Akureyrarveikin og Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. maí 2023 12:03 Með málþinginu er annars vegar fjallað um sögulegan viðburð, en hins vegar er verið að efla Akureyri og Sjúkrahúsið til að verða vettvangur fyrir viðburði á sviði heilbrigðismála. Málþingið er ætlað almenningi og fer fram á Amtsbókasafninu. Boðið verður upp á tónlistaratriði og veitingar. Aðsend Það stendur mikið til á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag því þar á að fjalla um “Akureyrarveikina” á málþingi en nú eru 75 ár síðan að “Akureyrarveikin” geisaði hér á landi. Sérfræðingar lýsa veikinni svipað og Covid–19. Enn er fólk á lífi sem veiktist af Akureyrarveikinni og sumir þeirra áttu við langtímaeftirköst að stríða. Það er Akureyrarbær og Sjúkrahúsið á Akureyri, sem standa að málþinginu í dag, sem hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00 og er ætlað öllum áhugasömum. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri er fróður um Akureyrarveikina. „Þessi veiki var náttúrulega í rauninni mjög mögnuð og hafði áhrif á marga en hefur á vissan þátt legið í ákveðnu þagnargildi. Svo hafa fræðimenn verið að skoða það núna og komist að því að það er margt líkt með eftirköstum Covid og eftirköstum Akureyrarveikinnar. Það gerir það enn þá áhugaverðara,“ segir Hólmkell og bætir við. „Þetta var veirusýking, sem gekk hér og olli lömun og síþreytu. Þetta voru ýmis eftirköst, sem fólk fékk eftir þetta.“ Hólmkell segir að mjög margir séu enn að berjast við eftirköst af Akureyrarveikinni frá því að hún kom fyrst upp 1948. Skólum var lokað, samkomuhald var stoppað og bærinn settur í hálfgerða einangrun. En Akureyrarveikin var ekki bara á Akureyri. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri, sem er fróður um Akureyrarveikina og mjög spenntur fyrir málþingi dagsins.Aðsend „Það tókst í rauninni að einangra veikina býsna vel en hún stakk sér samt niður að mig minnir á Sauðárkróki, Ísafirði, Patreksfirði en náði aldrei verulegri útbreiðslu,“ segir Hólmkell. Meðal frummælenda á málþingi dagsins er Friðrik Sigurðsson, læknir, Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og Alma Möller Landlæknir, sem flytur ávarp. Og þú ert spenntur fyrir deginum? “Já, ég er mjög spenntur og ég held að þetta verða bara mjög áhugavert og skemmtilegt. Svo verður þessu líka streymt því það verður hægt að sjá tengil á heimasíðu Amtsbókasafnsins, Akureyrarbæjar og Facebook síðu safnsins og víðar. Þannig að þó að þú komist ekki Magnús þá getur þú fylgst með,“ segir Hólmkell að lokum. Hér má sjá dagskrá málþingsins Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Enn er fólk á lífi sem veiktist af Akureyrarveikinni og sumir þeirra áttu við langtímaeftirköst að stríða. Það er Akureyrarbær og Sjúkrahúsið á Akureyri, sem standa að málþinginu í dag, sem hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00 og er ætlað öllum áhugasömum. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri er fróður um Akureyrarveikina. „Þessi veiki var náttúrulega í rauninni mjög mögnuð og hafði áhrif á marga en hefur á vissan þátt legið í ákveðnu þagnargildi. Svo hafa fræðimenn verið að skoða það núna og komist að því að það er margt líkt með eftirköstum Covid og eftirköstum Akureyrarveikinnar. Það gerir það enn þá áhugaverðara,“ segir Hólmkell og bætir við. „Þetta var veirusýking, sem gekk hér og olli lömun og síþreytu. Þetta voru ýmis eftirköst, sem fólk fékk eftir þetta.“ Hólmkell segir að mjög margir séu enn að berjast við eftirköst af Akureyrarveikinni frá því að hún kom fyrst upp 1948. Skólum var lokað, samkomuhald var stoppað og bærinn settur í hálfgerða einangrun. En Akureyrarveikin var ekki bara á Akureyri. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri, sem er fróður um Akureyrarveikina og mjög spenntur fyrir málþingi dagsins.Aðsend „Það tókst í rauninni að einangra veikina býsna vel en hún stakk sér samt niður að mig minnir á Sauðárkróki, Ísafirði, Patreksfirði en náði aldrei verulegri útbreiðslu,“ segir Hólmkell. Meðal frummælenda á málþingi dagsins er Friðrik Sigurðsson, læknir, Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og Alma Möller Landlæknir, sem flytur ávarp. Og þú ert spenntur fyrir deginum? “Já, ég er mjög spenntur og ég held að þetta verða bara mjög áhugavert og skemmtilegt. Svo verður þessu líka streymt því það verður hægt að sjá tengil á heimasíðu Amtsbókasafnsins, Akureyrarbæjar og Facebook síðu safnsins og víðar. Þannig að þó að þú komist ekki Magnús þá getur þú fylgst með,“ segir Hólmkell að lokum. Hér má sjá dagskrá málþingsins
Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira