„Ef Diljá kemst ekki áfram er Eurovision dauðadæmt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2023 18:01 Helio Roque sveipaður íslenskum fána í blaðamannahöllinni í Liverpool. Vísir/helena Einn stærsti aðdáandi Diljár, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, heldur til í blaðamannahöllinni í Liverpool um þessar mundir. Hann heitir Helio Roque og er spænskur Eurovision-blaðamaður. „Power er eitt af uppáhaldslögum mínum í ár vegna textans, þýðingar hans og ekki síst vegna þess hvernig ég get sótt í það þegar bjátar á. Í laginu er einnig ein sterkasta rödd keppninnar í ár. Að sjálfsögðu er ég mjög hrifinn af Power,“ segir Helio í samtali við Eurovísi í blaðamannahöllinni. Hann fylgdist með Diljá í Söngvakeppninni heima á Íslandi og heillaðist af henni þar. „Ég vona það innilega og ef hún gerir það ekki þá er Eurovision dauðadæmt,“ segir Helio kíminn. Og hann mun hvetja Ísland áfram í kvöld. „Hér í blaðamannahöllinni verð ég sveipaður íslenska fánanum og styð Diljá og Power.“ Helio var viðmælandi fjórða þáttar Eurovísis sem birtist í dag. Viðtalið við hann hefst á mínútu 7:10 í spilaranum hér fyrir neðan. Diljá verður sjöunda á svið í seinni undanúrslitum Eurovision í Liverpool í kvöld. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og Eurovísir lýsir keppninni beint úr blaðamannahöllinni, eins og á þriðjudag. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Diljá og keppinautum hennar gekk á rennsli Framlögin sextán sem keppa í seinni undankeppni Eurovision í kvöld voru öll flutt á búningarennsli síðdegis í Eurovision-höllinni í gær að viðstöddum blaðamönnum. Í myndskeiðunum hér fyrir neðan má sjá búta úr vel völdum atriðum, þar á meðal íslenska atriðið, sem Helena Rakel Jóhannesdóttir, framleiðandi Eurovísis tók upp. 11. maí 2023 16:23 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar. 10. maí 2023 22:04 Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
„Power er eitt af uppáhaldslögum mínum í ár vegna textans, þýðingar hans og ekki síst vegna þess hvernig ég get sótt í það þegar bjátar á. Í laginu er einnig ein sterkasta rödd keppninnar í ár. Að sjálfsögðu er ég mjög hrifinn af Power,“ segir Helio í samtali við Eurovísi í blaðamannahöllinni. Hann fylgdist með Diljá í Söngvakeppninni heima á Íslandi og heillaðist af henni þar. „Ég vona það innilega og ef hún gerir það ekki þá er Eurovision dauðadæmt,“ segir Helio kíminn. Og hann mun hvetja Ísland áfram í kvöld. „Hér í blaðamannahöllinni verð ég sveipaður íslenska fánanum og styð Diljá og Power.“ Helio var viðmælandi fjórða þáttar Eurovísis sem birtist í dag. Viðtalið við hann hefst á mínútu 7:10 í spilaranum hér fyrir neðan. Diljá verður sjöunda á svið í seinni undanúrslitum Eurovision í Liverpool í kvöld. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og Eurovísir lýsir keppninni beint úr blaðamannahöllinni, eins og á þriðjudag. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Diljá og keppinautum hennar gekk á rennsli Framlögin sextán sem keppa í seinni undankeppni Eurovision í kvöld voru öll flutt á búningarennsli síðdegis í Eurovision-höllinni í gær að viðstöddum blaðamönnum. Í myndskeiðunum hér fyrir neðan má sjá búta úr vel völdum atriðum, þar á meðal íslenska atriðið, sem Helena Rakel Jóhannesdóttir, framleiðandi Eurovísis tók upp. 11. maí 2023 16:23 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar. 10. maí 2023 22:04 Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Sjáðu hvernig Diljá og keppinautum hennar gekk á rennsli Framlögin sextán sem keppa í seinni undankeppni Eurovision í kvöld voru öll flutt á búningarennsli síðdegis í Eurovision-höllinni í gær að viðstöddum blaðamönnum. Í myndskeiðunum hér fyrir neðan má sjá búta úr vel völdum atriðum, þar á meðal íslenska atriðið, sem Helena Rakel Jóhannesdóttir, framleiðandi Eurovísis tók upp. 11. maí 2023 16:23
Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00
Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar. 10. maí 2023 22:04
Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50