Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. maí 2023 01:51 David V. Doyle sem skaut stúlku í höfuðið hefur verið handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás og ólögleg notkun skotvopns. Samsett/skjáskot/AP Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. Atvikið átti sér stað á sunnudagsmorgun þegar hópur unglinga var í feluleik á landareign hins 58 ára David V. Doyle í bænum Starks í Louisiana. Doyle sá að það var einhver á lóð sinni og brást við með því að ná í byssu sína og skjóta á unglingana á meðan þau hlupu á brott. Lögreglan var kölluð á staðinn og kom þá í ljós að ein stúlkan hafði hlotið skotáverka aftan á höfði. Hún var í kjölfarið flutt á spítala en samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar í Louisiana er ekki talið að þeir áverkar séu lífshættulegir. Doyle sagði við lögreglu að hann hefði séð skugga fyrir utan heimili sitt og þess vegna náð í byssu sína. Síðan hafi hann séð fólk hlaupa á brott og skaut til þeirra með þeim afleiðingum að stúlkan varð að hans sögn „óviljandi“ fyrir skoti. Doyle var handtekinn og hefur nú verið ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir líkamsárás með skotvopni og fyrir að hleypa ólöglega af byssu. Fólk ítrekað skotið vegna misskilnings Árásin er hluti af röð skotárása sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum nýverið og eru byggðar á misskilningi. Í aprílmánuði áttu sér stað fjórar svipaðar skotárásir á einni viku sem byggðu allar á einhvers konar sakleysislegum misskilningi fórnarlambsins. Þann 13. apríl síðastliðinn í Kansas City ætlaði hinn sextán ára Ralph Yarl að sækja tvíburabróður sinn. Hann hringdi dyrabjöllunni á vitlausu húsi og var í kjölfarið skotinn í höfuðið af 84 ára gömlum heimilismanni. Yarl hlaut alvarlega áverka en lifði af. Tveimur dögum síðar var hin tuttugu ár Kaylin Gillis skotin til bana í bænum Hebron í New York-fylki þegar hún og vinkona hennar lögðu í vitlausa innkeyrslu. Þann 18. apríl áttu sér stað tveir sambærilegir atburðir. Í Elgin í Texas voru tvær klappstýrur skotnar eftir að önnur þeirra fór upp í vitlausan bíl. Hin átján Payton Washington hlaut alvarlega áverka en lifði þó af. Sama dag skaut reiður nágranni hina sex ára gömlu Kinsley White og foreldra hennar eftir að körfubolti stúlkunnar lenti í garði mannsins. Þau lifðu öll þrjú af árásina. Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Atvikið átti sér stað á sunnudagsmorgun þegar hópur unglinga var í feluleik á landareign hins 58 ára David V. Doyle í bænum Starks í Louisiana. Doyle sá að það var einhver á lóð sinni og brást við með því að ná í byssu sína og skjóta á unglingana á meðan þau hlupu á brott. Lögreglan var kölluð á staðinn og kom þá í ljós að ein stúlkan hafði hlotið skotáverka aftan á höfði. Hún var í kjölfarið flutt á spítala en samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar í Louisiana er ekki talið að þeir áverkar séu lífshættulegir. Doyle sagði við lögreglu að hann hefði séð skugga fyrir utan heimili sitt og þess vegna náð í byssu sína. Síðan hafi hann séð fólk hlaupa á brott og skaut til þeirra með þeim afleiðingum að stúlkan varð að hans sögn „óviljandi“ fyrir skoti. Doyle var handtekinn og hefur nú verið ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir líkamsárás með skotvopni og fyrir að hleypa ólöglega af byssu. Fólk ítrekað skotið vegna misskilnings Árásin er hluti af röð skotárása sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum nýverið og eru byggðar á misskilningi. Í aprílmánuði áttu sér stað fjórar svipaðar skotárásir á einni viku sem byggðu allar á einhvers konar sakleysislegum misskilningi fórnarlambsins. Þann 13. apríl síðastliðinn í Kansas City ætlaði hinn sextán ára Ralph Yarl að sækja tvíburabróður sinn. Hann hringdi dyrabjöllunni á vitlausu húsi og var í kjölfarið skotinn í höfuðið af 84 ára gömlum heimilismanni. Yarl hlaut alvarlega áverka en lifði af. Tveimur dögum síðar var hin tuttugu ár Kaylin Gillis skotin til bana í bænum Hebron í New York-fylki þegar hún og vinkona hennar lögðu í vitlausa innkeyrslu. Þann 18. apríl áttu sér stað tveir sambærilegir atburðir. Í Elgin í Texas voru tvær klappstýrur skotnar eftir að önnur þeirra fór upp í vitlausan bíl. Hin átján Payton Washington hlaut alvarlega áverka en lifði þó af. Sama dag skaut reiður nágranni hina sex ára gömlu Kinsley White og foreldra hennar eftir að körfubolti stúlkunnar lenti í garði mannsins. Þau lifðu öll þrjú af árásina.
Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira