„Stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 13. maí 2023 18:41 Arnar Grétarsson var sáttur með sína menn í dag. Vísir/Hulda Margrét „Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er einn af erfiðustu útivöllunum að koma á og að spila eins og við gerðum er frábært,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 4-0 sigur á KA mönnum á Greifavellinum í dag. „Fyrri hálfleikur er eitt af því besta sem ég hef séð hingað til frá mínu liði. Við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda og skoruðum stórglæsileg mörk, við kláruðum leikinn í fyrri hálfleik en gerðum einnig vel í þeim síðari. Við vissum að KA menn myndu koma með læti inn í seinni og við þyrftum að vera klárir.“ Adam Ægir Pálsson kom Val á bragðið þegar aðeins 40 sekúndum voru liðnar af leiknum. „Það hjálpaði að fá mark strax, það er enginn spurning en mér fannst við bara mæta frá fyrstu mínútu sem hefur ekki verið í öllum leikjum hingað til. Við höfum stundum notað fyrstu mínúturnar til að koma okkur í gang en hér vorum við klárir frá fyrstu mínútu og til þeirra síðustu.“ Valur hefur nú skorað 21 mark í 5 leikjum. „Í heild sinni er sóknarleikurinn bara góður, við erum að halda vel í boltann og það er mikið flæði hjá okkur. Við erum með hrikalega öfluga bakverði sem koma mikið upp og svo hafa allir leikmennirnir vera að koma að mörkunum okkar. Það er mjög jákvætt þegar þú ert að fá mörk frá mörgum stöðum af vellinum, mjög gaman þegar svona margir komast á blað.“ „Við erum komnir á flottan stað og ef menn eru tilbúnir að vinna fyrir hvern annan áfram þá erum við mjög góðir í fótbolta. Við verðum bara að halda áfram enda koma leikirnir á færibandi og þetta er alltaf spurning um næsta leik. Það er klisja en það er bara þannig.“ Valur er tímabundið komið í fyrsta sætið með 18 stig og markatöluna 23-7. „Það er gott að vera komin með 18 stig eftir sjö leiki en það er ótrúlega mikið eftir. Við þurfum þessa frammistöðu eins og í síðustu þremur leikjum áfram inn í mótið, það hjálpar okkur ekki hvað við höfum gert heldur hvort við ætlum að halda því áfram í næstu leikjum.“ Framundan er leikur í bikarnum á móti Grindavík en sá leikur fer fram á fimmtudaginn. „Við erum hrikalega ánægðir en þessi leikur gefur okkar meira en bara þetta, hann gefur okkur ekkert á móti Grindavík í bikarnum sem er næsti leikur. Þannig við fögnum í dag, njótum á morgun og svo er bara labbirnar á jörðina og undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ KA Valur Besta deild karla Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira
„Fyrri hálfleikur er eitt af því besta sem ég hef séð hingað til frá mínu liði. Við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda og skoruðum stórglæsileg mörk, við kláruðum leikinn í fyrri hálfleik en gerðum einnig vel í þeim síðari. Við vissum að KA menn myndu koma með læti inn í seinni og við þyrftum að vera klárir.“ Adam Ægir Pálsson kom Val á bragðið þegar aðeins 40 sekúndum voru liðnar af leiknum. „Það hjálpaði að fá mark strax, það er enginn spurning en mér fannst við bara mæta frá fyrstu mínútu sem hefur ekki verið í öllum leikjum hingað til. Við höfum stundum notað fyrstu mínúturnar til að koma okkur í gang en hér vorum við klárir frá fyrstu mínútu og til þeirra síðustu.“ Valur hefur nú skorað 21 mark í 5 leikjum. „Í heild sinni er sóknarleikurinn bara góður, við erum að halda vel í boltann og það er mikið flæði hjá okkur. Við erum með hrikalega öfluga bakverði sem koma mikið upp og svo hafa allir leikmennirnir vera að koma að mörkunum okkar. Það er mjög jákvætt þegar þú ert að fá mörk frá mörgum stöðum af vellinum, mjög gaman þegar svona margir komast á blað.“ „Við erum komnir á flottan stað og ef menn eru tilbúnir að vinna fyrir hvern annan áfram þá erum við mjög góðir í fótbolta. Við verðum bara að halda áfram enda koma leikirnir á færibandi og þetta er alltaf spurning um næsta leik. Það er klisja en það er bara þannig.“ Valur er tímabundið komið í fyrsta sætið með 18 stig og markatöluna 23-7. „Það er gott að vera komin með 18 stig eftir sjö leiki en það er ótrúlega mikið eftir. Við þurfum þessa frammistöðu eins og í síðustu þremur leikjum áfram inn í mótið, það hjálpar okkur ekki hvað við höfum gert heldur hvort við ætlum að halda því áfram í næstu leikjum.“ Framundan er leikur í bikarnum á móti Grindavík en sá leikur fer fram á fimmtudaginn. „Við erum hrikalega ánægðir en þessi leikur gefur okkar meira en bara þetta, hann gefur okkur ekkert á móti Grindavík í bikarnum sem er næsti leikur. Þannig við fögnum í dag, njótum á morgun og svo er bara labbirnar á jörðina og undirbúa okkur fyrir næsta leik.“
KA Valur Besta deild karla Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira