Sjáðu dýrkeypta hoppið: „Mjög sárt og ósanngjarnt“ Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2023 12:00 Sigursteinn Arndal sýndi tilfinningar á hliðarlínunni í gærkvöld og það reyndist dýrkeypt á viðkvæmum tímapunkti í framlengingunni. VÍSIR/VILHELM Afar umdeilt atvik í framlengingu leiks FH og ÍBV í gærkvöld, þar sem Sigursteinn Arndal þjálfari FH fékk tveggja mínútna brottvísun, var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eftir leik. Mínúta var eftir af fyrri hálfleik framlengingar, FH-ingar 28-27 yfir og að því er virtist að vinna boltann af Eyjamönnum, þegar dómarar leiksins refsuðu Sigursteini fyrir að æsa sig á hliðarlínunni. Sigursteinn hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum en tveggja mínútna brottvísunin þýddi að FH var manni færra og Eyjamenn nýttu liðsmuninn til að komast yfir. Þeir unnu svo leikinn, 31-29, og sendu FH í sumarfrí. Sigursteinn hoppaði í tvígang þegar hann vildi undirstrika að leikmaður ÍBV hefði fengið boltann í fótinn, og að FH ætti því að fá aukakast. „Að taka upp á þessu á þessu augnabliki, að gefa Sigursteini Arndal tvær mínútur, finnst mér í besta falli glórulaust. Þetta er risastór ákvörðun,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni, en umræðuna og atvikið örlagaríka má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Brottvísun þjálfara FH í framlengingu „Samkvæmt einhverri reglubók þá er hægt að réttlæta að þetta séu tvær mínútur. En við erum staddir í leik númer þrjú, í framlengingu, og hitinn ótrúlegur. Það var þvílík harka í leiknum, og ef dómararnir hefðu fylgt reglubókinni allan leikinn þá hefðu verið svona átta brottvísanir á hvort lið, slík var harkan, þannig að þeir voru að leyfa meira,“ sagði Theódór. „Hann er bara að sýna tilfinningar“ Stefán Árni Pálsson og Bjarni Fritzson sögðu dómarana hafa verið frábæra fram að þessum tímapunkti í leiknum en allir voru sammála um að þeir hefðu átt að sleppa brottvísuninni á Sigurstein. Sigursteinn kvaðst sjálfur í viðtali hafa brugðist sínu liði, en tók fram að handboltinn væri kominn á slæman stað ef að ekki mætti sýna tilfinningar eins og hann gerði. Bjarni kvaðst mikið á móti dómaratuði og sagði Sigurstein jafnan haga sér vel gagnvart dómurum: „En þarna ertu bara í framlengingu, tímabilið er undir, það er fótur, og þú bara missir þig í stemningunni. Mér fannst þetta mjög sárt. Þetta er ósanngjarnt. Hann er bara að sýna tilfinningar. Hann er bara að hoppa, berjast fyrir lífi sínu með liðinu. Horfið í gegnum fingur ykkar með þetta. Hann var ekki að ráðast að dómurunum endurtekið eða eitthvað slíkt. Þetta var bara: „Fótur! Komaaa!“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Mínúta var eftir af fyrri hálfleik framlengingar, FH-ingar 28-27 yfir og að því er virtist að vinna boltann af Eyjamönnum, þegar dómarar leiksins refsuðu Sigursteini fyrir að æsa sig á hliðarlínunni. Sigursteinn hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum en tveggja mínútna brottvísunin þýddi að FH var manni færra og Eyjamenn nýttu liðsmuninn til að komast yfir. Þeir unnu svo leikinn, 31-29, og sendu FH í sumarfrí. Sigursteinn hoppaði í tvígang þegar hann vildi undirstrika að leikmaður ÍBV hefði fengið boltann í fótinn, og að FH ætti því að fá aukakast. „Að taka upp á þessu á þessu augnabliki, að gefa Sigursteini Arndal tvær mínútur, finnst mér í besta falli glórulaust. Þetta er risastór ákvörðun,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni, en umræðuna og atvikið örlagaríka má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Brottvísun þjálfara FH í framlengingu „Samkvæmt einhverri reglubók þá er hægt að réttlæta að þetta séu tvær mínútur. En við erum staddir í leik númer þrjú, í framlengingu, og hitinn ótrúlegur. Það var þvílík harka í leiknum, og ef dómararnir hefðu fylgt reglubókinni allan leikinn þá hefðu verið svona átta brottvísanir á hvort lið, slík var harkan, þannig að þeir voru að leyfa meira,“ sagði Theódór. „Hann er bara að sýna tilfinningar“ Stefán Árni Pálsson og Bjarni Fritzson sögðu dómarana hafa verið frábæra fram að þessum tímapunkti í leiknum en allir voru sammála um að þeir hefðu átt að sleppa brottvísuninni á Sigurstein. Sigursteinn kvaðst sjálfur í viðtali hafa brugðist sínu liði, en tók fram að handboltinn væri kominn á slæman stað ef að ekki mætti sýna tilfinningar eins og hann gerði. Bjarni kvaðst mikið á móti dómaratuði og sagði Sigurstein jafnan haga sér vel gagnvart dómurum: „En þarna ertu bara í framlengingu, tímabilið er undir, það er fótur, og þú bara missir þig í stemningunni. Mér fannst þetta mjög sárt. Þetta er ósanngjarnt. Hann er bara að sýna tilfinningar. Hann er bara að hoppa, berjast fyrir lífi sínu með liðinu. Horfið í gegnum fingur ykkar með þetta. Hann var ekki að ráðast að dómurunum endurtekið eða eitthvað slíkt. Þetta var bara: „Fótur! Komaaa!“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti