Paramount birti stikluna fyrir skömmu en hægt er að sjá hana í spilaranum hér neðar.
Myndin heitir Mission Impossible Dead Reckoning Part One. Stiklan varpar ekki miklu ljósi á söguþráð myndanna en hægt er að gera ráð fyrir því að Hunt og félagar þurfi einhvern veginn að bjarga heiminum, á sama tíma og þau eru hundelt af bæði góðu og vondu köllunum.
Þar sjást leikarar sem hafa verið lengi í myndunum. Fyrir utan Cruise má nefna þau Ving Rhames, Simon pegg, Rebeccu Ferguson og Vanessu Kirby. Herny Czerny bregður einnig fyrir sem Eugene Kittridge en hann hefur sést áður í þessum söguheimi.
Þá bregður Hayley Atwell einnig fyrir í stiklunni en hún hefur ekki sést áður í Mission Impossible myndunum.
Dead Reckoning verður frumsýn þann 12. júlí. Til stendur að frumsýnda Part Two, síðustu MI-myndina, á næstar ári.