Kertaljós fyrir 40 árum af HIV á Íslandi Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 15. maí 2023 07:01 Í ár eru liðin 40 ár frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi og 35 ár frá því að samtökin HIV Ísland voru stofnuð. Saga sjúkdómsins er sársaukafull en þar er jafnframt að finna sögur af sálgæslu, samstöðu og fegurð. Félagið var stofnað þann 5. desember 1998 og nefndist þá Samtök áhugafólks um alnæmisvandann. Sr. Jón Bjarman sjúkrahúsprestur var meðal þeirra sem unnu að stofnun samtakanna og sat jafnframt í fyrstu stjórn þeirra. Jón var merkilegur prestur sem skrifaði bók um störf sín í þágu fanga á Íslandi er heitir Af föngum og frjálsum mönnum. Þegar sr. Jón lést árið 2011 vottaði HIV Ísland honum virðingu sína með orðunum „Hann var baráttumaður um mannréttindi í víðum skilningi og taldi kjark í þá sem vantreystu sér í baráttu fyrir rétti sínum. Hann var einstaklega laginn í mannlegum samskiptum og mannasættir“. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland lýsir stofnun samtakanna þannig að „við erum þarna hópur af fólki, og ég sem HIV jákvæður ungur maður þá, hún Auður Matthíasdóttir félagsráðgjafi og það er hópur af fólki sem myndast í kringum þetta. Það var Guðrún Ögmundsdóttir og systir hennar Hulda Waddel, og Guðni Baldursson, fyrsti formaður Samtakanna 78. Sr. Jón var einstakur maður, hann var aðeins eldri en við sem vorum þarna og síðan var Stella Hauksdóttir og ég held að mörg þeirra hafi verið í fyrstu stjórninni. Ég verð að nefna Þorvald Kristinsson líka, sem var formaður Samtakanna 78 þá.“ Í nær 30 ár hefur verið haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík minningar- og vonarstund sem á alþjóðavísu nefnist HIV candlelight memorial service. Fyrstu stundirnar voru haldnar í öðrum kirkjum en frá árinu 1995 hefur þessi stund verið haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík. Einar Þór lýsir því með áhrifaríkum hætti hvernig að stundirnar hafi skipt sköpum þegar faraldurinn stóð sem hæst en með tilkomu lyfja og lækkandi dánartíðni hafi þakklæti og gleði einkennt stundirnar í bland við sorg. „Ég man eftir þessari samverustund hér, þar sem menn voru fárveikir og einhverjir voru kannski nýdánir, þá voru þetta erfiðar og þungar stundir.“ Þáttur Fríkirkjunnar í Reykjavík í réttindabaráttu hinsegin fólks er veigamikill og Margrét Pála Ólafsdóttir lýsti því í greininni Alnæmið flýtti fyrir að þegar ein hjúskaparlög gengu í gildi, „fyrsta jákvæða viðurkenningin á að við værum til og við mættum vera til í íslensku samfélagi, þessi stóru vatnaskil sem í mínum huga marka bara áður og eftir fyrir okkur gay fólk, þá vorum við með samkomu í Fríkirkjunni sem hafði verið eina kirkjan sem alltaf bauð okkur velkomin“. Einar Þór tekur undir það en hann segir: „frá þeim tíma sem ég þekki um miðjan tíunda áratuginn og við fórum að tengjast við Fríkirkjuna. Sr. Hjörtur Magni kemur 1998 og ég tengi það við hann og hans persónu, hvernig þetta breyttist þá. Allt í einu var einhver sem nefndi hlutina sínum nöfnum og það var ekki hálfkák eða tilgerð með það hvernig hlutirnir voru. Sjálfur man ég þegar hann fór að koma fram í fjölmiðlum með líf samkynhneigðra og að við ættum rétt til ásta og tilveru alveg eins og allir aðrir. Þetta er ekki lengra síðan, það er alveg ótrúlegt, 25 ár kannski. Sr. Hjörtur var mjög dáður og elskaður af þessum hópi hinsegin fólks. Ég held að hann hafi jarðað mjög marga hinsegin menn. Já, Fríkirkjan, hún stóð með! “ Þó sorgin og minningar hafi verið í forgrunni þessara stunda hefur gleðin jafnframt skipt sköpum. „Eftir að lyfin komu og þetta dimma þunga ský fór að rofa til og við fórum að eiga líf og lifa af og ná okkur aðeins upp úr því, þá er það samt þessi húmor í þessum hóp. Að skemmta sér, og tjútta og vera til. Þessi hópur og þessi minningarguðsþjónusta, sem hefur verið hérna í maí síðustu 30 árin og Hjörtur Magni talar um með glampa í augum og ég líka. Þetta er minningarstund en við erum líka að gleðjast og þakka fyrir. Þessi hópur er frjálsari einhvern veginn, út af lífsreynslunni. Við dönsum stundum og það hafa verið hér afrískar trommur og Magga Pálma í svakalegu stuði og allir hérna að syngja eitthvað flott upp til drottins himna og þakklæti. Að fá að vera til, það er æðislegt. Þannig ætlum við að hafa það núna 21. maí.“ Mannréttindabarátta hinsegin fólks á Íslandi og barátta HIV jákvæðra fyrir virðingu og viðurkenningu hefur kennt okkur Íslendingum, annarsvegar að viðhorfum má breyta og að það er hægt að ná raunverulegum framförum í mannréttindum þrátt fyrir mótstöðu og hinsvegar hversu máttug gleðin er sem baráttutæki. Gleðin er ekki léttúð, hún er afstaða þess sem tekst á við lífið af heilindum og krefst þess að njóta þess. Nú þegar Samtökin ´78 fagna 45 ára stofnafmæli og 40 ár eru liðin frá fyrsta HIV smitinu á Íslandi er samtímis hægt að syrgja það sem hinsegin fólk hefur þurft að þola og fagna yfir þeirri sálgæslu, samstöðu og fegurð sem finna má í sögu þeirra. Megi ástin að eilífu bera sigur af hólmi. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru liðin 40 ár frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi og 35 ár frá því að samtökin HIV Ísland voru stofnuð. Saga sjúkdómsins er sársaukafull en þar er jafnframt að finna sögur af sálgæslu, samstöðu og fegurð. Félagið var stofnað þann 5. desember 1998 og nefndist þá Samtök áhugafólks um alnæmisvandann. Sr. Jón Bjarman sjúkrahúsprestur var meðal þeirra sem unnu að stofnun samtakanna og sat jafnframt í fyrstu stjórn þeirra. Jón var merkilegur prestur sem skrifaði bók um störf sín í þágu fanga á Íslandi er heitir Af föngum og frjálsum mönnum. Þegar sr. Jón lést árið 2011 vottaði HIV Ísland honum virðingu sína með orðunum „Hann var baráttumaður um mannréttindi í víðum skilningi og taldi kjark í þá sem vantreystu sér í baráttu fyrir rétti sínum. Hann var einstaklega laginn í mannlegum samskiptum og mannasættir“. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland lýsir stofnun samtakanna þannig að „við erum þarna hópur af fólki, og ég sem HIV jákvæður ungur maður þá, hún Auður Matthíasdóttir félagsráðgjafi og það er hópur af fólki sem myndast í kringum þetta. Það var Guðrún Ögmundsdóttir og systir hennar Hulda Waddel, og Guðni Baldursson, fyrsti formaður Samtakanna 78. Sr. Jón var einstakur maður, hann var aðeins eldri en við sem vorum þarna og síðan var Stella Hauksdóttir og ég held að mörg þeirra hafi verið í fyrstu stjórninni. Ég verð að nefna Þorvald Kristinsson líka, sem var formaður Samtakanna 78 þá.“ Í nær 30 ár hefur verið haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík minningar- og vonarstund sem á alþjóðavísu nefnist HIV candlelight memorial service. Fyrstu stundirnar voru haldnar í öðrum kirkjum en frá árinu 1995 hefur þessi stund verið haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík. Einar Þór lýsir því með áhrifaríkum hætti hvernig að stundirnar hafi skipt sköpum þegar faraldurinn stóð sem hæst en með tilkomu lyfja og lækkandi dánartíðni hafi þakklæti og gleði einkennt stundirnar í bland við sorg. „Ég man eftir þessari samverustund hér, þar sem menn voru fárveikir og einhverjir voru kannski nýdánir, þá voru þetta erfiðar og þungar stundir.“ Þáttur Fríkirkjunnar í Reykjavík í réttindabaráttu hinsegin fólks er veigamikill og Margrét Pála Ólafsdóttir lýsti því í greininni Alnæmið flýtti fyrir að þegar ein hjúskaparlög gengu í gildi, „fyrsta jákvæða viðurkenningin á að við værum til og við mættum vera til í íslensku samfélagi, þessi stóru vatnaskil sem í mínum huga marka bara áður og eftir fyrir okkur gay fólk, þá vorum við með samkomu í Fríkirkjunni sem hafði verið eina kirkjan sem alltaf bauð okkur velkomin“. Einar Þór tekur undir það en hann segir: „frá þeim tíma sem ég þekki um miðjan tíunda áratuginn og við fórum að tengjast við Fríkirkjuna. Sr. Hjörtur Magni kemur 1998 og ég tengi það við hann og hans persónu, hvernig þetta breyttist þá. Allt í einu var einhver sem nefndi hlutina sínum nöfnum og það var ekki hálfkák eða tilgerð með það hvernig hlutirnir voru. Sjálfur man ég þegar hann fór að koma fram í fjölmiðlum með líf samkynhneigðra og að við ættum rétt til ásta og tilveru alveg eins og allir aðrir. Þetta er ekki lengra síðan, það er alveg ótrúlegt, 25 ár kannski. Sr. Hjörtur var mjög dáður og elskaður af þessum hópi hinsegin fólks. Ég held að hann hafi jarðað mjög marga hinsegin menn. Já, Fríkirkjan, hún stóð með! “ Þó sorgin og minningar hafi verið í forgrunni þessara stunda hefur gleðin jafnframt skipt sköpum. „Eftir að lyfin komu og þetta dimma þunga ský fór að rofa til og við fórum að eiga líf og lifa af og ná okkur aðeins upp úr því, þá er það samt þessi húmor í þessum hóp. Að skemmta sér, og tjútta og vera til. Þessi hópur og þessi minningarguðsþjónusta, sem hefur verið hérna í maí síðustu 30 árin og Hjörtur Magni talar um með glampa í augum og ég líka. Þetta er minningarstund en við erum líka að gleðjast og þakka fyrir. Þessi hópur er frjálsari einhvern veginn, út af lífsreynslunni. Við dönsum stundum og það hafa verið hér afrískar trommur og Magga Pálma í svakalegu stuði og allir hérna að syngja eitthvað flott upp til drottins himna og þakklæti. Að fá að vera til, það er æðislegt. Þannig ætlum við að hafa það núna 21. maí.“ Mannréttindabarátta hinsegin fólks á Íslandi og barátta HIV jákvæðra fyrir virðingu og viðurkenningu hefur kennt okkur Íslendingum, annarsvegar að viðhorfum má breyta og að það er hægt að ná raunverulegum framförum í mannréttindum þrátt fyrir mótstöðu og hinsvegar hversu máttug gleðin er sem baráttutæki. Gleðin er ekki léttúð, hún er afstaða þess sem tekst á við lífið af heilindum og krefst þess að njóta þess. Nú þegar Samtökin ´78 fagna 45 ára stofnafmæli og 40 ár eru liðin frá fyrsta HIV smitinu á Íslandi er samtímis hægt að syrgja það sem hinsegin fólk hefur þurft að þola og fagna yfir þeirri sálgæslu, samstöðu og fegurð sem finna má í sögu þeirra. Megi ástin að eilífu bera sigur af hólmi. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun