Íslandsferð hæstaréttardómara sögð siðferðislega vafasöm Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. maí 2023 19:10 Frá Íslandsferð Gorsuch í júlí árið 2021. Íslandsferð Neil Gorsuch, hæstaréttardómara í Bandaríkjunum, árið 2021 er sögð siðferðislega ámælisverð. Ferðin var greidd af íhaldssamri lagadeild rannsóknarháskóla. Gorsuch var tilnefndur í réttinn árið 2017 af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, sem arftaka hins íhaldssama Antonin Scalia. Gorsuch er sjálfur afar íhaldssamur og var einn af þeim dómurum sem á síðasta ári sneru við dómnum Roe gegn Wade sem tryggði öllum Bandaríkjamönnum rétt til þungunarrofs. Fjármál hæstaréttardómara hafa verið mikið til umræðu undanfarið eftir að upp kom að dómarinn Clarence Thomas hefur þegið lúxusferðir frá milljarðamæringum tengdum Repúblíkanaflokknum, stundað vafasöm fasteignaviðskipti og fengið greidd skólagjöld fyrir uppeldisson sinn. Hefur málið verið talið merki um spillingu og Demókratar í þinginu hafa krafist þess að siðareglur verði settar fyrir hæstaréttardómara. Allt greitt fyrir Gorsuch og vini hans Gorsuch þáði boðsferð til Íslands sem greidd var af Antonin Scalia lagadeildinni við George Mason háskóla í Virginíufylki. Deildin er þekkt fyrir að vera ein sú íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt New York Times um málið greiddi deildin 5.250 dollara fyrir gistingu Gorsuch, eða um 717 þúsund krónur, en ferðin var farin dagana 19. til 30. júlí árið 2021. En dagblaðið hefur undir höndum innanbúðar tölvupósta frá háskólanum. Upp hefur komist um ýmis spillingarmál bandarískra hæstarréttardómara undanfarnar vikur.EPA Auk þess að heimsækja Háskóla Íslands var Gorsuch boðið á ýmsa ferðamannastaði hér á landi, svo sem ýmsa fossa og Bláa lónið. Allt var greitt fyrir Gorsuch, svo sem flug, matur og drykkur. Þá var vinum Gorsuch flogið til Íslands á kostnað lagadeildarinnar. Litil kennsla Þetta er ekki eina ferðin sem Antonin Scalia lagadeildin hefur greitt fyrir Gorsuch. Árið 2018 var honum boðið í ferð til ítölsku borgarinnar Padua. Greiddi skólinn 3.771 dollara fyrir flugið, eða um 515 þúsund krónur. Ferðaðist Gorsuch einnig til Bologna og Flórens í þeirri ferð. Yfirskrift ferðanna var að þetta væru kennsluferðir. En samkvæmt New York Times var kennslan mjög lítill hluti af ferðunum. „Þetta hljómar eins og boðsferð með öllu tilheyrandi en afar lítilli kennslu,“ sagði Amanda Frost, lagasiðfræðingur við Virginíuháskóla. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Íslandsvinir Tengdar fréttir Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Gorsuch var tilnefndur í réttinn árið 2017 af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, sem arftaka hins íhaldssama Antonin Scalia. Gorsuch er sjálfur afar íhaldssamur og var einn af þeim dómurum sem á síðasta ári sneru við dómnum Roe gegn Wade sem tryggði öllum Bandaríkjamönnum rétt til þungunarrofs. Fjármál hæstaréttardómara hafa verið mikið til umræðu undanfarið eftir að upp kom að dómarinn Clarence Thomas hefur þegið lúxusferðir frá milljarðamæringum tengdum Repúblíkanaflokknum, stundað vafasöm fasteignaviðskipti og fengið greidd skólagjöld fyrir uppeldisson sinn. Hefur málið verið talið merki um spillingu og Demókratar í þinginu hafa krafist þess að siðareglur verði settar fyrir hæstaréttardómara. Allt greitt fyrir Gorsuch og vini hans Gorsuch þáði boðsferð til Íslands sem greidd var af Antonin Scalia lagadeildinni við George Mason háskóla í Virginíufylki. Deildin er þekkt fyrir að vera ein sú íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt New York Times um málið greiddi deildin 5.250 dollara fyrir gistingu Gorsuch, eða um 717 þúsund krónur, en ferðin var farin dagana 19. til 30. júlí árið 2021. En dagblaðið hefur undir höndum innanbúðar tölvupósta frá háskólanum. Upp hefur komist um ýmis spillingarmál bandarískra hæstarréttardómara undanfarnar vikur.EPA Auk þess að heimsækja Háskóla Íslands var Gorsuch boðið á ýmsa ferðamannastaði hér á landi, svo sem ýmsa fossa og Bláa lónið. Allt var greitt fyrir Gorsuch, svo sem flug, matur og drykkur. Þá var vinum Gorsuch flogið til Íslands á kostnað lagadeildarinnar. Litil kennsla Þetta er ekki eina ferðin sem Antonin Scalia lagadeildin hefur greitt fyrir Gorsuch. Árið 2018 var honum boðið í ferð til ítölsku borgarinnar Padua. Greiddi skólinn 3.771 dollara fyrir flugið, eða um 515 þúsund krónur. Ferðaðist Gorsuch einnig til Bologna og Flórens í þeirri ferð. Yfirskrift ferðanna var að þetta væru kennsluferðir. En samkvæmt New York Times var kennslan mjög lítill hluti af ferðunum. „Þetta hljómar eins og boðsferð með öllu tilheyrandi en afar lítilli kennslu,“ sagði Amanda Frost, lagasiðfræðingur við Virginíuháskóla.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Íslandsvinir Tengdar fréttir Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27
Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40