Sóley tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í Danmörku Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 14:24 Sóley efst á verðlaunapalli eftir keppni dagsins Mynd: Kraftlyftingasamband Íslands Íslenska kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir tryggði sé í dag Evrópumeistaratitl í +84 kílóa flokki í búnaði en keppt var í Thisted í Danmörku. Sóley átti gríðarlega góðan dag á Evrópumótinu í kraftlyftingum í búnaði í Thisted í Danmörku en hún lauk keppni áðan. „Skemmst er frá því að segja að hún sigraði í +84 kg flokki með yfirburðum og tryggði sér þar með Evrópumeistaratitil! Sóley er 22 ára gömul og á eftir eitt ár í unglingaflokki í viðbót en keppti hér í flokki fullorðinna,“ segir í fréttatilkynningu frá Kraftlyftingasambandi Íslands. Sóley lyfti 270 kg í hnébeygju og voru allar lyftur gildar hjá henni þar. Í bekkpressu fóru 182,5 kg upp í annarri tilraun. Í þriðju tilraun reyndi hún við 190 kg en fékk þá lyftu dæmda ógilda þrátt fyrir að hún færi alla leið upp með tvö rauð ljós gegn einu hvítu. Í réttstöðulyftu lyfti hún 207,5 kg og voru allar lyftur gildar hjá henni þar. Samtals 660 kg, en næsti keppandi lyfti 622,5 kg. Sóley hlaut gull í hnébeygju og bekkpressu og silfur í réttstöðu. „Öll framganga Sóleyjar í keppninni í dag einkenndist af öryggi og yfirvegun. Við óskum Sóleyju innilega til hamingju með frábært afrek og verðskuldaðan titil! Hún er íþróttinni og landinu til sóma!“ Kraftlyftingar Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira
Sóley átti gríðarlega góðan dag á Evrópumótinu í kraftlyftingum í búnaði í Thisted í Danmörku en hún lauk keppni áðan. „Skemmst er frá því að segja að hún sigraði í +84 kg flokki með yfirburðum og tryggði sér þar með Evrópumeistaratitil! Sóley er 22 ára gömul og á eftir eitt ár í unglingaflokki í viðbót en keppti hér í flokki fullorðinna,“ segir í fréttatilkynningu frá Kraftlyftingasambandi Íslands. Sóley lyfti 270 kg í hnébeygju og voru allar lyftur gildar hjá henni þar. Í bekkpressu fóru 182,5 kg upp í annarri tilraun. Í þriðju tilraun reyndi hún við 190 kg en fékk þá lyftu dæmda ógilda þrátt fyrir að hún færi alla leið upp með tvö rauð ljós gegn einu hvítu. Í réttstöðulyftu lyfti hún 207,5 kg og voru allar lyftur gildar hjá henni þar. Samtals 660 kg, en næsti keppandi lyfti 622,5 kg. Sóley hlaut gull í hnébeygju og bekkpressu og silfur í réttstöðu. „Öll framganga Sóleyjar í keppninni í dag einkenndist af öryggi og yfirvegun. Við óskum Sóleyju innilega til hamingju með frábært afrek og verðskuldaðan titil! Hún er íþróttinni og landinu til sóma!“
Kraftlyftingar Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira