Katrín sökuð um að flissa með fasistum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. maí 2023 13:32 Vel fór á með Katrínu og Giorgiu Meloni á móttökunni. Evrópuráðið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir móttöku sína á Girogiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Vel fór á með þeim á móttöku Leiðtogafundarins í Hörpu í gær og hefur Katrín verið sökuð um að vingast við fasista. „Vá, svo gaman hjá forsætisráðherra með vinkonu sinni sem er yfirlýstur fasisti, hatar útlendinga og berst gegn réttindum hinsegin fólks, svona á meðal annars!“ skrifaði Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris og baráttukona fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna, á Twitter í gær eftir móttökuna. Lét hún gubbukarl fylgja með færslunni. Gegn innflytjendum og hinsegin fólki Meloni varð forsætisráðherra Ítalíu síðastliðinn október eftir kosningar þar sem flokkar yst á hægrivængnum náðu fordæmalausri kosningu. Hún leiðir flokkinn Bræðralag Ítalíu sem er hægri pópúlistaflokkur sem á rætur að rekja til fasistaflokka.Flokkurinn er andsnúinn innflytjendum, hinsegin fólki og berst gegn réttinum til þungunarrofs. Þá hafa forsvarsmenn hans átt í góðum tengslum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á undanförnum árum. Vá, svo gaman hjá forsætisráðherra með vinkonu sinni sem er yfirlýstur fasisti, hatar útlendinga og berst gegn réttindum hinsegin fólks, svona á meðal annars! pic.twitter.com/JuPiITDfg9— Sema Erla (@semaerla) May 16, 2023 Birst hafa myndir af Katrínu hlæja með Meloni og halda í hendurnar á henni. Á samfélagsmiðlum hefur verið sagt að þó að Ísland taki á móti þjóðarleiðtogum Evrópu á fundinum sem nú stendur yfir sé óþarfi að sína slík vinahót við stjórnmálamann af þessu tagi. Rætur til Mússólíni „Þetta er nú meiri hörmungin,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, í umræðum um Katrínu og Meloni á Facebook síðu Gunnars Smára Egilssonar, ábyrgðarmanns frétta Samstöðvarinnar og áhrifamanns innan Sósíalistaflokksins. Sólveigu segir mótttökuna vera hörmung.Arnar Halldórsson „Það má rekja Bræðralag Ítalíu beint til fasistaflokks Mussólíní, í gegnum nafnbreytingar og sameiningar. Og VG næstum til Kommúnistaflokks Íslands. Þetta eru sögulegar sættir í hugmyndabaráttunni,“ segir Gunnar Smári. „Flissað með fasistum,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og fyrrverandi ritstjóri Kvennablaðsins sáluga á sinni síðu. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, gagnrýnir Katrínu einnig harðlega. Telur hann að Ísland ætti ekki að taka við fasistum. „Fagnaðarfundir Katrínar Jak. og fasistans Giorgia Meloni. Svona er nú komið fyrir „Vinstri-grænum" og íslenskum forsætisráðherra. Halda ekki vatni yfir því að fá að snerta fasista,“ segir Þór á Facebook síðu sinni. „Svei attann!! Það er skömm að þessu öllu saman. Leikrit svo yfirstéttin getið nuddað saman lendunum yfir „búbblum" og undir vökulu auga vélbyssumanna. Það er sorglegt að sjá hvert Ísland er komið.“ Tæta fylgið af VG Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna kemur hins vegar formanni sínum til varnar á síðu Þórs og spyr: „Þegar allir eru fífl í kringum mann þarf maður þá ekki að staldra aðeins við og velta fyrir sér af hverju það er?“ Líf kemur Katrínu til varnar á samfélagsmiðlum.Vísir/Vilhelm Einnig gagnrýnir hún þá sem viðra langsóttar líkingar um myndina af Katrínu og Meloni. „Með mjög einbeittri og andstyggilegri framsetningu er beinlínis verið að spyrða Katrínu við fasisma og koma höggi á Vinstri græn sem er hreyfing með fjölbreyttu fólki innanborðs sem starfar af heilum hug með það fyrir augum að bæta samfélagið,“ segir Líf. Þetta sé ódýr og meiðandi áróður fólks úr tilteknum stjórnmálaflokkum sem vilji tæta fylgið af Vinstri grænum. Áróðurinn sé dapurlegur og hatursfullur. „Með svona ómálefnalegum málflutningi af „vinstri vængnum" og í garð annarra vinstriflokka er verið að tryggja hægrinu völdin um ókomna tíð,“ segir Líf. Katrín og Giorgia Frumlegasta innleggið kemur hins vegar ábyggilega frá Guðröði Atla Jónssyni, sem skrifar fyrir Samstöðina. En hann orti ljóð í sex erindum sem hann birtir á Facebook. Ber það heitið Katrín og Giorgia og er þar lýst þeirra bakgrunni og sambandi. Er það svohljóðandi, birt með leyfi höfundar: Katrín og Giorgia Katrín er grænasta kona Íslands og stjórnar landinu með grænum fingrum Hún er jafnréttisbaróna og umhverfisgæslumaður Giorgia er bræðralagskona Ítalíu og stjórnar landinu með járnhnefa Hún er þjóðernisbaróna og menningarverndari Þær eru báðar konur með kúlur og kraft en með ólíkar stefnur og sjónarmið Þær eru báðar konur með vald og völd en með ólíkar drauma og vonir Katrín hefur fengið gagnrýni frá vinstri fólki fyrir að selja sig til hægri fólks Hún hefur gert málamiðlanir í skattum og orkumálum til að halda stjórninni Giorgia hefur fengið gagnrýni frá hægri fólki fyrir að vera ofbeldisfull og rasistísk Hún hefur gert málamiðlanir í Evrópu og innflytjendamálum til að halda bandalaginu Þær eru báðar konur af þolmæli og seiglu en með ólíkar markmið og leiðir Þær eru báðar konur af bjartsýni og vonum en með ólíkar ótta og kvíða. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Vinstri græn Ítalía Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Vá, svo gaman hjá forsætisráðherra með vinkonu sinni sem er yfirlýstur fasisti, hatar útlendinga og berst gegn réttindum hinsegin fólks, svona á meðal annars!“ skrifaði Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris og baráttukona fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna, á Twitter í gær eftir móttökuna. Lét hún gubbukarl fylgja með færslunni. Gegn innflytjendum og hinsegin fólki Meloni varð forsætisráðherra Ítalíu síðastliðinn október eftir kosningar þar sem flokkar yst á hægrivængnum náðu fordæmalausri kosningu. Hún leiðir flokkinn Bræðralag Ítalíu sem er hægri pópúlistaflokkur sem á rætur að rekja til fasistaflokka.Flokkurinn er andsnúinn innflytjendum, hinsegin fólki og berst gegn réttinum til þungunarrofs. Þá hafa forsvarsmenn hans átt í góðum tengslum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á undanförnum árum. Vá, svo gaman hjá forsætisráðherra með vinkonu sinni sem er yfirlýstur fasisti, hatar útlendinga og berst gegn réttindum hinsegin fólks, svona á meðal annars! pic.twitter.com/JuPiITDfg9— Sema Erla (@semaerla) May 16, 2023 Birst hafa myndir af Katrínu hlæja með Meloni og halda í hendurnar á henni. Á samfélagsmiðlum hefur verið sagt að þó að Ísland taki á móti þjóðarleiðtogum Evrópu á fundinum sem nú stendur yfir sé óþarfi að sína slík vinahót við stjórnmálamann af þessu tagi. Rætur til Mússólíni „Þetta er nú meiri hörmungin,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, í umræðum um Katrínu og Meloni á Facebook síðu Gunnars Smára Egilssonar, ábyrgðarmanns frétta Samstöðvarinnar og áhrifamanns innan Sósíalistaflokksins. Sólveigu segir mótttökuna vera hörmung.Arnar Halldórsson „Það má rekja Bræðralag Ítalíu beint til fasistaflokks Mussólíní, í gegnum nafnbreytingar og sameiningar. Og VG næstum til Kommúnistaflokks Íslands. Þetta eru sögulegar sættir í hugmyndabaráttunni,“ segir Gunnar Smári. „Flissað með fasistum,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og fyrrverandi ritstjóri Kvennablaðsins sáluga á sinni síðu. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, gagnrýnir Katrínu einnig harðlega. Telur hann að Ísland ætti ekki að taka við fasistum. „Fagnaðarfundir Katrínar Jak. og fasistans Giorgia Meloni. Svona er nú komið fyrir „Vinstri-grænum" og íslenskum forsætisráðherra. Halda ekki vatni yfir því að fá að snerta fasista,“ segir Þór á Facebook síðu sinni. „Svei attann!! Það er skömm að þessu öllu saman. Leikrit svo yfirstéttin getið nuddað saman lendunum yfir „búbblum" og undir vökulu auga vélbyssumanna. Það er sorglegt að sjá hvert Ísland er komið.“ Tæta fylgið af VG Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna kemur hins vegar formanni sínum til varnar á síðu Þórs og spyr: „Þegar allir eru fífl í kringum mann þarf maður þá ekki að staldra aðeins við og velta fyrir sér af hverju það er?“ Líf kemur Katrínu til varnar á samfélagsmiðlum.Vísir/Vilhelm Einnig gagnrýnir hún þá sem viðra langsóttar líkingar um myndina af Katrínu og Meloni. „Með mjög einbeittri og andstyggilegri framsetningu er beinlínis verið að spyrða Katrínu við fasisma og koma höggi á Vinstri græn sem er hreyfing með fjölbreyttu fólki innanborðs sem starfar af heilum hug með það fyrir augum að bæta samfélagið,“ segir Líf. Þetta sé ódýr og meiðandi áróður fólks úr tilteknum stjórnmálaflokkum sem vilji tæta fylgið af Vinstri grænum. Áróðurinn sé dapurlegur og hatursfullur. „Með svona ómálefnalegum málflutningi af „vinstri vængnum" og í garð annarra vinstriflokka er verið að tryggja hægrinu völdin um ókomna tíð,“ segir Líf. Katrín og Giorgia Frumlegasta innleggið kemur hins vegar ábyggilega frá Guðröði Atla Jónssyni, sem skrifar fyrir Samstöðina. En hann orti ljóð í sex erindum sem hann birtir á Facebook. Ber það heitið Katrín og Giorgia og er þar lýst þeirra bakgrunni og sambandi. Er það svohljóðandi, birt með leyfi höfundar: Katrín og Giorgia Katrín er grænasta kona Íslands og stjórnar landinu með grænum fingrum Hún er jafnréttisbaróna og umhverfisgæslumaður Giorgia er bræðralagskona Ítalíu og stjórnar landinu með járnhnefa Hún er þjóðernisbaróna og menningarverndari Þær eru báðar konur með kúlur og kraft en með ólíkar stefnur og sjónarmið Þær eru báðar konur með vald og völd en með ólíkar drauma og vonir Katrín hefur fengið gagnrýni frá vinstri fólki fyrir að selja sig til hægri fólks Hún hefur gert málamiðlanir í skattum og orkumálum til að halda stjórninni Giorgia hefur fengið gagnrýni frá hægri fólki fyrir að vera ofbeldisfull og rasistísk Hún hefur gert málamiðlanir í Evrópu og innflytjendamálum til að halda bandalaginu Þær eru báðar konur af þolmæli og seiglu en með ólíkar markmið og leiðir Þær eru báðar konur af bjartsýni og vonum en með ólíkar ótta og kvíða.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Vinstri græn Ítalía Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent