Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. maí 2023 13:25 Formaður ADHD samtakana, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerð varðandi ADHD-lyfjanotkun flugliða breytt. Th: Vísir/Arnar. Tv: Vísir/Vilhelm Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. Í tölvupósti sem starfsfólki Icelandair barst í gær kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan sú að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Ekkert nýtt af nálinni nema skimanir Flugrekstrarstjóri Icelandair, Haukur Reynisson, segir í samtali við fréttstofu að málið sé ekki nýtt af nálinni, allt starfsfólk sé upplýst um hvaða lyf séu leyfileg þegar það hefji störf hjá félaginu. Starfsfólki ætti því að vera vel kunnugt um að notkun ákveðinna ADHD-lyfja sé ekki leyfileg. Haukir segir að það sem sé nýtt og hafi komið fram í tilkynningunni sé að nú geti starfsfólk átt von á tilviljanarkenndum skimunum bæði hérlendis sem og erlendis. Segir starfsfólk geta lent í fangelsi Formaður ADHD samtakana, Vilhjálmur Hjálmarsson, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerðinni breytt. „Það er ekkert eðlilegt að heilli starfsstétt, í þessu tilfelli flugliðum, sé bannað að taka þau lyf sem þau þurfa til að fúnkera eðlilega og betur en ella. Þetta er fornaldarhugsunarháttur, en hann byggir vissulega á flóknum alþjóðlegum reglum um flugöryggi. Icelandair ásamt stéttarfélögum þessa aðila eiga, ásamt okkur í ADHD samtökunum eiga að ganga í málið.“ Aðspurður um hvort hann líti svo á að verið sé að stilla fólki upp við vegg og annað hvort fara fram á að það hætti á lyfjunum eða segi upp starfinu sínu segir Vilhjálmur að það sé klárlega tilfellið. Það er ekkert grín ef þú ert settur í skimun. Ef þú ert í landi til dæmis þar sem svona efni eru bönnuð þá geturðu hreinlega lent í fangelsi. Vilhjálmur segir málið hafa áhrif á fjölda fólks. „Þetta á ekki aðeins við um ADHD-lyf. Þau innihalda í fyrsta lagi ekki öll einhver örvandi efni, en þetta á við um mjög mörg lyf sem snúa að geðrænum málum, hvort sem þau byggja á örvandi efnum eða ekki. Það verður fullt af fólki sem mun eiga erfitt með að halda sinni vinnu og vera í sinni vinnu.“ Fréttir af flugi Icelandair Lyf Hugvíkkandi efni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í tölvupósti sem starfsfólki Icelandair barst í gær kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan sú að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Ekkert nýtt af nálinni nema skimanir Flugrekstrarstjóri Icelandair, Haukur Reynisson, segir í samtali við fréttstofu að málið sé ekki nýtt af nálinni, allt starfsfólk sé upplýst um hvaða lyf séu leyfileg þegar það hefji störf hjá félaginu. Starfsfólki ætti því að vera vel kunnugt um að notkun ákveðinna ADHD-lyfja sé ekki leyfileg. Haukir segir að það sem sé nýtt og hafi komið fram í tilkynningunni sé að nú geti starfsfólk átt von á tilviljanarkenndum skimunum bæði hérlendis sem og erlendis. Segir starfsfólk geta lent í fangelsi Formaður ADHD samtakana, Vilhjálmur Hjálmarsson, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerðinni breytt. „Það er ekkert eðlilegt að heilli starfsstétt, í þessu tilfelli flugliðum, sé bannað að taka þau lyf sem þau þurfa til að fúnkera eðlilega og betur en ella. Þetta er fornaldarhugsunarháttur, en hann byggir vissulega á flóknum alþjóðlegum reglum um flugöryggi. Icelandair ásamt stéttarfélögum þessa aðila eiga, ásamt okkur í ADHD samtökunum eiga að ganga í málið.“ Aðspurður um hvort hann líti svo á að verið sé að stilla fólki upp við vegg og annað hvort fara fram á að það hætti á lyfjunum eða segi upp starfinu sínu segir Vilhjálmur að það sé klárlega tilfellið. Það er ekkert grín ef þú ert settur í skimun. Ef þú ert í landi til dæmis þar sem svona efni eru bönnuð þá geturðu hreinlega lent í fangelsi. Vilhjálmur segir málið hafa áhrif á fjölda fólks. „Þetta á ekki aðeins við um ADHD-lyf. Þau innihalda í fyrsta lagi ekki öll einhver örvandi efni, en þetta á við um mjög mörg lyf sem snúa að geðrænum málum, hvort sem þau byggja á örvandi efnum eða ekki. Það verður fullt af fólki sem mun eiga erfitt með að halda sinni vinnu og vera í sinni vinnu.“
Fréttir af flugi Icelandair Lyf Hugvíkkandi efni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira