Álftir byrjaðar að drepast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. maí 2023 16:06 Ekki hefur tekist að ná stroksýni úr álft enn þá. Vilhelm Gunnarsson Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. „Við greinum ekki flensu í þessum sýnum sem við höfum tekið. Nema einu,“ segir Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Eins og greint var frá í gær hefur fuglaflensa, H5N1, greinst í stokkönd sem fannst í Garðabæ. Þá hafa fundist dauðar ritur á Seltjarnarnesi, Reykjanesi og nú síðast Arnarstapa á Snæfellsnesi. Samkvæmt Brigitte er þekkt að ritur geti drepist í stórum stíl ef þær komast í kinni við sýkt ferskvatn. En þessi fjöldadauði er á miklu stærra svæði. Í einum fuglinum fannst venjuleg inflúensa en fuglaflensa hefur ekki enn þá fundist. Aðspurð hvort um sé að ræða nýtt afbrigði af fuglaflensu segir Brigitte að undir venjulegum kringumstæðum ætti það að finnast í prófunum sem þegar hafa verið gerðar. Málið sé hins vegar allt hið dularfyllsta og MAST sé að ræða við sérfræðinga erlendis til að reyna að komast að því hvað sé í gangi. „Það er hræðilegt ef fuglaflensan er í ritum. Að fá svona bráðsmitandi veiru í stórar nýlendur,“ segir hún. Vilja sýni úr álftum Á síðasta ári fannst fuglaflensa í fjölmörgum tegundum sjó- og ránfugla, svo sem grágæsum, helsingjum, kjóum, skúmum, svartbökum, sílamávum, silfurmávum, fálkum og örnum. Aldrei í öndum eða álftum. Nú eru hins vegar farnar að berast tilkynningar um dauðar álftir en samkvæmt Brigitte er erfitt að gera stroksýni því að hræin eru yfirleitt mjög illa farin eftir hræætur. Hvetur hún fólk til þess að senda tilkynningar um dauðar álftir því að MAST vilji endilega ná sýnum. Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun hefur áhyggur af miklum ritudauða á suðvesturhorninu. Hinar tegundirnar, sem fóru illa út úr fuglaflensunni í fyrra, virðast vera að sleppa núna. „Við finnum ekkert. Það eru engir dauðir fuglar,“ segir Brigitte. Hugsanlegt sé að fuglaflensan sé að mestu gengin yfir í þessum tegundum en sé núna komin yfir í endur og jafn vel aðrar tegundir. „Fólk er að sjá súlur núna og þær eru bara sprækar,“ segir hún. Egg hækkað í verði Brigitte segir erfitt að meta heildarumfang fuglaflensufaraldursins og áhrif til fulls. Það þyrfti að gera víðtækar talningar til þess. En ljóst er að þetta sé mjög alvarlegur faraldur. Fram til ársins 2021 hafi flensa komið upp í fuglum á veturna, kannski eitt árið í Evrópu, það næsta í Rússlandi og það þriðja í Asíu. Síðan þá hefur flensan orðið að bráðdrepandi heilsárssjúkdómi. Fuglaflensan barst frá Evrópu til Íslands. Þaðan til Norður Ameríku og Suður Ameríku. Í Bandaríkjunum hefur fuglaflensan borist í hænsnabú og hafa því egg hækkað í verði. Brigitte segir að þetta geti alveg eins gerst hér á Íslandi. Einkum sé hætta á að smit berist frá mávum í hænsfugla. „Tæknilega séð geta allir fuglar fengið flensuna en það er ábyggilega misjafnt hvað þeir veikjast mikið,“ segir Brigitte. Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51 Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. 4. maí 2023 23:57 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
„Við greinum ekki flensu í þessum sýnum sem við höfum tekið. Nema einu,“ segir Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Eins og greint var frá í gær hefur fuglaflensa, H5N1, greinst í stokkönd sem fannst í Garðabæ. Þá hafa fundist dauðar ritur á Seltjarnarnesi, Reykjanesi og nú síðast Arnarstapa á Snæfellsnesi. Samkvæmt Brigitte er þekkt að ritur geti drepist í stórum stíl ef þær komast í kinni við sýkt ferskvatn. En þessi fjöldadauði er á miklu stærra svæði. Í einum fuglinum fannst venjuleg inflúensa en fuglaflensa hefur ekki enn þá fundist. Aðspurð hvort um sé að ræða nýtt afbrigði af fuglaflensu segir Brigitte að undir venjulegum kringumstæðum ætti það að finnast í prófunum sem þegar hafa verið gerðar. Málið sé hins vegar allt hið dularfyllsta og MAST sé að ræða við sérfræðinga erlendis til að reyna að komast að því hvað sé í gangi. „Það er hræðilegt ef fuglaflensan er í ritum. Að fá svona bráðsmitandi veiru í stórar nýlendur,“ segir hún. Vilja sýni úr álftum Á síðasta ári fannst fuglaflensa í fjölmörgum tegundum sjó- og ránfugla, svo sem grágæsum, helsingjum, kjóum, skúmum, svartbökum, sílamávum, silfurmávum, fálkum og örnum. Aldrei í öndum eða álftum. Nú eru hins vegar farnar að berast tilkynningar um dauðar álftir en samkvæmt Brigitte er erfitt að gera stroksýni því að hræin eru yfirleitt mjög illa farin eftir hræætur. Hvetur hún fólk til þess að senda tilkynningar um dauðar álftir því að MAST vilji endilega ná sýnum. Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun hefur áhyggur af miklum ritudauða á suðvesturhorninu. Hinar tegundirnar, sem fóru illa út úr fuglaflensunni í fyrra, virðast vera að sleppa núna. „Við finnum ekkert. Það eru engir dauðir fuglar,“ segir Brigitte. Hugsanlegt sé að fuglaflensan sé að mestu gengin yfir í þessum tegundum en sé núna komin yfir í endur og jafn vel aðrar tegundir. „Fólk er að sjá súlur núna og þær eru bara sprækar,“ segir hún. Egg hækkað í verði Brigitte segir erfitt að meta heildarumfang fuglaflensufaraldursins og áhrif til fulls. Það þyrfti að gera víðtækar talningar til þess. En ljóst er að þetta sé mjög alvarlegur faraldur. Fram til ársins 2021 hafi flensa komið upp í fuglum á veturna, kannski eitt árið í Evrópu, það næsta í Rússlandi og það þriðja í Asíu. Síðan þá hefur flensan orðið að bráðdrepandi heilsárssjúkdómi. Fuglaflensan barst frá Evrópu til Íslands. Þaðan til Norður Ameríku og Suður Ameríku. Í Bandaríkjunum hefur fuglaflensan borist í hænsnabú og hafa því egg hækkað í verði. Brigitte segir að þetta geti alveg eins gerst hér á Íslandi. Einkum sé hætta á að smit berist frá mávum í hænsfugla. „Tæknilega séð geta allir fuglar fengið flensuna en það er ábyggilega misjafnt hvað þeir veikjast mikið,“ segir Brigitte.
Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51 Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. 4. maí 2023 23:57 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum. 10. maí 2023 07:51
Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. 4. maí 2023 23:57