Íbúar í Old Bridge í New Jersey furðu lostnir eftir 225 kílóa pastafund Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2023 21:44 Sumir sögðu bara vanta kjötbollurnar... Nina Jochnowitz Hermaður á eftirlaunum er grunaður um að hafa hellt niður 225 kílóum af pasta nærri læk í Old Bridge í New Jersey. Málið er allt hið furðulegasta og hefur vakið mikla athygli og vangaveltur síðan pastahrúgan fannst í apríl. Nina Jochnowitz, íbúi í Old Bridge, birti myndir á Facebook í síðasta mánuði sem sýndu hrúgur af spagettíi og makkaróní við bakka Iresick-læksins. Myndirnar vöktu að sjálfsögðu mikla athygli en á meðan sumir höfðu gaman að gagnrýndu aðrir hrikalega matarsóun. Pastað, sem virðist á myndum eldað, var í raun og veru óeldað en gegnsósa eftir rigningu undanfarna daga. Einn af ráðamönnum Old Bridge sagði engu líkara en að fjöldi pakkinga hefði verið tæmdur við lækinn, líklega nýlega. someone very mysteriously dumped 3-400 pounds of pasta in the woods in old bridge, nj i need to know everything pic.twitter.com/z6D1e7u2JJ— pasta girl (@worrystonee) May 2, 2023 Hrúgurnar voru hreinsaðar upp af bæjarstarfsmönnum, sem mátu að um hefði verið að ræða fimmtán hjólbörur. Samkvæmt umfjöllun Guardian telja bæjarbúar sig nú hafa komist að því hvaðan pastað kom; úr húsi í nágrenninu sem nú er á sölu. Hermaður á eftirlaunum er sagður hafa verið að hreinsa út úr húsi nýlega látinnar móður sinnar og uppgötvað birgðir af pasta. „Ég held að hann hafi bara verið að reyna að hreinsa út úr húsi foreldra sinna og þau voru örugglega vel birg,“ sagði einn nágranna móðurinnar í samtali við NBC New York. Owen Wilson, bæjarstjóri í Old Bridge, sagði í yfirlýsingu að rekja mætti atvikið til dómgreindarskorts. Bandaríkin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Nina Jochnowitz, íbúi í Old Bridge, birti myndir á Facebook í síðasta mánuði sem sýndu hrúgur af spagettíi og makkaróní við bakka Iresick-læksins. Myndirnar vöktu að sjálfsögðu mikla athygli en á meðan sumir höfðu gaman að gagnrýndu aðrir hrikalega matarsóun. Pastað, sem virðist á myndum eldað, var í raun og veru óeldað en gegnsósa eftir rigningu undanfarna daga. Einn af ráðamönnum Old Bridge sagði engu líkara en að fjöldi pakkinga hefði verið tæmdur við lækinn, líklega nýlega. someone very mysteriously dumped 3-400 pounds of pasta in the woods in old bridge, nj i need to know everything pic.twitter.com/z6D1e7u2JJ— pasta girl (@worrystonee) May 2, 2023 Hrúgurnar voru hreinsaðar upp af bæjarstarfsmönnum, sem mátu að um hefði verið að ræða fimmtán hjólbörur. Samkvæmt umfjöllun Guardian telja bæjarbúar sig nú hafa komist að því hvaðan pastað kom; úr húsi í nágrenninu sem nú er á sölu. Hermaður á eftirlaunum er sagður hafa verið að hreinsa út úr húsi nýlega látinnar móður sinnar og uppgötvað birgðir af pasta. „Ég held að hann hafi bara verið að reyna að hreinsa út úr húsi foreldra sinna og þau voru örugglega vel birg,“ sagði einn nágranna móðurinnar í samtali við NBC New York. Owen Wilson, bæjarstjóri í Old Bridge, sagði í yfirlýsingu að rekja mætti atvikið til dómgreindarskorts.
Bandaríkin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira