„Ef þú ætlar að gera það segi ég bara „Fuck you“ og við svörum í sömu mynt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2023 21:40 Arnar var allt annað en sáttur með mótherja dagsins. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga sem sitja á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu, var allt annað en sáttur með FH-inga í kvöld. Sagði Arnar að andstæðingur kvöldsins hefði einfaldlega lagt upp úr að meiða sína menn. „Sterkur sigur, solid fyrri hálfleikur. Gátum gert aðeins betur og skorað fleiri mörk en í seinni hálfleik þegar FH-ingar missa hausinn – sem byrjaði í fyrri hálfleik – þá bara mættum við í baráttu.“ „Í nokkrum atriðum í seinni hálfleik voru FH-ingar alveg skelfilegir, fóru grimmt í okkar menn og ef þú ætlar að gera það segi ég bara „Fokk jú“ og við svörum í sömu mynt. Þú mætir ekkert á þennan völl og ætlar að taka svona leik á móti okkur, það gengur ekki upp.“ „Það byrjaði með Kjartan Henry [Finnbogason] olnbogaði Niko [Hansen]. Hef aldrei talað um dómara en þetta var augljós vítaspyrna og rautt spjald. Svo var hann heppinn að klippa ekki leikmann okkar niður í fyrri eða seinni hálfleik.“ Gísli Gottskál þurfti að yfirgefa völlinn eftir að Finnur Orri Margeirsson tæklaði hann illa undir lok leiks „Indælisdrengur hann Finnur en það var greinilega sagt eitthvað á borð við „nú skulum við taka á Víkingunum og berja þá aðeins niður“ í hálfleik. Gangi þeim vel, við mættum þeim bara og ég er hrikalega ánægður með þennan sigur.“ „Ökklinn lítur skelfilega út. Ég er ekki vanur að skæla eftir leik og fíla líkamleg átök og það er ekkert vandamál en þeir voru bara að reyna meiða menn. Ekkert flóknara en það. Vonandi er Gísli í lagi því það er mikilvægt mót með U-19 ára landsliðinu í byrjun júlí.“ Um stöðuna í deildinni „Erfitt að segja, eins og staðan er í dag eru þrjú lið sem munu verða í titilbaráttu en það er svo fljótt að breytast. Innbyrðisviðureignir framundan, þetta mun skýrast í júní. Eins og staðan er í dag eru þessu þrjú lið búin að slíta sig aðeins frá.“ „Sjö sigrar og eitt mark fengið á sig er frábær byrjun en nú eru allri að elta okkur. Ekkert flóknara en það, þurfum að standast þá prófraun sem við höfum gert hingað til,“ sagði Arnar að ending. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Gunnar tapaði á stigum Sport Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ Fótbolti Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Körfubolti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
„Sterkur sigur, solid fyrri hálfleikur. Gátum gert aðeins betur og skorað fleiri mörk en í seinni hálfleik þegar FH-ingar missa hausinn – sem byrjaði í fyrri hálfleik – þá bara mættum við í baráttu.“ „Í nokkrum atriðum í seinni hálfleik voru FH-ingar alveg skelfilegir, fóru grimmt í okkar menn og ef þú ætlar að gera það segi ég bara „Fokk jú“ og við svörum í sömu mynt. Þú mætir ekkert á þennan völl og ætlar að taka svona leik á móti okkur, það gengur ekki upp.“ „Það byrjaði með Kjartan Henry [Finnbogason] olnbogaði Niko [Hansen]. Hef aldrei talað um dómara en þetta var augljós vítaspyrna og rautt spjald. Svo var hann heppinn að klippa ekki leikmann okkar niður í fyrri eða seinni hálfleik.“ Gísli Gottskál þurfti að yfirgefa völlinn eftir að Finnur Orri Margeirsson tæklaði hann illa undir lok leiks „Indælisdrengur hann Finnur en það var greinilega sagt eitthvað á borð við „nú skulum við taka á Víkingunum og berja þá aðeins niður“ í hálfleik. Gangi þeim vel, við mættum þeim bara og ég er hrikalega ánægður með þennan sigur.“ „Ökklinn lítur skelfilega út. Ég er ekki vanur að skæla eftir leik og fíla líkamleg átök og það er ekkert vandamál en þeir voru bara að reyna meiða menn. Ekkert flóknara en það. Vonandi er Gísli í lagi því það er mikilvægt mót með U-19 ára landsliðinu í byrjun júlí.“ Um stöðuna í deildinni „Erfitt að segja, eins og staðan er í dag eru þrjú lið sem munu verða í titilbaráttu en það er svo fljótt að breytast. Innbyrðisviðureignir framundan, þetta mun skýrast í júní. Eins og staðan er í dag eru þessu þrjú lið búin að slíta sig aðeins frá.“ „Sjö sigrar og eitt mark fengið á sig er frábær byrjun en nú eru allri að elta okkur. Ekkert flóknara en það, þurfum að standast þá prófraun sem við höfum gert hingað til,“ sagði Arnar að ending.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Gunnar tapaði á stigum Sport Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ Fótbolti Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Körfubolti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira