Díana: Erum í þessu til að skapa ævintýri Andri Már Eggertsson skrifar 6. maí 2023 17:12 Díana Guðjónsdóttir var ánægð með sigurinn í dag. Vísir/Hulda Margrét „Við byrjuðum að prófa þetta á móti Fram og okkur fannst þetta helvíti skemmtilegt og ákváðum að gera þetta aftur núna,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka eftir að liðið vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir framlengdan leik. „Ég vill vera lengur í húsinu með þessa frábæru áhorfendur, þetta er geggjaður stuðningur. Við viljum gera þetta skemmtilegt enda á úrslitakeppnin að vera þannig,“ bætti Díana við en oddaleikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Leikurinn í dag var jafn og spennandi og að lokum þurfti að framlengja þar sem Haukar voru mun sterkara liðið og unnu að lokum 29-26 sigur. „Þetta var stál í stál og enn og aftur erum við að fara með allt of mikið af færum sem er erfitt í svona rimmu. Ég er búinn að segja þetta áður, þetta eru geggjaðar handboltastelpur sem ég er með og við verðum betri og betri með hverjum leiknum.“ „Þetta snýst svolítið um spennustig hjá mínum leikmönnum í þessu unga liði. Við settum upp leikplan og það gekk eftir í dag.“ Sigurður Bragason þjálfari ÍBV kvartaði undan leikjafyrirkomulagi úrslitakeppninnar eftir leik þrjú. ÍBV þurfti að bíða í fjórar vikur eftir fyrsta leik úrslitakeppninnar og léku síðan þrjá leiki á fimm dögum. „Ég spila á fleiri leikmönnum heldur en hann gerir og það setur strik í reikninginn þegar er spilað þétt. Ég spilaði á ég veit ekki hvað mörgum leikmönnum í fyrri hálfleik og ég held að það skipti svolítið máli í restina,“ sagði Díana en Haukaliðið var mun orkumeira í framlengingunni. Eins og áður segir er oddaleikur liðanna á dagskrá í Eyjum á þriðjudag og má búast við spennuleik. „Það verður geggjað. Ég er búin að segja þetta áður, ég elska Vestmannaeyjar, mér finnst æðislegt að koma þangað og það er alltaf vel tekið á móti okkur. Mér finnst þetta frábært fólk og það var geggjuð stemmning í síðasta leik. Þetta er til fyrirmyndar og við erum í þessu til að hafa gaman og skapa ævintýri. Það er enn eitt ævintýrið að fara til Vestmannaeyjar.“ Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
„Ég vill vera lengur í húsinu með þessa frábæru áhorfendur, þetta er geggjaður stuðningur. Við viljum gera þetta skemmtilegt enda á úrslitakeppnin að vera þannig,“ bætti Díana við en oddaleikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Leikurinn í dag var jafn og spennandi og að lokum þurfti að framlengja þar sem Haukar voru mun sterkara liðið og unnu að lokum 29-26 sigur. „Þetta var stál í stál og enn og aftur erum við að fara með allt of mikið af færum sem er erfitt í svona rimmu. Ég er búinn að segja þetta áður, þetta eru geggjaðar handboltastelpur sem ég er með og við verðum betri og betri með hverjum leiknum.“ „Þetta snýst svolítið um spennustig hjá mínum leikmönnum í þessu unga liði. Við settum upp leikplan og það gekk eftir í dag.“ Sigurður Bragason þjálfari ÍBV kvartaði undan leikjafyrirkomulagi úrslitakeppninnar eftir leik þrjú. ÍBV þurfti að bíða í fjórar vikur eftir fyrsta leik úrslitakeppninnar og léku síðan þrjá leiki á fimm dögum. „Ég spila á fleiri leikmönnum heldur en hann gerir og það setur strik í reikninginn þegar er spilað þétt. Ég spilaði á ég veit ekki hvað mörgum leikmönnum í fyrri hálfleik og ég held að það skipti svolítið máli í restina,“ sagði Díana en Haukaliðið var mun orkumeira í framlengingunni. Eins og áður segir er oddaleikur liðanna á dagskrá í Eyjum á þriðjudag og má búast við spennuleik. „Það verður geggjað. Ég er búin að segja þetta áður, ég elska Vestmannaeyjar, mér finnst æðislegt að koma þangað og það er alltaf vel tekið á móti okkur. Mér finnst þetta frábært fólk og það var geggjuð stemmning í síðasta leik. Þetta er til fyrirmyndar og við erum í þessu til að hafa gaman og skapa ævintýri. Það er enn eitt ævintýrið að fara til Vestmannaeyjar.“
Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira