Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. maí 2023 19:26 Hér hefur kýrin þegar verið hæfð tvisvar sinnum með skutul. Hún var hæfð fjórum sinnum á tveimur klukkustundum. Vísi/Skjáskot Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. Myndbandið var tekið upp af eftirlitsmanni á vegum Matvælastofnunar og birti Heimildin fyrst hluta þeirra í dag. Kýrin sem sést í þessu tiltekna myndbandi er ein tveggja sem þurfti að skjóta með fjórum sprengiskutlum til þess að aflífa. Á tímastimplum sést að dauðastríðið stóð yfir í tvær klukkustundir og í skýrslu Matvælastofnunar segir að dýrið hafi líklega upplifað miklar þjáningar á þeim tíma. Í myndbandinu sem sést í meðfylgjandi frétt sést blóðpollur myndast í kringum dýrið sem kemur reglulega upp og blæs og er skotið. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ítrekaði í dag að ekki stæði til að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. fyrir vertíðina sem nú er fram undan. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands fordæmir það og telur ljóst að brotið sé gegn lögum um dýravelferð „Mér finnst mjög sérstakt að það hafi engar afleiðingar. Þeir skulu bara fara aftur út og veiða og ég skil ekki alveg hvernig það getur gengið ef við hugsum um velferð dýranna,“ segir Bára. Hún segir ljóst að dýrið hafi upplifað mikinn sárauka og mikla streitu að þetta fyrirkomulag yrði ekki liðið við aflífun annarra spendýra. Bára segir vandséð að veiðin geti yfir höfuð uppfyllt lagakröfur. Undarlegt sé að fara inn í vertíðina með þessi gögn fyrirliggjandi. „Ef við gerum þetta eins, og með þessum hætti, og það eru um þrjátíu prósent dýranna að líða miklar þjáningar er enginn vafi á því að við erum að brjóta gegn velferð dýra.“ Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Myndbandið var tekið upp af eftirlitsmanni á vegum Matvælastofnunar og birti Heimildin fyrst hluta þeirra í dag. Kýrin sem sést í þessu tiltekna myndbandi er ein tveggja sem þurfti að skjóta með fjórum sprengiskutlum til þess að aflífa. Á tímastimplum sést að dauðastríðið stóð yfir í tvær klukkustundir og í skýrslu Matvælastofnunar segir að dýrið hafi líklega upplifað miklar þjáningar á þeim tíma. Í myndbandinu sem sést í meðfylgjandi frétt sést blóðpollur myndast í kringum dýrið sem kemur reglulega upp og blæs og er skotið. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ítrekaði í dag að ekki stæði til að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. fyrir vertíðina sem nú er fram undan. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands fordæmir það og telur ljóst að brotið sé gegn lögum um dýravelferð „Mér finnst mjög sérstakt að það hafi engar afleiðingar. Þeir skulu bara fara aftur út og veiða og ég skil ekki alveg hvernig það getur gengið ef við hugsum um velferð dýranna,“ segir Bára. Hún segir ljóst að dýrið hafi upplifað mikinn sárauka og mikla streitu að þetta fyrirkomulag yrði ekki liðið við aflífun annarra spendýra. Bára segir vandséð að veiðin geti yfir höfuð uppfyllt lagakröfur. Undarlegt sé að fara inn í vertíðina með þessi gögn fyrirliggjandi. „Ef við gerum þetta eins, og með þessum hætti, og það eru um þrjátíu prósent dýranna að líða miklar þjáningar er enginn vafi á því að við erum að brjóta gegn velferð dýra.“
Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira