Ein af þeim bestu hætti skyndilega við að keppa á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2023 08:31 Mal O’Brien með Katrínu Tönju Davíðsdóttur á góðri stundu en þær kepptu saman í liði í janúar. Instagram/@malobrien_ Bandaríska undrabarnið Mallory O'Brien verður ekki með á heimsleikunum í ár. Þar með hafa tvær bestu CrossFit konur síðustu heimsleika hætt við keppni. Fréttirnar eru mjög óvæntar því O'Brien átti að keppa á sínu undanúrslitamóti um helgina. O'Brien tilkynnti hins vegar á samfélagsmiðlum að hún myndi ekki keppa á mótinu og þar með á hún ekki lengur möguleika á að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) O'Brien sagði ástæðuna vera persónulegar en að liðsfélagar hennar hjá HWPO hafi verið skilningsríkir og stutt vel við bakið á henni við að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Stundum glímum við öll við andlegar áskoranir sem krefjast athygli og aðgátar. Það er mikilvægt að forgangsraða okkar vellíðan og taka á móti stuðningi ástvinanna,“ skrifaði Mal O'Brien. „Munið það að lífið snýst ekki bara um að vinna titla og ná markmiðum. Það á að snúast um að ná jafnvægi, hugsa vel um okkur sjálf og bera umhyggju fyrir stundunum sem skipta virkilegu máli,“ skrifaði O'Brien. „Ég mun taka mér þetta frí til að einbeita mér að því sem skiptir mestu máli fyrir mig. Ég kann að meta þann stuðning sem ég fæ á þessum tíma. Ég óska öllum liðsfélögum mínum og keppinautum góðs gengis,“ skrifaði O'Brien. At 18 years old, Mallory O Brien is the youngest athlete to win the CrossFit Open. https://t.co/cjMdpiXglt— The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 2, 2022 O'Brien er aðeins nítján ára gömul en náði öðru sætinu á heimsleikunum 2022 á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Árið áður var hún kosin besti nýliðinn eftir að hafa náð sjöunda sæti sautján ára gömul. Mal keppti meðal annars með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttir í liðakeppni Wodapalooza í janúar síðastliðnum. O'Brien hafði byrjað þetta tímabil frábærlega en hún náði bestum árangri allra í fjórðungsúrslitunum og var einnig efst í opna hlutanum. Það fer því ekkert á milli mála að O'Brien var ein sú sigurstranglegasta á heimsleikunum í haust. Fjarvera Tiu-Clair Toomey og Mallory O'Brien opnar dyrnar fyrir aðrar CrossFit konur og það sjá örugglega margar þeirra gullið tækifæri til að vinna langþráðan heimsmeistaratitil sem hefur verið í áskrift hjá Toomey undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_) CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Fréttirnar eru mjög óvæntar því O'Brien átti að keppa á sínu undanúrslitamóti um helgina. O'Brien tilkynnti hins vegar á samfélagsmiðlum að hún myndi ekki keppa á mótinu og þar með á hún ekki lengur möguleika á að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) O'Brien sagði ástæðuna vera persónulegar en að liðsfélagar hennar hjá HWPO hafi verið skilningsríkir og stutt vel við bakið á henni við að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Stundum glímum við öll við andlegar áskoranir sem krefjast athygli og aðgátar. Það er mikilvægt að forgangsraða okkar vellíðan og taka á móti stuðningi ástvinanna,“ skrifaði Mal O'Brien. „Munið það að lífið snýst ekki bara um að vinna titla og ná markmiðum. Það á að snúast um að ná jafnvægi, hugsa vel um okkur sjálf og bera umhyggju fyrir stundunum sem skipta virkilegu máli,“ skrifaði O'Brien. „Ég mun taka mér þetta frí til að einbeita mér að því sem skiptir mestu máli fyrir mig. Ég kann að meta þann stuðning sem ég fæ á þessum tíma. Ég óska öllum liðsfélögum mínum og keppinautum góðs gengis,“ skrifaði O'Brien. At 18 years old, Mallory O Brien is the youngest athlete to win the CrossFit Open. https://t.co/cjMdpiXglt— The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 2, 2022 O'Brien er aðeins nítján ára gömul en náði öðru sætinu á heimsleikunum 2022 á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Árið áður var hún kosin besti nýliðinn eftir að hafa náð sjöunda sæti sautján ára gömul. Mal keppti meðal annars með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttir í liðakeppni Wodapalooza í janúar síðastliðnum. O'Brien hafði byrjað þetta tímabil frábærlega en hún náði bestum árangri allra í fjórðungsúrslitunum og var einnig efst í opna hlutanum. Það fer því ekkert á milli mála að O'Brien var ein sú sigurstranglegasta á heimsleikunum í haust. Fjarvera Tiu-Clair Toomey og Mallory O'Brien opnar dyrnar fyrir aðrar CrossFit konur og það sjá örugglega margar þeirra gullið tækifæri til að vinna langþráðan heimsmeistaratitil sem hefur verið í áskrift hjá Toomey undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_)
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira