Myndband af mistökum Cillessen hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og ljóst að þessi reynslumikli markvörður hefði átt að gera mun betur en raun var vitni.
Gestirnir í Heerenveen komust yfir í leiknum en tvö mörk frá NEC sáu til þess að liðið var í forystu þegar aðeins tíu mínútur eftir lifðu leiks.
Sydney van Hoojiodnk jafnaði metin fyrir Heerenveen með marki á 82. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar átti liðsfélagi hans, Antoine Colassin, laust skot að marki.
Cillessen, sem stóð í marki NEC, taldi sig hafa fulla stjórn á aðstæðum og mat það sem svo að boltinn væri á leiðinni fram hjá markinu.
Svo varð ekki raunin, boltinn fór í innanverða markstöngina og endaði í netinu. Viðbrögð Cillessen við því voru skiljanlega lituð af miklum vonbrigðum og skallaði hann markstöngina af reiði.
Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan en Íslendingurinn Andri Fannar Baldursson er liðsfélagi Cillessen hjá NEC. Hann kom ekkert við sögu í leiknum.
Blunder van het seizoen van Jasper Cillessen? #nechee pic.twitter.com/k1xfo36yjy
— ESPN NL (@ESPNnl) May 6, 2023