Stöð 2 Sport
Klukkan 17:15 verða Bestu mörk kvenna í beinni útsendingu þar sem farið verður yfir síðustu umferð í deildinni. Klukkan 17:50 förum við síðan til Eyja þar sem ÍBV og Víkingur mætast í Bestu deild karla.
Klukkan 20:00 verður síðan sýnt beint úr Árbænum þar sem heimamenn í Fylki taka á móti Breiðablik í Bestu deild karla. Stúkan verður síðan í beinni útsendingu klukkan 22:20 þar sem Gummi Ben og félagar fara yfir allt það helsta úr leikjum umferðarinnar.
Stöð 2 Sport 2
Ítalska deildin er í fullum gangi og klukkan 16:20 verður leikur Udinese og Sampdoria sýndur beint. Klukkan 18:35 verður síðan seint beint frá leik Sassuolo og Bologna í sömu deild.
20:45 skiptum við svo um gír en þá verða Lögmál leiksins í beinni en úrslitakeppnin í NBA-deildinni er í fullum gangi þessa dagana.
Stöð 2 Sport 3
Ítalski boltinn verður einnig í beinni á Stöð 2 Sport 3. Leikur Empoli og Salernitana verður sýndur klukkan 16:20.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 19:00 hefst útsending frá Ásvöllum þar sem leikur Hauka og Aftureldingar í Olís-deild karla fer fram. Afturelding leiðir 1-0 eftir fyrsta leikinn og því pressa á Haukum að vinna á heimavelli.
Seinni bylgjan verður í beinni strax eftir leik þar sem Stefán Árni Pálsson fara yfir leiki undanúrslitanna.
Besta deildin 2
FH og Keflavík mætast í Bestu deild karla og hefst útsending klukkan 19:05.
Stöð 2 Esport
Það verður nóg um að era á Stöð 2 Esport í dag og beinar útsendingar frá fyrsta degi BLAST.tv Paris major mótinu. Útsending hefst með upphitun klukkan 8:30 og síðan verða leikir í beinni útsendingu allan daginn og allt fram á kvöld.