Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2023 22:04 Diljá segist aldrei hafa sungið Power jafnvel og hún gerði á dómararennslinu í kvöld, þrátt fyrir tækniörðugleika. EBU/Sarah Louise Bennett Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar. Eurovísir hitti á Diljá á hóteli íslenska hópsins eftir dómararennslið hér í Liverpool á ellefta tímanum. Diljá lýsir því að snúningspallurinn hafi byrjað að láta ófriðlega á blaðamannarennslinu í höllinni fyrr í dag en svo sat hann pikkfastur á dómararennslinu í kvöld. „Það var smá tæknivandamál, ég er semsagt með snúningspall og hann hætti að virka. En það verður lagað og sem betur fer gerðist það í dag og gerist ekki á morgun þegar útsendingin er. En mér gekk mjög vel, það er geggjuð stemning í hópnum,“ segir Diljá. En hvað fer í gegnum hugann á sviðinu þegar svona tæknivandræði verða? „Bara að standa mig sem best, reyna að halda í tilfinninguna í laginu og halda í það sem ég er að gera,“ segir Diljá, sem er gríðaránægð með frammistöðuna í kvöld. Fullur salur af áhorfendum fylgdist með rennslinu. „Að fá salinn var meira spark, það var geggjað,“ segir Diljá. Og sparar ekki stóru orðin: „Ég held ég hafi aldrei sungið Power jafn vel og í kvöld.“ Myndskeið af flutningi Diljár á blaðamannarennslinu í dag, þar sem Diljá stígur einmitt á umræddan snúningspall, má sjá hér fyrir neðan. Við ræðum nánar við Diljá í Eurovísi á morgun en hún keppir í seinni undanúrslitum Eurovision í Liverpool annað kvöld. Útsending hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og við fylgjumst með í beinni textalýsingu úr blaðamannahöllinni, eins og á fyrri undanúrslitunum á þriðjudag. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Varð að breyta förðuninni þegar hún sá nýja búninginn „Þegar ég sá búninginn þá hugsaði ég að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira kúl,“ segir Lilja Dís Smáradóttir, sem sér um förðun og hár fyrir íslenska Eurovision-atriðið. Eins og sjá má af myndum frá æfingum Diljár hefur búningur hennar tekið talsverðum breytingum frá því sem var í Söngvakeppninni heima. 10. maí 2023 20:12 Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50 Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Eurovísir hitti á Diljá á hóteli íslenska hópsins eftir dómararennslið hér í Liverpool á ellefta tímanum. Diljá lýsir því að snúningspallurinn hafi byrjað að láta ófriðlega á blaðamannarennslinu í höllinni fyrr í dag en svo sat hann pikkfastur á dómararennslinu í kvöld. „Það var smá tæknivandamál, ég er semsagt með snúningspall og hann hætti að virka. En það verður lagað og sem betur fer gerðist það í dag og gerist ekki á morgun þegar útsendingin er. En mér gekk mjög vel, það er geggjuð stemning í hópnum,“ segir Diljá. En hvað fer í gegnum hugann á sviðinu þegar svona tæknivandræði verða? „Bara að standa mig sem best, reyna að halda í tilfinninguna í laginu og halda í það sem ég er að gera,“ segir Diljá, sem er gríðaránægð með frammistöðuna í kvöld. Fullur salur af áhorfendum fylgdist með rennslinu. „Að fá salinn var meira spark, það var geggjað,“ segir Diljá. Og sparar ekki stóru orðin: „Ég held ég hafi aldrei sungið Power jafn vel og í kvöld.“ Myndskeið af flutningi Diljár á blaðamannarennslinu í dag, þar sem Diljá stígur einmitt á umræddan snúningspall, má sjá hér fyrir neðan. Við ræðum nánar við Diljá í Eurovísi á morgun en hún keppir í seinni undanúrslitum Eurovision í Liverpool annað kvöld. Útsending hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og við fylgjumst með í beinni textalýsingu úr blaðamannahöllinni, eins og á fyrri undanúrslitunum á þriðjudag.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Varð að breyta förðuninni þegar hún sá nýja búninginn „Þegar ég sá búninginn þá hugsaði ég að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira kúl,“ segir Lilja Dís Smáradóttir, sem sér um förðun og hár fyrir íslenska Eurovision-atriðið. Eins og sjá má af myndum frá æfingum Diljár hefur búningur hennar tekið talsverðum breytingum frá því sem var í Söngvakeppninni heima. 10. maí 2023 20:12 Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50 Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01 Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Varð að breyta förðuninni þegar hún sá nýja búninginn „Þegar ég sá búninginn þá hugsaði ég að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira kúl,“ segir Lilja Dís Smáradóttir, sem sér um förðun og hár fyrir íslenska Eurovision-atriðið. Eins og sjá má af myndum frá æfingum Diljár hefur búningur hennar tekið talsverðum breytingum frá því sem var í Söngvakeppninni heima. 10. maí 2023 20:12
Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50
Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09
Ekki talið öruggt fyrir hana að vera á almannafæri Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona, sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision í gervi Silvíu Nætur árið 2006, lýsir algjöru fjölmiðlafári kringum atriðið á sínum tíma. Skapofsi Silvíu Nætur kom henni ítrekað í klandur, bæði gagnvart skipuleggjendum Eurovision og grísku þjóðinni. Skömmu eftir keppnina var henni beinlínis ráðið frá því að vera á almannafæri, slík var heiftin úti í Grikklandi. 5. maí 2023 09:01