Ástin virðist blómstra á milli þeirra en þau mættu saman í afmælisveislu Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillz, í Sjálandi í Garðabæ á laugardagskvöld þar sem þau létu vel að hvort öðru.
Tómas starfar sem útvarpsmaður á X977 og stjórnar þáttunum Tommi Steindórs og Boltinn lýgur ekki.
Hrafnhildur hefur unnið til margra verðlauna sem afrekskona í sundi víðsvegar um heiminn og hafnaði meðal annars í 6. sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Þá hefur hún nokkrum sinnum verið valin íþróttakona Hafnarfjarðar og hafnaði í öðru sæti í kjörinu um íþróttamann ársins árið 2017.
Hrafnhildur er systir tónlistarmannsins Auðuns Lútherssonar, betur þekktur sem Auður.