Blikar sýndu frá fyrstu æfingu á nýja grasinu í dag en þar voru Íslandsmeistararnir í karlaliðinu á ferðinni.
Fyrsta æfingin á nýja grasinu á Kópavogsvelli pic.twitter.com/JMmkJ3Qv7y
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) May 17, 2023
Þeir spila jafnframt fyrsta leikinn á nýja grasinu, á sunnudaginn þegar þeir taka á móti KA í Bestu deildinni.
Kvennalið Breiðabliks spilar svo sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni næsta þriðjudag þegar liðið tekur á móti FH. Blikakonur þurftu að byrja Íslandsmótið á fjórum útileikjum og töpuðu tveimur þeirra en unnu tvo. Í staðinn spila þær fimm heimaleiki í röð á þrjátíu daga tímabili í júní og júlí.
Karlalið Breiðabliks gat hafið Íslandsmótið á Kópavogsvelli, áður en framkvæmdir þar hófust, en þurfti svo að spila heimaleik sinn við Fram á Würth-vellinum í Árbæ en fagnaði þó 5-4 sigri í ævintýralegum leik.
Fimm af sjö leikjum Íslandsmeistaranna til þessa hafa verið á útivelli og hafa þeir unnið fjóra þeirra en tapað einum.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.