Laun venjulega fólksins lækka en laun hinna efnuðu hækka Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. maí 2023 15:01 Getty Images Raunlaun vinnandi fólks á Spáni lækkuðu um fimm og hálft prósent í fyrra og á heimsvísu lækkuðu laun vinnandi fólks. Á sama tíma hækkuðu laun stjórnenda í fyrirtækjum um tæplega 10 prósent. Verðbólgan étur upp launahækkanir almennra launþega Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam, sem eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt í heiminum. Þessi launalækkun á Spáni þýðir að hver maður hafði í raun að meðaltali 1.523 evrum minna til ráðstöfunar í fyrra en árið áður. Að meðaltali lækkuðu laun á heimsvísu um 3,19%, en vegna lítilla launahækkana á Spáni var lækkunin meiri þar en víðast annars staðar. Þetta þýðir með öðrum orðum að launahækkanir venjulegs fólks héldu að engu leyti í við aukna verðbólgu sem rakin er til Covid-farsóttarinnar og stríðsins í Úkraínu. Getty Images Stjórnendur fá miklu meiri launahækkanir en aðrir Þessi veruleiki almennra launþega er í hróplegu ósamræmi við himinháan arð fyrirtækja sem eru skráð á markaði. Arðgreiðslur þeirra hækkuðu um 26,8% og námu alls um 26 milljörðum evra. Þá kemur fram í gögnum Oxfam að undantekning frá þessum versnandi kjörum vinnandi fólks, eru stjórnendur fyrirtækja. Laun þeirra hækkuðu að meðaltali um tæp 10 prósent þegar búið er að draga verðbólguáhrif frá, en um 16 prósent ef ekki er leiðrétt fyrir verðbólguáhrifum. Með 147-föld árslaun Spænskur verkamaður þarf að vinna í 147 ár til að afla árslauna stjórnenda hjá 35 efstu fyrirtækjunum í spænsku kauphöllinni. Með öðrum orðum, stjórnendur þessara fyrirtækja eru með 147-föld verkamannalaun á mánuði. Oxfam segir í greiningu sinni að óhóflegar arðgreiðslur til hluthafa komi einungis auðugasta hluta samfélagsins til góða og auki ójöfnuð. Á Spáni endar 86% arðgreiðslna í vasa þeirra 10 prósenta sem eiga mestan pening fyrir. Amitabh Behar, forstjóri Oxfam Intermón, segir að á sama tíma og eigendur og stjórnendur fyrirtækja haldi því fram að ekki sé borð fyrir báru til launahækkana þá gildni bankainnistæður hinna ríku sem aldrei fyrr. Spánn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Verðbólgan étur upp launahækkanir almennra launþega Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfam, sem eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt í heiminum. Þessi launalækkun á Spáni þýðir að hver maður hafði í raun að meðaltali 1.523 evrum minna til ráðstöfunar í fyrra en árið áður. Að meðaltali lækkuðu laun á heimsvísu um 3,19%, en vegna lítilla launahækkana á Spáni var lækkunin meiri þar en víðast annars staðar. Þetta þýðir með öðrum orðum að launahækkanir venjulegs fólks héldu að engu leyti í við aukna verðbólgu sem rakin er til Covid-farsóttarinnar og stríðsins í Úkraínu. Getty Images Stjórnendur fá miklu meiri launahækkanir en aðrir Þessi veruleiki almennra launþega er í hróplegu ósamræmi við himinháan arð fyrirtækja sem eru skráð á markaði. Arðgreiðslur þeirra hækkuðu um 26,8% og námu alls um 26 milljörðum evra. Þá kemur fram í gögnum Oxfam að undantekning frá þessum versnandi kjörum vinnandi fólks, eru stjórnendur fyrirtækja. Laun þeirra hækkuðu að meðaltali um tæp 10 prósent þegar búið er að draga verðbólguáhrif frá, en um 16 prósent ef ekki er leiðrétt fyrir verðbólguáhrifum. Með 147-föld árslaun Spænskur verkamaður þarf að vinna í 147 ár til að afla árslauna stjórnenda hjá 35 efstu fyrirtækjunum í spænsku kauphöllinni. Með öðrum orðum, stjórnendur þessara fyrirtækja eru með 147-föld verkamannalaun á mánuði. Oxfam segir í greiningu sinni að óhóflegar arðgreiðslur til hluthafa komi einungis auðugasta hluta samfélagsins til góða og auki ójöfnuð. Á Spáni endar 86% arðgreiðslna í vasa þeirra 10 prósenta sem eiga mestan pening fyrir. Amitabh Behar, forstjóri Oxfam Intermón, segir að á sama tíma og eigendur og stjórnendur fyrirtækja haldi því fram að ekki sé borð fyrir báru til launahækkana þá gildni bankainnistæður hinna ríku sem aldrei fyrr.
Spánn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira