Hundruð þúsundir flýja öflugan fellibyl Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 08:22 Börn leita skjóls fyrir rigningu á undan fellibylnum Mocha í Sittwe í Rakhine-ríki í Búrma í dag. AP Fellibylurinn Mocha stefnir nú á strendur Bangladess og Búrma með sjávarflóðum á svæðum þar sem um tvær milljónir manna búa. Hundruð þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu fyrir komu bylsins. Mocha er sagður öflugasti fellibylur sem gengið hefur inn í Bengalflóa í áratug. Honum fylgir úrhellisrigning og vindhraði upp á 54 metra á sekúndu. Spáð er allt að fjögurra metra háum sjávarflóðum sem gætu ógnað þorpum á láglendissvæðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hjálparstofnanir óttast að bylurinn ógni meira en milljón róhingja sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox's Bazar í Bangladess. Um hálf milljón þeirra eru börn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Neyðarskýli í skólum og hofum þar eru nú sögð yfirfull. Lögreglumenn hvöttu fólk til að leita skjóls og forðast ströndina í gær. Stjórnvöld í Bangladess lýstu yfir hæsta mögulega viðbúnaðarstigi fyrir borgina. Veðurstofan þar í landi telur bylinn ógna lífi og eigum fólks í átta héruðum við strandlengjuna. Varað er við því að skýfall sem fylgir bylnum geti komið af stað aurskriðum á hlíðóttum svæðum, þar á meðal í Cox's Bazar. „Að fellibylur lendi á svæði þar sem mannúðarástand er þegar svo slæmt er alger martröð sem hefur áhrif á hundruð þúsundir viðkvæmra einstaklinga sem hafa skert baráttuþrek eftir röð áfalla,“ segir A.I. Ramanathan Balakrishnan sem skipuleggur mannúðarstarf Sameinuðu þjóðanna í Bangladess. Ástandið er ekki betra í Búrma. Talið er að sex milljónir manna séu aðstoðar þurfi í Rakhine í Búrma. Blóðug átök hafa geisað á milli andspyrnuhópa og hersins eftir að herforingjar rændu völdum í landinu fyrir tveimur árum. Bangladess Mjanmar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Mocha er sagður öflugasti fellibylur sem gengið hefur inn í Bengalflóa í áratug. Honum fylgir úrhellisrigning og vindhraði upp á 54 metra á sekúndu. Spáð er allt að fjögurra metra háum sjávarflóðum sem gætu ógnað þorpum á láglendissvæðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hjálparstofnanir óttast að bylurinn ógni meira en milljón róhingja sem hafast við í flóttamannabúðum í Cox's Bazar í Bangladess. Um hálf milljón þeirra eru börn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Neyðarskýli í skólum og hofum þar eru nú sögð yfirfull. Lögreglumenn hvöttu fólk til að leita skjóls og forðast ströndina í gær. Stjórnvöld í Bangladess lýstu yfir hæsta mögulega viðbúnaðarstigi fyrir borgina. Veðurstofan þar í landi telur bylinn ógna lífi og eigum fólks í átta héruðum við strandlengjuna. Varað er við því að skýfall sem fylgir bylnum geti komið af stað aurskriðum á hlíðóttum svæðum, þar á meðal í Cox's Bazar. „Að fellibylur lendi á svæði þar sem mannúðarástand er þegar svo slæmt er alger martröð sem hefur áhrif á hundruð þúsundir viðkvæmra einstaklinga sem hafa skert baráttuþrek eftir röð áfalla,“ segir A.I. Ramanathan Balakrishnan sem skipuleggur mannúðarstarf Sameinuðu þjóðanna í Bangladess. Ástandið er ekki betra í Búrma. Talið er að sex milljónir manna séu aðstoðar þurfi í Rakhine í Búrma. Blóðug átök hafa geisað á milli andspyrnuhópa og hersins eftir að herforingjar rændu völdum í landinu fyrir tveimur árum.
Bangladess Mjanmar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira