Skólayfirvöld í Flint banna bakpoka í skólum vegna skotárása Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. maí 2023 09:17 Í Texas voru nemendur skikkaðir til að koma með glæra bakpoka í skólann í kjölfar skotárásarinnar í Robb Elementary School í maí í fyrra. 21 lést í árásinni. Getty/Brandon Bell Skólayfirvöld í Flint í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákveðið að banna bakpoka í skólum til að koma í veg fyrir að nemendur komi með vopn eða aðra bannaða hluti í skólann. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að loka þurfti Southwestern Classical Academy í tvo daga í kjölfar öryggisógnar og ítrekaðra skotárása í skólum í Bandaríkjunum. Leitað var álits meðal foreldra, sem virðast hafa stutt ákvörðunina. Nemendum verður heimilt að koma með nestisbox í skólann og bera nett veski til að geyma persónulega hluti. Þeir verða að nota glæra poka undir íþróttafatnað. Starfsmönnum skólans verður heimilt að leita á nemendum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skólayfirvöld í Bandaríkjunum grípa til aðgerða af þessu tagi til að freista þess að koma í veg fyrir ofbeldisverk innan veggja skólanna. Í öðru skólahverfi skammt frá Flint voru nemendur til að mynda skikkaðir til að nota glæra bakpoka eftir að nemandi skaut fjóra samnemendur sína. Í Flint hafa mörg atvik komið upp á þessu ári þar sem nemendur hafa mætt með vopn í skólann. Þá hefur nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum verið hótað. Washington Post hefur eftir David Riedman, stofnanda K-12 School Shooting Database, að áhyggjur skólayfirvalda í Flint eigi sér stoð í tölfræðinni. Ofbeldi þar sem byssur koma við sögu hafi aukist frá 2018 og endurspegli aukið byssuofbeldi á landsvísu. Í flestum tilvikum sé um að ræða atvik þar sem deilur magnast þar til einhver dregur upp skotvopn, sem Riedman segir vísbendingu um aukinn vopnaburð ungmenna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að loka þurfti Southwestern Classical Academy í tvo daga í kjölfar öryggisógnar og ítrekaðra skotárása í skólum í Bandaríkjunum. Leitað var álits meðal foreldra, sem virðast hafa stutt ákvörðunina. Nemendum verður heimilt að koma með nestisbox í skólann og bera nett veski til að geyma persónulega hluti. Þeir verða að nota glæra poka undir íþróttafatnað. Starfsmönnum skólans verður heimilt að leita á nemendum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skólayfirvöld í Bandaríkjunum grípa til aðgerða af þessu tagi til að freista þess að koma í veg fyrir ofbeldisverk innan veggja skólanna. Í öðru skólahverfi skammt frá Flint voru nemendur til að mynda skikkaðir til að nota glæra bakpoka eftir að nemandi skaut fjóra samnemendur sína. Í Flint hafa mörg atvik komið upp á þessu ári þar sem nemendur hafa mætt með vopn í skólann. Þá hefur nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum verið hótað. Washington Post hefur eftir David Riedman, stofnanda K-12 School Shooting Database, að áhyggjur skólayfirvalda í Flint eigi sér stoð í tölfræðinni. Ofbeldi þar sem byssur koma við sögu hafi aukist frá 2018 og endurspegli aukið byssuofbeldi á landsvísu. Í flestum tilvikum sé um að ræða atvik þar sem deilur magnast þar til einhver dregur upp skotvopn, sem Riedman segir vísbendingu um aukinn vopnaburð ungmenna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira