefur byrjað tímabilið frábærlega í Bestu deildinni. Í kvöld lagði hann upp þrjú mörk og gaf lykilsendinguna í einu markinu í 4-1 sigri Víkinga gegn Keflavík. „Það er margt búið að breytast. Ég er orðin mikið duglegri varnarlega og ég er kominn betur inn í hlutina. Munurinn frá því í fyrra er sjálfstraustið og hausinn. Ég ákvað að leggja meira á mig. Þá kemur sjálfstraustið,“ sagði Birnir. Birnir fékk oft á tíðum stöðuna einn á móti einum úti á vinstri kantinum. Fyrir utan stoðsendingarnar þá skapaði hann oft mikla hættu. Hann átti til að mynda skot sem fór rétt fram hjá skeytunum. „Það er veisla að fá allar þessar stöður. Þetta var geggjaður sigur að vinna þetta 4-1 en mér fannst við getað skorað fleiri mörk. Það svíður aðeins að hafa ekki skorað sjálfur.“ Í kjölfarið lét hann Loga Tómasson, liðsfélaga sinn, heyra það. Logi stóð fyrir aftan myndavélina en gat ekki svarað fyrir sig. „Logi af hverju gafstu ekki oftar á mig? Ég er dauðafrír þarna!“ Víkingar hafa skorað tólf mörk í fyrstu fimm leikjunum og hafa einungis fengið á sig eitt mark. „Við leggjum upp með að fylla vítateiginn vel. Eins og þetta hefur spilast hefur þetta verið mjög sannfærandi,“ sagði Birnir. Víkingur fékk loksins á sig mark í deildinni. Marley Blair tók skot utan teigs. Ingvar Jónsson var sigraður í fyrsta skiptið í sumar. Skotið var ekki alveg út við stöng og hefði markmaður Víkinga eflaust viljað gera betur. „Þetta var skítamark sem við fáum á okkur. Þetta var alveg óverjandi,“ sagði Birnir. Birnir er að læra fatahönnun og hefur mikinn áhuga á þeim geira. Það styttist í næstu fatalínu frá kappanum ef marka má orð hans. „Coming real soon!“ sagði Birnir hlægjandi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Það er margt búið að breytast. Ég er orðin mikið duglegri varnarlega og ég er kominn betur inn í hlutina. Munurinn frá því í fyrra er sjálfstraustið og hausinn. Ég ákvað að leggja meira á mig. Þá kemur sjálfstraustið,“ sagði Birnir. Birnir fékk oft á tíðum stöðuna einn á móti einum úti á vinstri kantinum. Fyrir utan stoðsendingarnar þá skapaði hann oft mikla hættu. Hann átti til að mynda skot sem fór rétt fram hjá skeytunum. „Það er veisla að fá allar þessar stöður. Þetta var geggjaður sigur að vinna þetta 4-1 en mér fannst við getað skorað fleiri mörk. Það svíður aðeins að hafa ekki skorað sjálfur.“ Í kjölfarið lét hann Loga Tómasson, liðsfélaga sinn, heyra það. Logi stóð fyrir aftan myndavélina en gat ekki svarað fyrir sig. „Logi af hverju gafstu ekki oftar á mig? Ég er dauðafrír þarna!“ Víkingar hafa skorað tólf mörk í fyrstu fimm leikjunum og hafa einungis fengið á sig eitt mark. „Við leggjum upp með að fylla vítateiginn vel. Eins og þetta hefur spilast hefur þetta verið mjög sannfærandi,“ sagði Birnir. Víkingur fékk loksins á sig mark í deildinni. Marley Blair tók skot utan teigs. Ingvar Jónsson var sigraður í fyrsta skiptið í sumar. Skotið var ekki alveg út við stöng og hefði markmaður Víkinga eflaust viljað gera betur. „Þetta var skítamark sem við fáum á okkur. Þetta var alveg óverjandi,“ sagði Birnir. Birnir er að læra fatahönnun og hefur mikinn áhuga á þeim geira. Það styttist í næstu fatalínu frá kappanum ef marka má orð hans. „Coming real soon!“ sagði Birnir hlægjandi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann