Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. maí 2023 19:26 Hér hefur kýrin þegar verið hæfð tvisvar sinnum með skutul. Hún var hæfð fjórum sinnum á tveimur klukkustundum. Vísi/Skjáskot Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. Myndbandið var tekið upp af eftirlitsmanni á vegum Matvælastofnunar og birti Heimildin fyrst hluta þeirra í dag. Kýrin sem sést í þessu tiltekna myndbandi er ein tveggja sem þurfti að skjóta með fjórum sprengiskutlum til þess að aflífa. Á tímastimplum sést að dauðastríðið stóð yfir í tvær klukkustundir og í skýrslu Matvælastofnunar segir að dýrið hafi líklega upplifað miklar þjáningar á þeim tíma. Í myndbandinu sem sést í meðfylgjandi frétt sést blóðpollur myndast í kringum dýrið sem kemur reglulega upp og blæs og er skotið. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ítrekaði í dag að ekki stæði til að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. fyrir vertíðina sem nú er fram undan. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands fordæmir það og telur ljóst að brotið sé gegn lögum um dýravelferð „Mér finnst mjög sérstakt að það hafi engar afleiðingar. Þeir skulu bara fara aftur út og veiða og ég skil ekki alveg hvernig það getur gengið ef við hugsum um velferð dýranna,“ segir Bára. Hún segir ljóst að dýrið hafi upplifað mikinn sárauka og mikla streitu að þetta fyrirkomulag yrði ekki liðið við aflífun annarra spendýra. Bára segir vandséð að veiðin geti yfir höfuð uppfyllt lagakröfur. Undarlegt sé að fara inn í vertíðina með þessi gögn fyrirliggjandi. „Ef við gerum þetta eins, og með þessum hætti, og það eru um þrjátíu prósent dýranna að líða miklar þjáningar er enginn vafi á því að við erum að brjóta gegn velferð dýra.“ Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Myndbandið var tekið upp af eftirlitsmanni á vegum Matvælastofnunar og birti Heimildin fyrst hluta þeirra í dag. Kýrin sem sést í þessu tiltekna myndbandi er ein tveggja sem þurfti að skjóta með fjórum sprengiskutlum til þess að aflífa. Á tímastimplum sést að dauðastríðið stóð yfir í tvær klukkustundir og í skýrslu Matvælastofnunar segir að dýrið hafi líklega upplifað miklar þjáningar á þeim tíma. Í myndbandinu sem sést í meðfylgjandi frétt sést blóðpollur myndast í kringum dýrið sem kemur reglulega upp og blæs og er skotið. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ítrekaði í dag að ekki stæði til að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. fyrir vertíðina sem nú er fram undan. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands fordæmir það og telur ljóst að brotið sé gegn lögum um dýravelferð „Mér finnst mjög sérstakt að það hafi engar afleiðingar. Þeir skulu bara fara aftur út og veiða og ég skil ekki alveg hvernig það getur gengið ef við hugsum um velferð dýranna,“ segir Bára. Hún segir ljóst að dýrið hafi upplifað mikinn sárauka og mikla streitu að þetta fyrirkomulag yrði ekki liðið við aflífun annarra spendýra. Bára segir vandséð að veiðin geti yfir höfuð uppfyllt lagakröfur. Undarlegt sé að fara inn í vertíðina með þessi gögn fyrirliggjandi. „Ef við gerum þetta eins, og með þessum hætti, og það eru um þrjátíu prósent dýranna að líða miklar þjáningar er enginn vafi á því að við erum að brjóta gegn velferð dýra.“
Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira