Breytt viðhorf: Unga fólkið að velja nám á allt annan hátt en áður Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. maí 2023 07:01 Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri Iðan fræðsluseturs segir ungt fólk í dag velja sér framhaldsnám með allt öðru hugarfari en áður. Þau séu ekki að velja nám með starfsframa út ævina í huga, heldur því áhugasviði sem er hjá þeim núna. Þá segir Hildur gervigreindina og fleira eiga eftir að breyta miklu um hvernig ungt fólk mun læra í framtíðinni. Vísir/Vilhelm „Við lifum á mjög merkilegum tímum. Gervigreindin mun til dæmis hafa mikil áhrif á nám og það hvernig fólk mun læra, en við erum ekki enn farin að sjá hvernig,“ segir Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs. Sem meðal annars heldur utan um sveinspróf í iðngreinum. „Við vitum ekki heldur hvernig unga fólkið mun velja sitt nám í framtíðinni. Ég sé mjög mikinn mun á því hvernig ungt fólk er að velja nám í dag í samanburði við hvað var algengast þegar ég byrjaði að vinna hér árið 2006.“ Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er í þessari viku og af því tilefni beinum við sjónum okkar að því hvernig ungt fólk velur nám og leggjum þar sérstaka áherslu á að skoða hvað ungir karlmenn velja að læra. Breytt hugarfar unga fólksins Síðustu árin hefur nokkuð verið um það fjallað, að konur hafa verið í miklum meirihluta útskriftarnema úr háskólanámi. Háskólamenntunin hafi hins vegar ekki skilað konum stjórnunarstörfum í samræmi við þann fjölda sem hefur menntað sig. Þá hefur lengi verið talað um kynjaskiptingu í starfsstéttum þar sem ýmist hallar á konur eða karla. Iðan fræðslusetur er í eigu Samtaka iðnaðarins, Samiðnar, MATVÍS, Grafíu, FIT, VM, Bílgreinasambandsins, Samtaka ferðaþjónustunnar og Meistarafélags húsasmiða. „Strákarnir eru langtum fleiri hjá okkur en stelpurnar,“ segir Hildur og vísar þar til iðnmenntunar í þeim atvinnugreinum sem Iðan fræðslusetur starfar fyrir. Strákarnir séu mun fleiri í langflestum greinum. Það séu helst hárgreiðslunámið eða snyrtifræðin þar sem þessi hlutföll snúast við. Það sem vekur hins vegar athygli mína er hvernig ungt fólk er að velja námið sitt í dag. Því mun fleiri velja til dæmis að fara í stúdentsnám samhliða iðngrein, sem þekktist ekki áður. Þetta er vísbending um að ungt fólk líti ekki lengur á nám sem það velur í dag sem ákvörðun fyrir starfsframann út ævina. Ungt fólk velur meira í takt við áhuga en ekki endilega framtíðar starf sem muni ekki breytast.“ Hildur segir það menntapólitíska spurningu að velta fyrir sér hvort það ætti að stýra því með hvaða hætti ungt fólk velur að læra út frá því hverju vinnumarkaðurinn kallar eftir. Í dag sé þetta val hvers og eins og ekkert verið að reyna að beina fólki í eitt nám frekar en annað. Ljóst er að ungir karlmenn velja starfsnám frekar en bóknám því í tölum sem Iðan tók saman fyrir Atvinnulífið má sjá eftirfarandi sundurliðun: Í framhaldsskólum eru 54% stelpur 46% strákar. Í almennu bóknámi eru stelpur 55% á móti 45% strákar Í starfsnámi eru stelpur 32% á móti 68% stráka. Telur þú að starfsnám henti mögulega ungum karlmönnum betur en bóklegt nám? „Ég held að það sé mjög erfitt að fullyrða nokkuð um það. Þessar tölur eru samt í samræmi við þá skiptingu sem lengi hefur verið sýnileg í þessum starfsstéttum þar sem iðnaðarstörfin eru frekar karllæg. Ég hef í rauninni meiri áhyggjur af þeim hópi drengja sem eru ekki virkir. Fara ekki í neitt nám heldur sitja heima og ekki í virkni án þess að nokkur gefi þeim gaum. Mitt mat er að þetta sé mjög falinn hópur og mögulega fjölmennur og ég hef áhyggjur af því.“ Telur þú það jákvæða þróun að ungt fólk sé í auknum mæli að klára stúdentinn samhliða iðnmenntun? „Það nýtist að minnsta kosti oft vel ef fólk síðan velur að fara í frekara nám. Ég nefni sem dæmi verkfræði eða tæknifræði. Nemendur sem þegar hafa lokið iðnnámi eru til dæmis oft með reynslu umfram aðra nemendur af því að handleika þrívíddartæknina,“ segir Hildur en bætir við: „Ég tel hins vegar of snemmt að segja til um það hverju þessi þróun mun skil inn í framtíðina eða fyrir vinnumarkaðinn. Þetta er þróun sem við erum að upplifa núna, samhliða því að gervigreindin og fleira er að koma meira inn og allt eru þetta breytingar sem þurfa sinn tíma áður en við sjáum hverju þær skila.“ Erum við nálægt því að dekka þarfir vinnumarkaðarins með námsframboði, til dæmis því sem ungir menn helst velja? Nei það er mjög langur vegur frá því. Atvinnulífið vantar iðnmenntað fólk í nánast öllum tilfellum. Námsframboðið er hins vegar þannig að við erum ekki einu sinni nálægt því að geta boðið ungu fólki það nám sem það vill helst komast í. Ég nefni sem dæmi iðnnám fyrir byggingariðnaðinn. Þar eru langir biðlistar eftir því að komast í ákveðnar námsgreinar. Og á meðan þetta er svona, er óhjákvæmilegt fyrir byggingariðnaðinn að flytja inn erlent vinnuafl í stórum stíl.“ Skóla - og menntamál Starfsframi Tækni Mannauðsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00 Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01 Trendin 2023: „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar“ „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar heldur verðum við að horfa til framtíðar og vera tilbúin að bregðast við óþekktri framtíð,“ segir Íris Sigtryggsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, um áherslur í mannauðsmálum framundan. 12. janúar 2023 07:00 Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Við vitum ekki heldur hvernig unga fólkið mun velja sitt nám í framtíðinni. Ég sé mjög mikinn mun á því hvernig ungt fólk er að velja nám í dag í samanburði við hvað var algengast þegar ég byrjaði að vinna hér árið 2006.“ Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er í þessari viku og af því tilefni beinum við sjónum okkar að því hvernig ungt fólk velur nám og leggjum þar sérstaka áherslu á að skoða hvað ungir karlmenn velja að læra. Breytt hugarfar unga fólksins Síðustu árin hefur nokkuð verið um það fjallað, að konur hafa verið í miklum meirihluta útskriftarnema úr háskólanámi. Háskólamenntunin hafi hins vegar ekki skilað konum stjórnunarstörfum í samræmi við þann fjölda sem hefur menntað sig. Þá hefur lengi verið talað um kynjaskiptingu í starfsstéttum þar sem ýmist hallar á konur eða karla. Iðan fræðslusetur er í eigu Samtaka iðnaðarins, Samiðnar, MATVÍS, Grafíu, FIT, VM, Bílgreinasambandsins, Samtaka ferðaþjónustunnar og Meistarafélags húsasmiða. „Strákarnir eru langtum fleiri hjá okkur en stelpurnar,“ segir Hildur og vísar þar til iðnmenntunar í þeim atvinnugreinum sem Iðan fræðslusetur starfar fyrir. Strákarnir séu mun fleiri í langflestum greinum. Það séu helst hárgreiðslunámið eða snyrtifræðin þar sem þessi hlutföll snúast við. Það sem vekur hins vegar athygli mína er hvernig ungt fólk er að velja námið sitt í dag. Því mun fleiri velja til dæmis að fara í stúdentsnám samhliða iðngrein, sem þekktist ekki áður. Þetta er vísbending um að ungt fólk líti ekki lengur á nám sem það velur í dag sem ákvörðun fyrir starfsframann út ævina. Ungt fólk velur meira í takt við áhuga en ekki endilega framtíðar starf sem muni ekki breytast.“ Hildur segir það menntapólitíska spurningu að velta fyrir sér hvort það ætti að stýra því með hvaða hætti ungt fólk velur að læra út frá því hverju vinnumarkaðurinn kallar eftir. Í dag sé þetta val hvers og eins og ekkert verið að reyna að beina fólki í eitt nám frekar en annað. Ljóst er að ungir karlmenn velja starfsnám frekar en bóknám því í tölum sem Iðan tók saman fyrir Atvinnulífið má sjá eftirfarandi sundurliðun: Í framhaldsskólum eru 54% stelpur 46% strákar. Í almennu bóknámi eru stelpur 55% á móti 45% strákar Í starfsnámi eru stelpur 32% á móti 68% stráka. Telur þú að starfsnám henti mögulega ungum karlmönnum betur en bóklegt nám? „Ég held að það sé mjög erfitt að fullyrða nokkuð um það. Þessar tölur eru samt í samræmi við þá skiptingu sem lengi hefur verið sýnileg í þessum starfsstéttum þar sem iðnaðarstörfin eru frekar karllæg. Ég hef í rauninni meiri áhyggjur af þeim hópi drengja sem eru ekki virkir. Fara ekki í neitt nám heldur sitja heima og ekki í virkni án þess að nokkur gefi þeim gaum. Mitt mat er að þetta sé mjög falinn hópur og mögulega fjölmennur og ég hef áhyggjur af því.“ Telur þú það jákvæða þróun að ungt fólk sé í auknum mæli að klára stúdentinn samhliða iðnmenntun? „Það nýtist að minnsta kosti oft vel ef fólk síðan velur að fara í frekara nám. Ég nefni sem dæmi verkfræði eða tæknifræði. Nemendur sem þegar hafa lokið iðnnámi eru til dæmis oft með reynslu umfram aðra nemendur af því að handleika þrívíddartæknina,“ segir Hildur en bætir við: „Ég tel hins vegar of snemmt að segja til um það hverju þessi þróun mun skil inn í framtíðina eða fyrir vinnumarkaðinn. Þetta er þróun sem við erum að upplifa núna, samhliða því að gervigreindin og fleira er að koma meira inn og allt eru þetta breytingar sem þurfa sinn tíma áður en við sjáum hverju þær skila.“ Erum við nálægt því að dekka þarfir vinnumarkaðarins með námsframboði, til dæmis því sem ungir menn helst velja? Nei það er mjög langur vegur frá því. Atvinnulífið vantar iðnmenntað fólk í nánast öllum tilfellum. Námsframboðið er hins vegar þannig að við erum ekki einu sinni nálægt því að geta boðið ungu fólki það nám sem það vill helst komast í. Ég nefni sem dæmi iðnnám fyrir byggingariðnaðinn. Þar eru langir biðlistar eftir því að komast í ákveðnar námsgreinar. Og á meðan þetta er svona, er óhjákvæmilegt fyrir byggingariðnaðinn að flytja inn erlent vinnuafl í stórum stíl.“
Skóla - og menntamál Starfsframi Tækni Mannauðsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00 Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01 Trendin 2023: „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar“ „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar heldur verðum við að horfa til framtíðar og vera tilbúin að bregðast við óþekktri framtíð,“ segir Íris Sigtryggsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, um áherslur í mannauðsmálum framundan. 12. janúar 2023 07:00 Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00
Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01
Trendin 2023: „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar“ „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar heldur verðum við að horfa til framtíðar og vera tilbúin að bregðast við óþekktri framtíð,“ segir Íris Sigtryggsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, um áherslur í mannauðsmálum framundan. 12. janúar 2023 07:00
Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02