15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal skrifar 15. maí 2023 09:01 Þann 14. maí 1948, fyrir sjötíu og fimm árum, var Ísraelsríki stofnað á fósturjörð Palestínuþjóðarinnar, hundruð þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimilum sínum með hervaldi, eigum þeirra stolið og þorp þeirra jöfnuð við jörðu. Atburður þessi í maí 1948 heitir á tungu Palestínumanna Nakba - hörmungin mikla. Kaldar kveðjur frá Úrsulu Á þessum tímamótum, þegar Palestínumenn minnast Nakba, hörmungarinnar miklu, þá sendir Úrsula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB kveðjur til Ísraelsríkis og fagnar árangri þeirra! Í ávarpi Úrsulu segir "Fyrir sjötíu og fimm árum varð draumur að veruleika, með sjálfstæðisdegi Ísraels. Í dag fögnum við 75 ára öflugu lýðræði í hjarta Mið-Austurlanda.“ "Frelsi þitt er frelsi okkar." - Lesist: frelsi kúgarans til að halda áfram hryðjuverkum sínum. Ekki orð um þjóðina sem var hrakin af heimilum sínum og er enn undir járnhæl hernáms! Ekki orð um réttindi fólksins sem var rænt eigum sínum og föðurlandi! Ekki orð um að Nakba heldur áfram enn þann dag í dag og að það ríkir aðskilnaðarstefna en ekki lýðræði í Ísrael. Kaldar kveðjur frá Íslandi Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 15. maí verði Nakba minnst árlega með samkomum þar sem dagsins verður minnst með tónlist, ljósmyndasýningum og fundarhöldum. Nítíu aðildarríki Sameinuðu þjóðana samþykktu að minnast Nakba, þrjátíu voru á móti, fjörtíu og sjö sátu hjá og þar á meðal var Ísland. Þetta erí þriðja sinn á skömmum tíma að Ísland situr hjá þegar hagsmunir Palestínumanna eru til umfjöllunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Mikil er skömm ríkisstjórnarinnar. Stofnun Ísraels varð að veruleika með stuðningi og að frumkvæði vestrænna ríkja auk þess sem Sovétríkin og fylgiríki þeirra lögðust á sveif með síonistum. Og enn nýtur Ísrael stuðnings vestrænna ríkja. Ísrael fær fullkomnustu vopn og háar fjárfúlgur til að viðhalda kúgun og ofbeldi gegn Palestínumönnum. Ísrael er afurð nýlendustefnunnar og þar ríkir apartheid, stefna kynþáttaaðskilnaðar sem er ólögleg eins og skráð er í samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í 75 ár - án viðurlaga. Fyrir Palestínumenn er Nakba ekki ein dagsetning. Nakba stendur enn yfir - þess vegna verðum við að halda áfram að styðja baráttu Palestínumanna fyrir frjálsri Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Sjá meira
Þann 14. maí 1948, fyrir sjötíu og fimm árum, var Ísraelsríki stofnað á fósturjörð Palestínuþjóðarinnar, hundruð þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimilum sínum með hervaldi, eigum þeirra stolið og þorp þeirra jöfnuð við jörðu. Atburður þessi í maí 1948 heitir á tungu Palestínumanna Nakba - hörmungin mikla. Kaldar kveðjur frá Úrsulu Á þessum tímamótum, þegar Palestínumenn minnast Nakba, hörmungarinnar miklu, þá sendir Úrsula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB kveðjur til Ísraelsríkis og fagnar árangri þeirra! Í ávarpi Úrsulu segir "Fyrir sjötíu og fimm árum varð draumur að veruleika, með sjálfstæðisdegi Ísraels. Í dag fögnum við 75 ára öflugu lýðræði í hjarta Mið-Austurlanda.“ "Frelsi þitt er frelsi okkar." - Lesist: frelsi kúgarans til að halda áfram hryðjuverkum sínum. Ekki orð um þjóðina sem var hrakin af heimilum sínum og er enn undir járnhæl hernáms! Ekki orð um réttindi fólksins sem var rænt eigum sínum og föðurlandi! Ekki orð um að Nakba heldur áfram enn þann dag í dag og að það ríkir aðskilnaðarstefna en ekki lýðræði í Ísrael. Kaldar kveðjur frá Íslandi Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 15. maí verði Nakba minnst árlega með samkomum þar sem dagsins verður minnst með tónlist, ljósmyndasýningum og fundarhöldum. Nítíu aðildarríki Sameinuðu þjóðana samþykktu að minnast Nakba, þrjátíu voru á móti, fjörtíu og sjö sátu hjá og þar á meðal var Ísland. Þetta erí þriðja sinn á skömmum tíma að Ísland situr hjá þegar hagsmunir Palestínumanna eru til umfjöllunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Mikil er skömm ríkisstjórnarinnar. Stofnun Ísraels varð að veruleika með stuðningi og að frumkvæði vestrænna ríkja auk þess sem Sovétríkin og fylgiríki þeirra lögðust á sveif með síonistum. Og enn nýtur Ísrael stuðnings vestrænna ríkja. Ísrael fær fullkomnustu vopn og háar fjárfúlgur til að viðhalda kúgun og ofbeldi gegn Palestínumönnum. Ísrael er afurð nýlendustefnunnar og þar ríkir apartheid, stefna kynþáttaaðskilnaðar sem er ólögleg eins og skráð er í samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í 75 ár - án viðurlaga. Fyrir Palestínumenn er Nakba ekki ein dagsetning. Nakba stendur enn yfir - þess vegna verðum við að halda áfram að styðja baráttu Palestínumanna fyrir frjálsri Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun