„Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 12:35 Lena Margrét Valdimarsdóttir er algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar en fer til Selfoss í sumar, að óbreyttu. Vísir/Vilhelm Lena Margrét Valdimarsdóttir er í sérstakri stöðu sem leikmaður Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta, en búin að semja við Selfoss sem berst fyrir lífi sínu í deildinni á sama tíma. Lena skoraði níu mörk úr ellefu skotum í spennuleiknum gegn Val í vikunni og það mun eflaust mikið mæða á henni á morgun þegar Stjarnan reynir að jafna einvígið, í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Mér finnst hún alltaf að verða betri og betri, og þessi gólfskot eru algjörlega eitruð hjá henni. Hún bar sóknarleikinn mikið uppi, ásamt Helenu [Rut Örvarsdóttur]. Hún hefur þetta allt; skotin, finturnar og getur sent á línu. Svo er hún svakalega dugleg að hlaupa fram og aftur, svo hún er eiginlega líka hraðaupphlaupsmanneskjan þeirra líka. Hún er allt í öllu,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Lenu Margréti „Maður hefur aðeins hugsað til hennar þessa dagana, þar sem að hún er í úrslitakeppninni með Stjörnunni og búin að skrifa undir hjá Selfossi,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, stjórnandi þáttarins. Lena Margrét er nefnilega búin að semja við Selfoss sem gæti verið að falla úr Olís-deildinni, en liðið er 2-1 undir í einvígi sínu við 1. deildarlið ÍR um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lena var spurð hvernig væri að vera sjálf að spila í einvígi og fylgjast með öðru sem hefði mikil áhrif á hennar stöðu: „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er, og ætla bara að leggja mig alla fram í að ná sem lengst. Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena aðspurð hvað myndi gerast ef Selfoss félli. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni töldu engar líkur á að hún myndi spila í Grill 66-deildinni færi svo að Selfoss félli. „Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar, sem er númer eitt, tvö og þrjú. En þær hljóta að vera með klásúlu í samningi, ég get ekki ímyndað mér annað. Hún var í landsliðshóp síðast, bankar þar á dyrnar, og ef hún spilar í Grillinu þá verður hún ekki þar,“ sagði Sigurlaug. Olís-deild kvenna Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Lena skoraði níu mörk úr ellefu skotum í spennuleiknum gegn Val í vikunni og það mun eflaust mikið mæða á henni á morgun þegar Stjarnan reynir að jafna einvígið, í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Mér finnst hún alltaf að verða betri og betri, og þessi gólfskot eru algjörlega eitruð hjá henni. Hún bar sóknarleikinn mikið uppi, ásamt Helenu [Rut Örvarsdóttur]. Hún hefur þetta allt; skotin, finturnar og getur sent á línu. Svo er hún svakalega dugleg að hlaupa fram og aftur, svo hún er eiginlega líka hraðaupphlaupsmanneskjan þeirra líka. Hún er allt í öllu,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Lenu Margréti „Maður hefur aðeins hugsað til hennar þessa dagana, þar sem að hún er í úrslitakeppninni með Stjörnunni og búin að skrifa undir hjá Selfossi,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, stjórnandi þáttarins. Lena Margrét er nefnilega búin að semja við Selfoss sem gæti verið að falla úr Olís-deildinni, en liðið er 2-1 undir í einvígi sínu við 1. deildarlið ÍR um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lena var spurð hvernig væri að vera sjálf að spila í einvígi og fylgjast með öðru sem hefði mikil áhrif á hennar stöðu: „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er, og ætla bara að leggja mig alla fram í að ná sem lengst. Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena aðspurð hvað myndi gerast ef Selfoss félli. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni töldu engar líkur á að hún myndi spila í Grill 66-deildinni færi svo að Selfoss félli. „Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar, sem er númer eitt, tvö og þrjú. En þær hljóta að vera með klásúlu í samningi, ég get ekki ímyndað mér annað. Hún var í landsliðshóp síðast, bankar þar á dyrnar, og ef hún spilar í Grillinu þá verður hún ekki þar,“ sagði Sigurlaug.
Olís-deild kvenna Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita