„Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 16. maí 2023 20:26 Sigurður Bragason á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego ÍBV er lent 2-0 undir í einvígi sínu gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Liðið tapaði í kvöld með þremur mörkum í leik sem náði aldrei að verða verulega spennandi. Lokatölur 25-22. „Ég var bara stoltur af stelpunum. Mér fannst þetta vera allt annar leikur, við allavegana þó getum kennt aðeins færanýtingu og svoleiðis um núna. Síðast var þetta bara lélegt,“ sagði hnarreistur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að leik loknum. „Þær börðust allan tímann og við reyndum að koma okkur aftur inn í þetta en svipað og í síðasta leik þá var bara munurinn í hálfleik þannig að þetta var rosalega erfitt. Ef þetta hefði verið þrjú mörk eða tvö þá hefði þetta verið betra. Við hendum þessu frá okkur í lélegum kafla seinna korterið í fyrri hálfleik.“ Leikurinn breytist eftir u.þ.b. tíu mínútna leik þegar Valur tók leikhlé einu marki undir en eftir leikhléið komust heimakonur í góða forystu. „Við byrjuðum fínt og þær ná bara að leysa okkur. Ég þarf bara aðeins að skoða það hvað veldur því að þær taka eitt leikhlé og leikurinn okkar pompar niður. En eins og ég segi þá er ég ánægðari með þetta, við byggjum á þessu í Eyjum á laugardaginn,“ sagði Sigurður. ÍBV fékk þó tækifæri að gera alvöru spennu undir lokin en allt kom fyrir ekki. „Við fengum tækifæri á hraðaupphlaupi og svona. Ég hugsa að Gústi [Ágúst Þór Jóhannsson] hafi aldrei verið neitt stressaður, en ef við hefðum náð þessu einu sinni niður í tvö þá hefði þetta verið annað og við vorum svo sem að höggva í þær og spila frábæra vörn. Elín Rósa reyndist okkur bara helvíti erfið, hún var eina sem náði að leysa okkur, fannst mér. Svona fór þetta og það er einn séns en og við verðum að nota hann.“ Aðspurður af hverju ÍBV hafi ekki reynt að spila sjö á sex í seinni hálfleik hafði Sigurður þetta að segja. „Þá fæ ég bara mark í bakið. Ef þú ætlar í sjö á sex þá verðurðu að geta keyrt ógeðslega hratt út af. Við vorum að saxa á þær, ég var alveg farinn að hugsa það. Marta [markvörður ÍBV] er engin Usain Bolt sko, það er Ásta Björt ekki heldur þannig að ég verð líka aðeins að skoða, maður verður að vera með leikmenn til þess. En ég var alveg að hugsa það. Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex,“ sagði Sigurður. Þriðji leikur í rimmu Vals og ÍBV fer fram á laugardaginn þar sem allt verður undir. „Ef við spilum ekki betri sóknarleik þá lendirðu bara undir en við verðum bara að snúa bökum saman og það er enn þá séns. Við munum gera allt til þess að ná því, við verðum ready,“ sagði Sigurður Bragason að lokum. Olís-deild kvenna Valur ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
„Ég var bara stoltur af stelpunum. Mér fannst þetta vera allt annar leikur, við allavegana þó getum kennt aðeins færanýtingu og svoleiðis um núna. Síðast var þetta bara lélegt,“ sagði hnarreistur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að leik loknum. „Þær börðust allan tímann og við reyndum að koma okkur aftur inn í þetta en svipað og í síðasta leik þá var bara munurinn í hálfleik þannig að þetta var rosalega erfitt. Ef þetta hefði verið þrjú mörk eða tvö þá hefði þetta verið betra. Við hendum þessu frá okkur í lélegum kafla seinna korterið í fyrri hálfleik.“ Leikurinn breytist eftir u.þ.b. tíu mínútna leik þegar Valur tók leikhlé einu marki undir en eftir leikhléið komust heimakonur í góða forystu. „Við byrjuðum fínt og þær ná bara að leysa okkur. Ég þarf bara aðeins að skoða það hvað veldur því að þær taka eitt leikhlé og leikurinn okkar pompar niður. En eins og ég segi þá er ég ánægðari með þetta, við byggjum á þessu í Eyjum á laugardaginn,“ sagði Sigurður. ÍBV fékk þó tækifæri að gera alvöru spennu undir lokin en allt kom fyrir ekki. „Við fengum tækifæri á hraðaupphlaupi og svona. Ég hugsa að Gústi [Ágúst Þór Jóhannsson] hafi aldrei verið neitt stressaður, en ef við hefðum náð þessu einu sinni niður í tvö þá hefði þetta verið annað og við vorum svo sem að höggva í þær og spila frábæra vörn. Elín Rósa reyndist okkur bara helvíti erfið, hún var eina sem náði að leysa okkur, fannst mér. Svona fór þetta og það er einn séns en og við verðum að nota hann.“ Aðspurður af hverju ÍBV hafi ekki reynt að spila sjö á sex í seinni hálfleik hafði Sigurður þetta að segja. „Þá fæ ég bara mark í bakið. Ef þú ætlar í sjö á sex þá verðurðu að geta keyrt ógeðslega hratt út af. Við vorum að saxa á þær, ég var alveg farinn að hugsa það. Marta [markvörður ÍBV] er engin Usain Bolt sko, það er Ásta Björt ekki heldur þannig að ég verð líka aðeins að skoða, maður verður að vera með leikmenn til þess. En ég var alveg að hugsa það. Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex,“ sagði Sigurður. Þriðji leikur í rimmu Vals og ÍBV fer fram á laugardaginn þar sem allt verður undir. „Ef við spilum ekki betri sóknarleik þá lendirðu bara undir en við verðum bara að snúa bökum saman og það er enn þá séns. Við munum gera allt til þess að ná því, við verðum ready,“ sagði Sigurður Bragason að lokum.
Olís-deild kvenna Valur ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08