Lyngby áfrýjar umdeildu leikbanni Sævars Atla Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2023 11:01 Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby Twitter/@LyngbyBoldklub Íslendingalið Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur áfrýjað guli spjaldi sem Sævar Atli Magnússon fékk í leik gegn Silkeborg IF um nýafstaðna helgi. Spjaldið veldur því að Sævar er í banni í næsta leik liðsins. Lyngby, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar, stendur í ströngu í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Liðið er í harðri fallbaráttu og aðeins þrjár umferðir eftir af yfirstandandi tímabili. Lærisveinar Freys máttu þola 1-0 tap gegn Silkeborg í gær en á 78.mínútu leiksins fékk Sævar Atli Magnússon gult spjald fyrir leikaraskap. Forráðamenn Lyngby eru hins vegar óánægðir með ákvörðun dómara leiksins að gefa Sævari Atla gult spjald og í yfirlýsingu frá félaginu segist það ætla að áfrýja. „Sævar Atli féll til jarðar innan vítateigs Silkeborg eftir að hafa komist fram hjá Tobias Salqvist. Þó svo að ekki sé hægt að fullyrða að dæma hefði átt vítaspyrnu virðist, af sjónvarpsútsendingunni að dæma, að klár snerting hafi orðið á milli leikmannanna. Að Salqvist hafi stigið á hægri fót Sævars Atla,“ segir í yfirlýsingu Lyngby. LYNGBY BOLDKLUB KLAGER OVER ADVARSEL Lyngby Boldklub har indgivet en officiel klage til Fodboldens Disciplinærinstans over den advarsel, der blevet givet til Sævar Magnusson i gårsdagens opgør mod Silkeborg IF.Læs mere her: https://t.co/smVEqLaJAp#SammenForLyngby pic.twitter.com/5ZQwZfDsn4— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 15, 2023 Félagið ætli sér því að áfrýja umræddu spjaldi og leikbanni í von um að Sævar Atli muni á endanum sleppa við leikbann í leikbann í næsta leik liðsins gegn OB. „Það er mikilvægt fyrir okkur að Sævar Atli fái ekki þann stimpil á sig að vera með leikaraskap. Hann finnur fyrir snertingu á hægri fæti sínum og fellur til jarðar. Í kjölfarið getum við rætt um hvort refsa eigi fyrir atvikið,“ segir Andreas Byder, stjórnarmaður Lyngby. „Snertingin er til staðar og þess vegna teljum við okkur vera með góð rök til þess að fá bannið afturkallað.“ Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens. Danski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Lyngby, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar, stendur í ströngu í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Liðið er í harðri fallbaráttu og aðeins þrjár umferðir eftir af yfirstandandi tímabili. Lærisveinar Freys máttu þola 1-0 tap gegn Silkeborg í gær en á 78.mínútu leiksins fékk Sævar Atli Magnússon gult spjald fyrir leikaraskap. Forráðamenn Lyngby eru hins vegar óánægðir með ákvörðun dómara leiksins að gefa Sævari Atla gult spjald og í yfirlýsingu frá félaginu segist það ætla að áfrýja. „Sævar Atli féll til jarðar innan vítateigs Silkeborg eftir að hafa komist fram hjá Tobias Salqvist. Þó svo að ekki sé hægt að fullyrða að dæma hefði átt vítaspyrnu virðist, af sjónvarpsútsendingunni að dæma, að klár snerting hafi orðið á milli leikmannanna. Að Salqvist hafi stigið á hægri fót Sævars Atla,“ segir í yfirlýsingu Lyngby. LYNGBY BOLDKLUB KLAGER OVER ADVARSEL Lyngby Boldklub har indgivet en officiel klage til Fodboldens Disciplinærinstans over den advarsel, der blevet givet til Sævar Magnusson i gårsdagens opgør mod Silkeborg IF.Læs mere her: https://t.co/smVEqLaJAp#SammenForLyngby pic.twitter.com/5ZQwZfDsn4— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 15, 2023 Félagið ætli sér því að áfrýja umræddu spjaldi og leikbanni í von um að Sævar Atli muni á endanum sleppa við leikbann í leikbann í næsta leik liðsins gegn OB. „Það er mikilvægt fyrir okkur að Sævar Atli fái ekki þann stimpil á sig að vera með leikaraskap. Hann finnur fyrir snertingu á hægri fæti sínum og fellur til jarðar. Í kjölfarið getum við rætt um hvort refsa eigi fyrir atvikið,“ segir Andreas Byder, stjórnarmaður Lyngby. „Snertingin er til staðar og þess vegna teljum við okkur vera með góð rök til þess að fá bannið afturkallað.“ Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens.
Danski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira