Beittur, ögrandi og vinsæll Sena Live 16. maí 2023 14:58 Ástralski uppistandarinn Jim Jefferies treður upp í Laugardalshöll 21. maí. Í viðtali við Guðjón Smára Smárason segist hann hlakka mikið til að heimsækja Ísland. Ástralski uppistandarinn Jim Jefferies treður upp í Laugardalshöll 21. maí með sýningu sína Give’em What They Want. Jim Jefferies er einn vinsælasti uppistandari sinnar kynslóðar og þykir hafa mjög beittan og ögrandi húmor. Hann hefur verið nefndur einn af topp fimm uppistöndurum heims og var valinn uppistandari ársins á Just for Laughs Festival sumarið 2019. Útvarpsmaðurinn Guðjón Smári Smárason á FM957 sló á þráðinn til Jim fyrr í vikunni og tók létt spjall við kappann en Guðjón Smári er mikill aðdáandi grínistans. Hver var uppáhalds grínistinn þinn þegar þú varst að alast upp í Ástralíu? „Það er ekki víst að þú hafir heyrt nafn hans áður enda er hann frá Ástralíu eins og ég og heitir Anthony Morgan. En utan hans verð ég helst að nefna Eddie Murphy sem hafði mikil áhrif á mig í æsku. Ég veit ekki hversu oft ég horfði á uppistöndin hans Delirious og Eddie Murphy Raw en ég var um tíu ára þegar ég kynntist honum. Ég hafði aldrei séð neinn blóta svona mikið áður enda þurfti ég að laumast til að horfa á þættina þegar foreldrar mínir voru ekki heima. Eddie var mikið að segja sögur úr æsku sinni og var svo hrár og beittur. Ég elskaði þetta!“ Þér finnst nú sjálfum ekkert leiðinlegt að blóta. Hvert er uppáhalds blótsyrðið þitt? „Það er ekkert betra en einfalt „fuck“. Það er blótsyrði sem er hægt nota hvar og hvenær sem er.“ Jeff hefur aldrei komið áður til Íslands og segist hlakka mikið til heimsóknarinnar. „Af öllum viðkomustöðum í þessu túr mínum hlakka ég mest til að koma til Íslands. Ég stoppa reyndar bara í 48 klst. þannig að ég hef takmarkaðan tíma. En ég hef heyrt að maturinn sé góður, náttúran sé yndisleg og fólkið sé fallegt. Þegar ég túra um heiminn kemur oft fyrir að ég hangi bara inni á hótelherberginu en í þetta skiptið mun ég pottþétt rölta aðeins um og skoða borgina og jafnvel nágrenni hennar.“ Það er óhætt að búast við miklu fjöri í Laugardalshöll 21. maí. Tryggðu þér miða áður en þeir seljast upp! Hvað er það skrýtnasta sem hefur komið fyrir þig á sviði? „Það hefur tvisvar sinnum gerst að áhorfandi úr sal stökk upp á svið og kýldi mig. Mig grunar að mikil neysla áfengis hafi átt stóran þátt í því. Þeir virtust ekki fíla brandarana mína og svo gæti ég hafa sagt eitthvað óviðeigandi um kærustur þeirra. En utan svona tilvika þá hefur komið fyrir að ég gleymi línunum mínum sem er auðvitað óþolandi.“ Beittur og ögrandi grínisti eins og þú hlýtur stundum að fá neikvæðar athugasemdir frá áhorfendum og gagnrýnendum. Tekur þú þeim illa? „Ég bara les ekki lengur dóma um sýningarnar mínar. Í staðinn mæti ég bara í vinnuna, geri mitt besta og reyni að segja eins marga brandara og hægt er. Ég get ekki eytt tíma mínum í að hugsa um hvað öðru fólki finnst um mig. Annars geri ég engum til geðs. Eina sem ég spái í er hvort miðar seljist á sýningarnar mínar og hvort fólki vilji koma og horfa á mig. Það er það eina sem skiptir máli.“ Miðasalan fer fram á Tix. Uppistand Grín og gaman Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
Jim Jefferies er einn vinsælasti uppistandari sinnar kynslóðar og þykir hafa mjög beittan og ögrandi húmor. Hann hefur verið nefndur einn af topp fimm uppistöndurum heims og var valinn uppistandari ársins á Just for Laughs Festival sumarið 2019. Útvarpsmaðurinn Guðjón Smári Smárason á FM957 sló á þráðinn til Jim fyrr í vikunni og tók létt spjall við kappann en Guðjón Smári er mikill aðdáandi grínistans. Hver var uppáhalds grínistinn þinn þegar þú varst að alast upp í Ástralíu? „Það er ekki víst að þú hafir heyrt nafn hans áður enda er hann frá Ástralíu eins og ég og heitir Anthony Morgan. En utan hans verð ég helst að nefna Eddie Murphy sem hafði mikil áhrif á mig í æsku. Ég veit ekki hversu oft ég horfði á uppistöndin hans Delirious og Eddie Murphy Raw en ég var um tíu ára þegar ég kynntist honum. Ég hafði aldrei séð neinn blóta svona mikið áður enda þurfti ég að laumast til að horfa á þættina þegar foreldrar mínir voru ekki heima. Eddie var mikið að segja sögur úr æsku sinni og var svo hrár og beittur. Ég elskaði þetta!“ Þér finnst nú sjálfum ekkert leiðinlegt að blóta. Hvert er uppáhalds blótsyrðið þitt? „Það er ekkert betra en einfalt „fuck“. Það er blótsyrði sem er hægt nota hvar og hvenær sem er.“ Jeff hefur aldrei komið áður til Íslands og segist hlakka mikið til heimsóknarinnar. „Af öllum viðkomustöðum í þessu túr mínum hlakka ég mest til að koma til Íslands. Ég stoppa reyndar bara í 48 klst. þannig að ég hef takmarkaðan tíma. En ég hef heyrt að maturinn sé góður, náttúran sé yndisleg og fólkið sé fallegt. Þegar ég túra um heiminn kemur oft fyrir að ég hangi bara inni á hótelherberginu en í þetta skiptið mun ég pottþétt rölta aðeins um og skoða borgina og jafnvel nágrenni hennar.“ Það er óhætt að búast við miklu fjöri í Laugardalshöll 21. maí. Tryggðu þér miða áður en þeir seljast upp! Hvað er það skrýtnasta sem hefur komið fyrir þig á sviði? „Það hefur tvisvar sinnum gerst að áhorfandi úr sal stökk upp á svið og kýldi mig. Mig grunar að mikil neysla áfengis hafi átt stóran þátt í því. Þeir virtust ekki fíla brandarana mína og svo gæti ég hafa sagt eitthvað óviðeigandi um kærustur þeirra. En utan svona tilvika þá hefur komið fyrir að ég gleymi línunum mínum sem er auðvitað óþolandi.“ Beittur og ögrandi grínisti eins og þú hlýtur stundum að fá neikvæðar athugasemdir frá áhorfendum og gagnrýnendum. Tekur þú þeim illa? „Ég bara les ekki lengur dóma um sýningarnar mínar. Í staðinn mæti ég bara í vinnuna, geri mitt besta og reyni að segja eins marga brandara og hægt er. Ég get ekki eytt tíma mínum í að hugsa um hvað öðru fólki finnst um mig. Annars geri ég engum til geðs. Eina sem ég spái í er hvort miðar seljist á sýningarnar mínar og hvort fólki vilji koma og horfa á mig. Það er það eina sem skiptir máli.“ Miðasalan fer fram á Tix.
Uppistand Grín og gaman Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira