„Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum“ Hinrik Wöhler skrifar 13. maí 2023 19:15 Rúnar í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þurfti að sætta sig við 1-0 tap á móti Breiðablik á Meistaravöllum í dag. Hann var svekktur eftir leikinn en þetta var baráttuleikur sem gat fallið báðum megin að mati Rúnars. „Tilfinningin er alltaf jafn súr þegar þú tapar fótboltaleikjum. Leikurinn var erfiður fyrir bæði lið, mikil stöðubarátta. Tvö skot á mark í öllum leiknum, við fengum eitt á okkur og þeir fengu eitt á sig og þeir vinna 1-0. Bara sorglegt, leikmennirnir mínir lögðu ótrúlega mikla vinnu í þetta og börðust. Þeir sýndu að þeir vilja virkilega standa sig fyrir félagið. Því miður þá hvorki skorum við né höldum hreinu, það er bara sem skiptir máli í dag,“ sagði Rúnar eftir leikinn í dag. Leikurinn var lokaður framan af og áttu liðin í erfiðleikum að skapa sér færi á þungum og blautum velli. Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Íslandsmeistaranna með marki á 82. mínútu leiksins. „Mér finnst við ekki eiga að tapa honum, það eru nánast engin færi í leiknum og hann er mjög lokaður. Í fyrri hálfleik var mikil rigning og vindur sem gerir það að verkum að það er erfitt að spila og við náum ekki eins löngum köflum og þeir. Þó nægilega mikið til að búa eitthvað til, það vantar smá sjálfstraust og eðlilega eru þetta búnar að vera erfiðar vikur. Maður sér kannski muninn á liðunum að Blikar þorðu meira að taka boltann niður en við og það hefur með sjálfstraustið að gera.“ Grasvöllurinn í Vesturbæ hefur ekki komið vel undan vetri, líkt og flestir grasvellir landsins. Úrhellisrigning var fyrir og á meðan leik stóð sem gerði leikmönnum afar erfitt fyrir. „Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum og það vill enginn fara á fótboltaleiki í svona veðri. Þetta er bara hluti af þessu, Íslandsmótið er þannig núna og leikirnir fara fram. Veturinn búinn að vera erfiður og völlurinn ekki tilbúinn og þá er það svoleiðis,“ sagði Rúnar um vallaraðstæður í dag. KR hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu, liðið situr í fallsæti og hefur ekki sigrað leik síðan á móti Keflavík í annarri umferð. Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur liðið hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og er það gífurlegt áhyggjuefni að mati Rúnars. „Staðan er mjög erfið fyrir okkur alla, við erum ekki búnir að skora í fimm leikjum í röð og það er alvarleg staða. Liðið stóð sig vel og lagði á sig vinnu og börðust. Ég get ekki farið inn í klefa og skammað þá fyrir að hafa ekki lagt sig fram en þetta féll með Blikum.“ Rúnar býst við að KR-ingar munu ræða stöðu mála líkt og þeir hafa gert undanfarnar vikur. „Við erum búnir að setjast niður síðastliðnar vikur og við munum væntanlega setjast niður aftur núna. Það er bara næsta verkefni, það er æfing á mánudaginn og svo er leikur í vikunni. Við sjáum hvernig það fer,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
„Tilfinningin er alltaf jafn súr þegar þú tapar fótboltaleikjum. Leikurinn var erfiður fyrir bæði lið, mikil stöðubarátta. Tvö skot á mark í öllum leiknum, við fengum eitt á okkur og þeir fengu eitt á sig og þeir vinna 1-0. Bara sorglegt, leikmennirnir mínir lögðu ótrúlega mikla vinnu í þetta og börðust. Þeir sýndu að þeir vilja virkilega standa sig fyrir félagið. Því miður þá hvorki skorum við né höldum hreinu, það er bara sem skiptir máli í dag,“ sagði Rúnar eftir leikinn í dag. Leikurinn var lokaður framan af og áttu liðin í erfiðleikum að skapa sér færi á þungum og blautum velli. Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Íslandsmeistaranna með marki á 82. mínútu leiksins. „Mér finnst við ekki eiga að tapa honum, það eru nánast engin færi í leiknum og hann er mjög lokaður. Í fyrri hálfleik var mikil rigning og vindur sem gerir það að verkum að það er erfitt að spila og við náum ekki eins löngum köflum og þeir. Þó nægilega mikið til að búa eitthvað til, það vantar smá sjálfstraust og eðlilega eru þetta búnar að vera erfiðar vikur. Maður sér kannski muninn á liðunum að Blikar þorðu meira að taka boltann niður en við og það hefur með sjálfstraustið að gera.“ Grasvöllurinn í Vesturbæ hefur ekki komið vel undan vetri, líkt og flestir grasvellir landsins. Úrhellisrigning var fyrir og á meðan leik stóð sem gerði leikmönnum afar erfitt fyrir. „Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum og það vill enginn fara á fótboltaleiki í svona veðri. Þetta er bara hluti af þessu, Íslandsmótið er þannig núna og leikirnir fara fram. Veturinn búinn að vera erfiður og völlurinn ekki tilbúinn og þá er það svoleiðis,“ sagði Rúnar um vallaraðstæður í dag. KR hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu, liðið situr í fallsæti og hefur ekki sigrað leik síðan á móti Keflavík í annarri umferð. Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur liðið hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og er það gífurlegt áhyggjuefni að mati Rúnars. „Staðan er mjög erfið fyrir okkur alla, við erum ekki búnir að skora í fimm leikjum í röð og það er alvarleg staða. Liðið stóð sig vel og lagði á sig vinnu og börðust. Ég get ekki farið inn í klefa og skammað þá fyrir að hafa ekki lagt sig fram en þetta féll með Blikum.“ Rúnar býst við að KR-ingar munu ræða stöðu mála líkt og þeir hafa gert undanfarnar vikur. „Við erum búnir að setjast niður síðastliðnar vikur og við munum væntanlega setjast niður aftur núna. Það er bara næsta verkefni, það er æfing á mánudaginn og svo er leikur í vikunni. Við sjáum hvernig það fer,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55