Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2023 22:07 Finnur Freyr Stefánsson og Ozren Pavlovic ræða saman. Vísir/Bára Dröfn Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði að þetta hefði verið skrítinn leikur, en sóknarlega voru hans menn í miklu brasi á löngum stundum. „Þetta var skrítinn leikur að því leytinu til að við komumst aldrei í gang fyrr en þarna undir lokin, þeir einhvern veginn alltaf svöruðu öllu. En við trúðum því alltaf að við ættum möguleika og ég er ánægður með að hafa komið til baka, en því miður einu stigi of lítið.“ Ozren Pavlovic var stigahæstur Valsmanna með 20 stig. Það var sennilega ekki uppleggið fyrir leikinn að hann myndi bera sóknarleikinn uppi? Það var líf og fjör á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Maður veit það að það er yfirleitt lögð mikil áhersla á stráka hjá okkur eins og Kára, Pablo og Kristófer. Við vitum alveg hvað Ozren getur en við náðum því í raun ekki fyrr en í lokin að ná að hreyfa boltann nógu vel og finna menn í betri og betri færum og þá fóru skotin að detta aðeins. Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik.“ Helstu hestar Valsmanna voru langt frá sínu besta í kvöld, en í fyrri hálfleik voru þeir Kári Jónsson, Callum Lawson og Pablo Bertone samanlagt með sjö stig og voru þrír af 18 í skotum. Var það varnarleikur Tindastóls sem var svona góður, eða sóknarleikurinn einfaldlega ekki nógu góður hjá Val? „Bara sittlítið af hvoru. Mikið af skotum þarna sem ég ætlast til að strákarnir setji ofan í og þeir hafa verið að gera í allan vetur. Á sama tíma þá gerðu Stólarnir vel, voru aggressífir og spiluðu mjög góða vörn. Við þurfum að finna lausnir á því. En það er einhvern veginn þannig að þú getur aldrei tekið allt í burtu og ef þú tekur eitt í burtu þá erum við tilbúnir að refsa með öðru, og það er kannski það sem strákar eins og Ozren og Aron voru að gera í seinni hálfleik.“ Kristófer Acox og Pétur Rúnar Birgisson berjast um boltann.Vísir/Bára Dröfn Hjálmar Stefánsson spilaði aðeins rúmar átta mínútur í kvöld og var sárt saknað, þá ekki síst varnarmegin. Finnur sagði að hann hefði einfaldlega verið veikur. „Bara fárveikur. Hann harkaði af sér og reyndi að spila í fyrri hálfleik en það sást langar leiðir að hann var langt frá því. Söknuðum hans klárlega í vörninni.“ Lokaniðurstaðan eins stigs tap í leik sem varð mjög spennandi undir lokin. Er ekki hægt að taka eitthvað jákvætt út úr svona frammistöðu þrátt fyrir tapið? „Bara fúlt að við grófum okkur ansi djúpa holu undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn var í þolanlegu jafnvægi, þeir eiga einhver 4-5 stig á okkur, fara svo í 30-39 og skora svo síðustu tíu stigin í fyrri hálfleiknum. Missum þá alltof langt frá okkur þar og erfitt að koma til baka á móti svona öflugu liði. Ánægður með þó að hafa sýnt þetta og vonandi að það geti hjálpað okkur eitthvað áfram, en það telur ekki neitt nema þú endir með fleiri stig í lokin.“ Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði að þetta hefði verið skrítinn leikur, en sóknarlega voru hans menn í miklu brasi á löngum stundum. „Þetta var skrítinn leikur að því leytinu til að við komumst aldrei í gang fyrr en þarna undir lokin, þeir einhvern veginn alltaf svöruðu öllu. En við trúðum því alltaf að við ættum möguleika og ég er ánægður með að hafa komið til baka, en því miður einu stigi of lítið.“ Ozren Pavlovic var stigahæstur Valsmanna með 20 stig. Það var sennilega ekki uppleggið fyrir leikinn að hann myndi bera sóknarleikinn uppi? Það var líf og fjör á Hlíðarenda í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Maður veit það að það er yfirleitt lögð mikil áhersla á stráka hjá okkur eins og Kára, Pablo og Kristófer. Við vitum alveg hvað Ozren getur en við náðum því í raun ekki fyrr en í lokin að ná að hreyfa boltann nógu vel og finna menn í betri og betri færum og þá fóru skotin að detta aðeins. Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik.“ Helstu hestar Valsmanna voru langt frá sínu besta í kvöld, en í fyrri hálfleik voru þeir Kári Jónsson, Callum Lawson og Pablo Bertone samanlagt með sjö stig og voru þrír af 18 í skotum. Var það varnarleikur Tindastóls sem var svona góður, eða sóknarleikurinn einfaldlega ekki nógu góður hjá Val? „Bara sittlítið af hvoru. Mikið af skotum þarna sem ég ætlast til að strákarnir setji ofan í og þeir hafa verið að gera í allan vetur. Á sama tíma þá gerðu Stólarnir vel, voru aggressífir og spiluðu mjög góða vörn. Við þurfum að finna lausnir á því. En það er einhvern veginn þannig að þú getur aldrei tekið allt í burtu og ef þú tekur eitt í burtu þá erum við tilbúnir að refsa með öðru, og það er kannski það sem strákar eins og Ozren og Aron voru að gera í seinni hálfleik.“ Kristófer Acox og Pétur Rúnar Birgisson berjast um boltann.Vísir/Bára Dröfn Hjálmar Stefánsson spilaði aðeins rúmar átta mínútur í kvöld og var sárt saknað, þá ekki síst varnarmegin. Finnur sagði að hann hefði einfaldlega verið veikur. „Bara fárveikur. Hann harkaði af sér og reyndi að spila í fyrri hálfleik en það sást langar leiðir að hann var langt frá því. Söknuðum hans klárlega í vörninni.“ Lokaniðurstaðan eins stigs tap í leik sem varð mjög spennandi undir lokin. Er ekki hægt að taka eitthvað jákvætt út úr svona frammistöðu þrátt fyrir tapið? „Bara fúlt að við grófum okkur ansi djúpa holu undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn var í þolanlegu jafnvægi, þeir eiga einhver 4-5 stig á okkur, fara svo í 30-39 og skora svo síðustu tíu stigin í fyrri hálfleiknum. Missum þá alltof langt frá okkur þar og erfitt að koma til baka á móti svona öflugu liði. Ánægður með þó að hafa sýnt þetta og vonandi að það geti hjálpað okkur eitthvað áfram, en það telur ekki neitt nema þú endir með fleiri stig í lokin.“
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn