Birta myndir af Lúkasjenka til að kveða niður orðróm Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 10:23 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, á mynd sem ríkisfréttastofan Belta birti af honum í dag. AP/skrifstofa forseta Hvíta-Rússlands Nýjar myndir af Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, voru birtar í dag, að því er virðist til þess að kveða niður orðróm um að forsetinn sé alvarlega veikur. Þær eru þó sagðar vekja nýjar spurningar um heilsu forsetans. Vangaveltur um heilsu Lúkasjenka fóru á flug þegar hann sást ekki opinberlega í næstum viku. Þar til í dag sást hann síðast á hátíðarhöldum í Moskvu og Minsk vegna sigurs Sovétríkjanna á Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni 9. maí. Í Moskvu virtist forsetinn fölur og þrútinn auk þess sem hann var með sárabindi um hægri höndina. Hann gekk ekki með öðrum leiðtogum nokkur hundruð metra leið frá Rauða torginu að gröf óþekkta hermannsins heldur fékk far með rafbíl. Lúkasjenka virtist ekki upplitsdjarfur við hátíðarhöld í Moskvu í síðustu viku.AP/Gavriil Grigorov/Sputnik Hann sleppti hátíðarmorgunverði í Moskvu og flaug heim til Hvíta-Rússlands og tók þátt í hátíðarhöldum þar. Það var í fyrsta skipti í áraraðir sem forsetinn hélt ekki ræðu í tilefni dagsins. Næstu daga eftir það lét hann ekki sjá sig á viðburðum sem hann átti að vera viðstaddur, þar á meðal ríkisstjórnarfund. Hás og veikróma Ríkisfréttastofan Belta birti myndir af Lúkasjenka sem voru sagðar teknar í heimsókn í flugherstöð. Skömmu síðar birtist myndband af forsetanum á Telegram-rás sem tengist forsetahöllinni. Lúkasjenka talaði um rússneskar flugvélar og þyrlur sem voru skotnar niður um helgina í myndbandi sem var birt af honum í dag. Það virðist eiga að staðfesta að myndbandið sé nýtt.AP/skrifstofa forseta Hvíta-Rússlands AP-fréttastofan segir að markmið myndbirtingarinnar hafi augljóslega verið að kveða orðróm um heilsu forsetans í kútinn. Myndirnar hafi þrátt fyrir það vakið enn frekari spurningar. Þannig var sárabindi nú komið á vinstri hönd forsetans. Hann hljómaði einnig hás og veikróma. In an attempt to show he is totally not dead, Belarus' Alexander Lukashenko makes his first public appearance in nearly a week. He is talking about Russian planes and helicopters shot down last weekend, seemingly confirming this is not stock video to be released in his absence pic.twitter.com/N4acLrBrKy— max seddon (@maxseddon) May 15, 2023 Ríkisstjórnin í Minsk hefur ekkert gefið út á fjarveru forsetans opinberlega þrátt fyrir að hann sé annars vanur að halda langar og tilþrifamiklar ræður nær daglega. Konstantin Zatulin, rússneskur þingmaður, sagði þarlendum fjölmiðlum á sunnudag að Lúkasjenka væri einfaldlega veikur og að hann þyrfti aðeins á hvíld að halda. Dmitrík Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, svaraði ekki spurningum fjölmiðlar um heilsu hvítrússneska forsetans og benti á að það væri mikilvægt að hlusta aðeins á opinberar upplýsingar frá stjórnvöldum í Minsk. Hvíta-Rússland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Vangaveltur um heilsu Lúkasjenka fóru á flug þegar hann sást ekki opinberlega í næstum viku. Þar til í dag sást hann síðast á hátíðarhöldum í Moskvu og Minsk vegna sigurs Sovétríkjanna á Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni 9. maí. Í Moskvu virtist forsetinn fölur og þrútinn auk þess sem hann var með sárabindi um hægri höndina. Hann gekk ekki með öðrum leiðtogum nokkur hundruð metra leið frá Rauða torginu að gröf óþekkta hermannsins heldur fékk far með rafbíl. Lúkasjenka virtist ekki upplitsdjarfur við hátíðarhöld í Moskvu í síðustu viku.AP/Gavriil Grigorov/Sputnik Hann sleppti hátíðarmorgunverði í Moskvu og flaug heim til Hvíta-Rússlands og tók þátt í hátíðarhöldum þar. Það var í fyrsta skipti í áraraðir sem forsetinn hélt ekki ræðu í tilefni dagsins. Næstu daga eftir það lét hann ekki sjá sig á viðburðum sem hann átti að vera viðstaddur, þar á meðal ríkisstjórnarfund. Hás og veikróma Ríkisfréttastofan Belta birti myndir af Lúkasjenka sem voru sagðar teknar í heimsókn í flugherstöð. Skömmu síðar birtist myndband af forsetanum á Telegram-rás sem tengist forsetahöllinni. Lúkasjenka talaði um rússneskar flugvélar og þyrlur sem voru skotnar niður um helgina í myndbandi sem var birt af honum í dag. Það virðist eiga að staðfesta að myndbandið sé nýtt.AP/skrifstofa forseta Hvíta-Rússlands AP-fréttastofan segir að markmið myndbirtingarinnar hafi augljóslega verið að kveða orðróm um heilsu forsetans í kútinn. Myndirnar hafi þrátt fyrir það vakið enn frekari spurningar. Þannig var sárabindi nú komið á vinstri hönd forsetans. Hann hljómaði einnig hás og veikróma. In an attempt to show he is totally not dead, Belarus' Alexander Lukashenko makes his first public appearance in nearly a week. He is talking about Russian planes and helicopters shot down last weekend, seemingly confirming this is not stock video to be released in his absence pic.twitter.com/N4acLrBrKy— max seddon (@maxseddon) May 15, 2023 Ríkisstjórnin í Minsk hefur ekkert gefið út á fjarveru forsetans opinberlega þrátt fyrir að hann sé annars vanur að halda langar og tilþrifamiklar ræður nær daglega. Konstantin Zatulin, rússneskur þingmaður, sagði þarlendum fjölmiðlum á sunnudag að Lúkasjenka væri einfaldlega veikur og að hann þyrfti aðeins á hvíld að halda. Dmitrík Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, svaraði ekki spurningum fjölmiðlar um heilsu hvítrússneska forsetans og benti á að það væri mikilvægt að hlusta aðeins á opinberar upplýsingar frá stjórnvöldum í Minsk.
Hvíta-Rússland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira