Orðlaus yfir svörum vegna aðbúnaðar hrossa á Vestfjörðum Oddur Ævar Gunnarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 10. maí 2023 18:53 Eitt hrossanna var að sögn bóndans með hófsperru og því þarf að aflífa það. Hin segir hann að séu í góðu haldi en Steinunn fellst ekki á þau svör. Steinunn Árnadóttir Dýravelferðarsinni segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki gripið til aðgerða vegna endurtekinna tilkynninga um slæman aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Þegar hún skoðaði aðstæður um helgina var hross fast í girðingu og lögregla kölluð að bænum. Eigandinn segir að stofnunin hafi gert sér að aflífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi. Steinunn Árnadóttir, sem hefur verið áberandi í umræðu um dýravelferð fékk í desember ábendingar um aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Hún segist strax hafa haft samband við eigandann á bænum sem fullyrti að ekkert amaði að þeim. Gerði sér sjálf ferð á bæinn Steinunni bárust áfram tilkynningar um aðbúnað á bænum og var Matvælastofnun gert viðvart fyrir jól. Auk þess var haft samband við búfjáreftirlitsmann sem sagði ekkert að skepnum á svæðnu. Steinunn gerði sér sjálf ferð á bæinn um helgina og tók myndir og myndbönd af aðstæðum. Lögreglan losaði hestinn. Steinunn segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki strax gripið til aðgerða þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar. Eftir að viðtalið var tekið barst Steinunni svar frá forstjóra MAST sem segist taka ábendingunni alvarlega og að stofnunin muni fylgja henni eftir hratt og örugglega. Málið sé í vinnslu. Eins og sést á myndinni hér að neðan er hófurinn á einum hestanna óeðlilega langur sem veldur því að hann á erfitt með að ganga, einhver hrossanna virðast í aflögn en erfitt er að dæma holdastig þeirra af nákvæmni út frá ljósmyndum. Um er að ræða hófsperru.Steinunn Árnadóttir Þurfi að aflífa einn Steinunn deildi myndum af hestunum á Facebook og hefur færslan farið í mikla dreifingu. Í samtali við fréttastofu segist bóndinn ekki hafa séð færsluna en hann hafi verið látinn vita af dreifingu hennar. Hann segir hestana við heilsu fyrir utan einn sem sé með hófsperru en hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér. MAST hafi haft samband við hann og beint því til hans að aflífa hestinn sem gert verði um helgina. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“ Hún segir furðulegt ef raunin verði sú að stofnunin muni ekki aðhafast frekar í málinu. Sér hafi fundist aðstæður hestanna verri en hún hafi búist við. „Þessi svör hans eru þannig að hann á alls ekki að hafa umsjón yfir skepnum og ef hann er ekki sviptur umráðum yfir þessum skepnum þá er eitthvað mikið að.“ Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Steinunn Árnadóttir, sem hefur verið áberandi í umræðu um dýravelferð fékk í desember ábendingar um aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Hún segist strax hafa haft samband við eigandann á bænum sem fullyrti að ekkert amaði að þeim. Gerði sér sjálf ferð á bæinn Steinunni bárust áfram tilkynningar um aðbúnað á bænum og var Matvælastofnun gert viðvart fyrir jól. Auk þess var haft samband við búfjáreftirlitsmann sem sagði ekkert að skepnum á svæðnu. Steinunn gerði sér sjálf ferð á bæinn um helgina og tók myndir og myndbönd af aðstæðum. Lögreglan losaði hestinn. Steinunn segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki strax gripið til aðgerða þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar. Eftir að viðtalið var tekið barst Steinunni svar frá forstjóra MAST sem segist taka ábendingunni alvarlega og að stofnunin muni fylgja henni eftir hratt og örugglega. Málið sé í vinnslu. Eins og sést á myndinni hér að neðan er hófurinn á einum hestanna óeðlilega langur sem veldur því að hann á erfitt með að ganga, einhver hrossanna virðast í aflögn en erfitt er að dæma holdastig þeirra af nákvæmni út frá ljósmyndum. Um er að ræða hófsperru.Steinunn Árnadóttir Þurfi að aflífa einn Steinunn deildi myndum af hestunum á Facebook og hefur færslan farið í mikla dreifingu. Í samtali við fréttastofu segist bóndinn ekki hafa séð færsluna en hann hafi verið látinn vita af dreifingu hennar. Hann segir hestana við heilsu fyrir utan einn sem sé með hófsperru en hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér. MAST hafi haft samband við hann og beint því til hans að aflífa hestinn sem gert verði um helgina. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“ Hún segir furðulegt ef raunin verði sú að stofnunin muni ekki aðhafast frekar í málinu. Sér hafi fundist aðstæður hestanna verri en hún hafi búist við. „Þessi svör hans eru þannig að hann á alls ekki að hafa umsjón yfir skepnum og ef hann er ekki sviptur umráðum yfir þessum skepnum þá er eitthvað mikið að.“
Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira