Skoða uppbyggingu sérstaks búsetuúrræðis fyrir flóttafólk í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 08:04 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, óskaði eftir því við Dag B. Eggertsson borgarstjóra að málið yrði tekið til umfjöllunar. Vísir Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja viðræður við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um að fundin verði staðsetning fyrir svokallaða Skjólgarða, búsetuúrræðis fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með tillögunni segir að í kjölfar þess að fólk fór að streyma hingað til lands frá Úkraínu og öðrum ríkjum hafi félags- og vinnumarkaðsráðherra óskað eftir að hafinn yrði undirbúningur við að reisa sérstakar einingabyggðir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Slíkt hafi verið gert í öðrum ríkjum Evrópu. Morgunblaðið fjallaði um málið í morgun. „Gert er ráð fyrir að hver skjólgarður rúmi allt að 250 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir mun sjá um að óska eftir tilboðum í einingarnar sjálfar. Í bréfi ráðuneytisins segir að um tímabundin úrræði er að ræða í allt að fjögur ár,“ segir í greinargerðinni. Þá sé ætlunin að hafa í Skjólgörðum félagsrými fyrir fullorðna, félags- og kennslurými fyrir börn, aðstöðu fyrir starfsmenn og fleira. Áhersla verði þá lögð á nálægð við verslun og þjónustu og auðvelt aðgengi að almenningssamgöngum. Lóðirnar sem undir þetta fara megi þá ekki vera innan skilgreinds iðnaðarsvæðis. Eins og fyrr segir samþykkti Borgarráð tillöguna á síðasta fundi sínum, sem var 27. apríl. Var þar samþykkt að umhverfis- og skipulagsráði, í samráði við velferðarsvið, skóla- og frístundasvið og mannréttindaskrifstofu, yrði falið að taka tillöguna til umfjöllunar og ræða við ráðuneytið. Í undirbúningnum þurfi að kalla eftir stöðumati stjórnvalda og spár um móttöku flóttafólks, ólík búsetuúrræði og framtíðarsýn um þjónustu. Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir Kópavog hafa þegar tekið við fjölda flóttamanna Bæjarstjóri Kópavogs vísar til húsnæðisskorts og vanfjármögnunar sem ástæður þess að bærinn hafi ekki gert samning við ríkið um móttöku flóttamanna. Kópavogur hafi engu að síður þegar tekið við ríflega hundrað flóttamönnum. 8. maí 2023 18:32 „Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. 8. maí 2023 13:31 Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag. 24. apríl 2023 14:25 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Í greinargerð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra með tillögunni segir að í kjölfar þess að fólk fór að streyma hingað til lands frá Úkraínu og öðrum ríkjum hafi félags- og vinnumarkaðsráðherra óskað eftir að hafinn yrði undirbúningur við að reisa sérstakar einingabyggðir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Slíkt hafi verið gert í öðrum ríkjum Evrópu. Morgunblaðið fjallaði um málið í morgun. „Gert er ráð fyrir að hver skjólgarður rúmi allt að 250 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir mun sjá um að óska eftir tilboðum í einingarnar sjálfar. Í bréfi ráðuneytisins segir að um tímabundin úrræði er að ræða í allt að fjögur ár,“ segir í greinargerðinni. Þá sé ætlunin að hafa í Skjólgörðum félagsrými fyrir fullorðna, félags- og kennslurými fyrir börn, aðstöðu fyrir starfsmenn og fleira. Áhersla verði þá lögð á nálægð við verslun og þjónustu og auðvelt aðgengi að almenningssamgöngum. Lóðirnar sem undir þetta fara megi þá ekki vera innan skilgreinds iðnaðarsvæðis. Eins og fyrr segir samþykkti Borgarráð tillöguna á síðasta fundi sínum, sem var 27. apríl. Var þar samþykkt að umhverfis- og skipulagsráði, í samráði við velferðarsvið, skóla- og frístundasvið og mannréttindaskrifstofu, yrði falið að taka tillöguna til umfjöllunar og ræða við ráðuneytið. Í undirbúningnum þurfi að kalla eftir stöðumati stjórnvalda og spár um móttöku flóttafólks, ólík búsetuúrræði og framtíðarsýn um þjónustu.
Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir Kópavog hafa þegar tekið við fjölda flóttamanna Bæjarstjóri Kópavogs vísar til húsnæðisskorts og vanfjármögnunar sem ástæður þess að bærinn hafi ekki gert samning við ríkið um móttöku flóttamanna. Kópavogur hafi engu að síður þegar tekið við ríflega hundrað flóttamönnum. 8. maí 2023 18:32 „Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. 8. maí 2023 13:31 Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag. 24. apríl 2023 14:25 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Segir Kópavog hafa þegar tekið við fjölda flóttamanna Bæjarstjóri Kópavogs vísar til húsnæðisskorts og vanfjármögnunar sem ástæður þess að bærinn hafi ekki gert samning við ríkið um móttöku flóttamanna. Kópavogur hafi engu að síður þegar tekið við ríflega hundrað flóttamönnum. 8. maí 2023 18:32
„Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. 8. maí 2023 13:31
Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum Garðabær tekur á móti allt að 180 flóttamönnum samkvæmt samningi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrituðu í dag. 24. apríl 2023 14:25