„Veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag“ Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 15. maí 2023 13:31 Stemningin á Sauðárkróki fyrir stórleik kvöldsins er mikil. Stuðningsmenn Tindastóls hafa farið á kostum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Stemningin á Sauðárkróki fyrir stórleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld er við suðupunkt og vonast heimamenn eftir sögulegum úrslitum. Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld í fyrsta skipti í sögunni með sigri á ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar. Dæmi er um að atvinnurekendur á Sauðárkróki og nærsveitum séu búnir að skipuleggja daginn þannig að starfsmönnum verði leyft að fara fyrr heim úr vinnu til þess að geta undirbúið sig fyrir veislu kvöldsins. Sigríður Inga Viggósdóttir, skemmtanastjóri Tindastóls, segir að vissulega sé um að ræða langan vinnudag fyrir marga á Sauðárkróki og óvíst hvort vinnuframlagið sé eins og á hefðbundnum mánudegi. „Það má segja það. Ég veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag, það allavegana þykist vinna og bíður spennt eftir kvöldinu,“ segir Sigríður í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. Hún segir stemninguna á Sauðárkróki vera gríðarlega góða fyrir stórleik kvöldsins. „Það er þvílíkur samhugur hjá fólki og allir rosalega spenntir. Þá er einnig gaman að finna það í nærsveitum Sauðárkróks hversu mikill stuðningurinn við Tindastól er.“ Hefðu geta selt tíu sinnum inn í húsið Þó svo að stemningin sé áþreifanleg í bæjarfélaginu séu heimamenn þó líka að reyna dempa sig niður. „Andstæðingurinn er gríðarlega sterkt lið Vals, þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar og ekkert auðveldur leikur fram undan.“ Ljóst er að eftirspurnin eftir miðum á leik kvöldsins hafi verið mun meiri en framboðið, mun færri fengu miða en vildu eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. „Þetta er bara eins og í lífinu sjálfu. Maður getur ekki fengið allt sem maður vill, því miður. Við erum ekki með það stórt hús að við hefðum geta tekið á móti öllum sem vildu koma, við hefðum örugglega geta selt tíu sinnum inn í húsið ef það hefði staðið til boða en því miður geta ekki allir fengið miða á leikinn í kvöld.“ Sigríður er hins vegar bjartsýn á að tekist hafi að tryggja öllu dyggasta stuðningsfólki Tindastóls miða. „Ég vona að það sé ekki mikið ósætti eftir miðasöluna en auðvitað eru alltaf einhverjir ósáttir.“ Snjókoman viti á gott Það verður mikið um dýrðir á Sauðárkróki í dag fyrir leik til að byggja upp stemninguna. „Það er fallegur dagur hér í Skagafirði, eins og alltaf. Það er örlítil snjókoma í dag eins og er en það boðar bara gott. Kaldur og góður dagur en fallegur. Partíið okkar byrjar klukkan fjögur í dag. Við höfum haldið partí fyrir alla leiki Tindastóls síðan 7.apríl og ætlum ekki að hætta því núna.“ Á dagskrá séu skemmtileg tónlistaratriði. „Svo verða grillaðir hamborgarar og almenn gleði við völd. íþróttahúsið opnar síðan klukkan hálf sex og við hvetjum öll til þess að klæða sig vel, mæta snemma á svæðið, hafa gaman, sýna sig og sjá aðra.“ Ekki hugsað út í sigurpartý Ekki sé búið að skipuleggja partí fari svo að Tindastóll sigri leik kvöldsins og tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við byrjum á því að vinna þennan leik og hugsum svo um framhaldið. Við erum ekki alveg komin þangað.“ Nú þurfi að halda spennustiginu niðri. „Það er gríðarlega erfiður leikur fram undan og ekkert gefið í þessu. Við höfum ekki hugsað þetta svona langt. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Holtavörðuheiði lokað | Dómararnir fastir á heiðinni Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og nú er búið að loka Holtavörðuheiðinni. 15. maí 2023 12:54 Myndir: Stemningin á Hlíðarenda þegar Tindastóll komst skrefi nær titlinum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90. 13. maí 2023 12:04 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld í fyrsta skipti í sögunni með sigri á ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar. Dæmi er um að atvinnurekendur á Sauðárkróki og nærsveitum séu búnir að skipuleggja daginn þannig að starfsmönnum verði leyft að fara fyrr heim úr vinnu til þess að geta undirbúið sig fyrir veislu kvöldsins. Sigríður Inga Viggósdóttir, skemmtanastjóri Tindastóls, segir að vissulega sé um að ræða langan vinnudag fyrir marga á Sauðárkróki og óvíst hvort vinnuframlagið sé eins og á hefðbundnum mánudegi. „Það má segja það. Ég veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag, það allavegana þykist vinna og bíður spennt eftir kvöldinu,“ segir Sigríður í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. Hún segir stemninguna á Sauðárkróki vera gríðarlega góða fyrir stórleik kvöldsins. „Það er þvílíkur samhugur hjá fólki og allir rosalega spenntir. Þá er einnig gaman að finna það í nærsveitum Sauðárkróks hversu mikill stuðningurinn við Tindastól er.“ Hefðu geta selt tíu sinnum inn í húsið Þó svo að stemningin sé áþreifanleg í bæjarfélaginu séu heimamenn þó líka að reyna dempa sig niður. „Andstæðingurinn er gríðarlega sterkt lið Vals, þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar og ekkert auðveldur leikur fram undan.“ Ljóst er að eftirspurnin eftir miðum á leik kvöldsins hafi verið mun meiri en framboðið, mun færri fengu miða en vildu eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. „Þetta er bara eins og í lífinu sjálfu. Maður getur ekki fengið allt sem maður vill, því miður. Við erum ekki með það stórt hús að við hefðum geta tekið á móti öllum sem vildu koma, við hefðum örugglega geta selt tíu sinnum inn í húsið ef það hefði staðið til boða en því miður geta ekki allir fengið miða á leikinn í kvöld.“ Sigríður er hins vegar bjartsýn á að tekist hafi að tryggja öllu dyggasta stuðningsfólki Tindastóls miða. „Ég vona að það sé ekki mikið ósætti eftir miðasöluna en auðvitað eru alltaf einhverjir ósáttir.“ Snjókoman viti á gott Það verður mikið um dýrðir á Sauðárkróki í dag fyrir leik til að byggja upp stemninguna. „Það er fallegur dagur hér í Skagafirði, eins og alltaf. Það er örlítil snjókoma í dag eins og er en það boðar bara gott. Kaldur og góður dagur en fallegur. Partíið okkar byrjar klukkan fjögur í dag. Við höfum haldið partí fyrir alla leiki Tindastóls síðan 7.apríl og ætlum ekki að hætta því núna.“ Á dagskrá séu skemmtileg tónlistaratriði. „Svo verða grillaðir hamborgarar og almenn gleði við völd. íþróttahúsið opnar síðan klukkan hálf sex og við hvetjum öll til þess að klæða sig vel, mæta snemma á svæðið, hafa gaman, sýna sig og sjá aðra.“ Ekki hugsað út í sigurpartý Ekki sé búið að skipuleggja partí fari svo að Tindastóll sigri leik kvöldsins og tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við byrjum á því að vinna þennan leik og hugsum svo um framhaldið. Við erum ekki alveg komin þangað.“ Nú þurfi að halda spennustiginu niðri. „Það er gríðarlega erfiður leikur fram undan og ekkert gefið í þessu. Við höfum ekki hugsað þetta svona langt. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30.
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Holtavörðuheiði lokað | Dómararnir fastir á heiðinni Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og nú er búið að loka Holtavörðuheiðinni. 15. maí 2023 12:54 Myndir: Stemningin á Hlíðarenda þegar Tindastóll komst skrefi nær titlinum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90. 13. maí 2023 12:04 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Holtavörðuheiði lokað | Dómararnir fastir á heiðinni Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og nú er búið að loka Holtavörðuheiðinni. 15. maí 2023 12:54
Myndir: Stemningin á Hlíðarenda þegar Tindastóll komst skrefi nær titlinum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90. 13. maí 2023 12:04