„Gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag“ Kári Mímisson skrifar 14. maí 2023 22:40 Rúnar Páll var mjög sáttur að leik loknum. Vísir/Diego Fylkir vann glæsilegan 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla. Fyrir leik voru fyrstu bikarhafar Fylkis heiðraðir og strákarnir náðu í þrjú stig fyrir þá hér í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson var að vonum ánægður með sigurinn og sagði að þetta hafi verið einn af þessum leikjum þar sem allt gekk upp. „Það er bara frábært fyrir okkur að geta heiðrað þessa snillinga með góðum sigri. Mér fannst við vera ótrúlega góðir í dag. Fáum á okkur klaufalegt mark í byrjun leiks en síðan fannst mér við bara vera fínir. Við komumst inn í leikinn síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik og komum bara ágætlega sáttir inn í hálfleik.“ „Skorum tvö auka frábær mörk í seinni hálfleik. Mörk tvö og þrjú eru algjör snilldar mörk. Einnig var markið í fyrri hálfleik algjör snilld og ótrúlega vel gert. Það var góður heildarbragur á liðinu. Við vörðumst vel og sérstaklega í föstum leikatriðum, Óli ver víti og það gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag. Ég er bara hrikalega stoltur af liðinu. Það var kærkomið að fá þessi þrjú stig í dag.“ Ólafur Karl Finsen skoraði fyrsta mark Fylkis þegar hann jafnaði leikinn 1-1. Ólafur vippaði boltanum afar fallega yfir nafna sinn Ólaf Íshólm í marki Fram. Rúnar var að vonum ánægður með Ólaf eftir leik. „Þetta var snilldarleg afgreiðsla og þetta er bara Óli Kalli. Hann er svo góður í fótbolta að það hálfa væri nóg. Það er bara snilld að hafa hann hérna í okkar röðum. “ Fram voru betri aðili leiksins framan af og stjórnuðu öllu inni á vellinum. Er þetta eitthvað sem Rúnar hefur áhyggjur af? „Þeir voru kannski meira með boltann en þeir gerðu nú ekkert meira eftir að þeir skoruðu þetta mark. Ég hef engar áhyggjur af því. Við vorum með fínt skipulag. Við fórum aðeins framar og breytum aðeins eftir að þeir skoruðu markið, ýtum Nikulás Val aðeins hærra upp og fórum í 4-4-2. Við það breytist leikurinn smá og við náðum að ýta aðeins hærra á þá. Framararnir sköpuðu sér ekkert í sjálfu sér þó þeir væru meira með boltann. Framararnir eru með gott lið og um leið og við gefum þeim eitthvað svæði eða pláss þá geta þeir sundur spilað þig. Þeir gerðu það ekki í dag við okkur. Mér fannst við bara spila þennan leik í dag ágætlega þrátt fyrir að þeir hafi verið meira með boltann þarna í fyrri hálfleik.“ Þriðja mark Fylkis var einkar glæsilegt og virtist koma beint af æfingasvæðinu. Kom það beint af æfingarsvæðinu? „Nei, það held ég nú ekki. Þetta eru bara góðir fótboltamenn og þeir taka ákvörðunina um að gera þetta svona þá er það bara frábært. Frábær sending frá Bigga og aggresíft hlaup hjá Orra. En nei, nei þetta er ekkert af æfingasvæðinu.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15 Mest lesið George Foreman er látinn Sport Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Uppgjör: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Íslenski boltinn „Holland er hættulegasti andstæðingur sem Gunni hefur mætt lengi“ Sport Tuchel skammaði Foden og Rashford Fótbolti Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Körfubolti Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport Sló met Rashford og varð sá yngsti Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
„Það er bara frábært fyrir okkur að geta heiðrað þessa snillinga með góðum sigri. Mér fannst við vera ótrúlega góðir í dag. Fáum á okkur klaufalegt mark í byrjun leiks en síðan fannst mér við bara vera fínir. Við komumst inn í leikinn síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik og komum bara ágætlega sáttir inn í hálfleik.“ „Skorum tvö auka frábær mörk í seinni hálfleik. Mörk tvö og þrjú eru algjör snilldar mörk. Einnig var markið í fyrri hálfleik algjör snilld og ótrúlega vel gert. Það var góður heildarbragur á liðinu. Við vörðumst vel og sérstaklega í föstum leikatriðum, Óli ver víti og það gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag. Ég er bara hrikalega stoltur af liðinu. Það var kærkomið að fá þessi þrjú stig í dag.“ Ólafur Karl Finsen skoraði fyrsta mark Fylkis þegar hann jafnaði leikinn 1-1. Ólafur vippaði boltanum afar fallega yfir nafna sinn Ólaf Íshólm í marki Fram. Rúnar var að vonum ánægður með Ólaf eftir leik. „Þetta var snilldarleg afgreiðsla og þetta er bara Óli Kalli. Hann er svo góður í fótbolta að það hálfa væri nóg. Það er bara snilld að hafa hann hérna í okkar röðum. “ Fram voru betri aðili leiksins framan af og stjórnuðu öllu inni á vellinum. Er þetta eitthvað sem Rúnar hefur áhyggjur af? „Þeir voru kannski meira með boltann en þeir gerðu nú ekkert meira eftir að þeir skoruðu þetta mark. Ég hef engar áhyggjur af því. Við vorum með fínt skipulag. Við fórum aðeins framar og breytum aðeins eftir að þeir skoruðu markið, ýtum Nikulás Val aðeins hærra upp og fórum í 4-4-2. Við það breytist leikurinn smá og við náðum að ýta aðeins hærra á þá. Framararnir sköpuðu sér ekkert í sjálfu sér þó þeir væru meira með boltann. Framararnir eru með gott lið og um leið og við gefum þeim eitthvað svæði eða pláss þá geta þeir sundur spilað þig. Þeir gerðu það ekki í dag við okkur. Mér fannst við bara spila þennan leik í dag ágætlega þrátt fyrir að þeir hafi verið meira með boltann þarna í fyrri hálfleik.“ Þriðja mark Fylkis var einkar glæsilegt og virtist koma beint af æfingasvæðinu. Kom það beint af æfingarsvæðinu? „Nei, það held ég nú ekki. Þetta eru bara góðir fótboltamenn og þeir taka ákvörðunina um að gera þetta svona þá er það bara frábært. Frábær sending frá Bigga og aggresíft hlaup hjá Orra. En nei, nei þetta er ekkert af æfingasvæðinu.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15 Mest lesið George Foreman er látinn Sport Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Uppgjör: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Íslenski boltinn „Holland er hættulegasti andstæðingur sem Gunni hefur mætt lengi“ Sport Tuchel skammaði Foden og Rashford Fótbolti Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Körfubolti Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport Sló met Rashford og varð sá yngsti Fótbolti Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15