Fólk virtist hrætt við að mæta í bæinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2023 21:26 Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson, veitingamaður, telur fólk hafa verið hrætt við að sækja Miðbæinn vegna vopnaðra lögreglumanna. Vísir/Sigurjón Veitingamaður telur að þungvopnaðir lögreglumenn hafi skotið fólki skelk í bringu og það þess vegna forðast að sækja miðborgina síðustu daga. Miðbærinn hafi verið „skelfilega rólegur“ yfir leiðtogafundinn. Vopnaðir lögreglumenn, leyniskyttur á húsþökum og viðamiklar götulokanir einkenndu miðborg Reykjavíkur meðan leiðtogarnir funduðu í Hörpu. Við þjóðmenningarhúsið varð til að mynda til hálfgerður Hopphjólakirkjugarður; bannsvæði fyrir hjólin tók gildi rétt handan við hornið og notendur skildu hjólin eftir í hrönnum við mörk svæðisins. Veitingamann í miðbænum grunar að margir hafi hreinlega haldið að miðbærinn væri lokaður öllum þessa tvo daga, ekki aðeins bíla- og rafskútuumferð. „Það hefur verið alveg skelfilega rólegt ef ég á að vera hreinskilinn. Það hefur alveg verið næs að vera með enga bíla í bænum en það hefur bara vantað fólk. Fólk virðist vera hrætt við að koma í bæinn,“ segir Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson, veitingamaður á Brút. Hvað ætli valdi? „Ég veit það ekki. En mér fannst allavega ekkert þægilegt þegar það sat inni hjá mér fólk með hríðskotabyssur að borða í hádeginu í gær,“ segir Ólafur. Mörgum hefur eflaust þótt ógnvekjandi að sjá leyniskyttur á þaki Hörpunnar.Vísir Vilhelm Tékkneski forsetinn fetaði í fótspor Clinton Talsvert meira líf var þó í miðborginni í dag en í gær, eins og röðin á Bæjarins bestu var til vitnis um. Forseti Tékklands tók sér Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta til fyrirmyndar og greip sér pylsu síðdegis. Hrafnhildur Ásgeirsdóttir pylsusali hafði ekki tekið á móti neinum þjóðarleiðtoga þegar fréttastofa leit til hennar um hádegisbil; Emmanuel Macron Frakklandsforseti lét sig til dæmis vanta. „Þannig að það er fúlt. Af því að ég hefði kannski þekkt hann í sjón ef hann hefði komið,“ segir Hrafnhildur. Þannig að þú stendur bara vaktina hér, kannski kíkir einhver á þig úr Hörpu? „Ég vona það. Það eru allavega allir velkomnir.“ Og talandi um Macron; hann reif sig upp fyrir allar aldir í morgun og fór í einkaskoðunarferð á Þingvelli. Støre kíkti í pottinn Fleiri leiðtogar sinntu öðrum verkefnum meðfram fundi; forsætisráðherra Danmerkur gæddi sér á sérstakri sósíal-demókrataköku með formanni Samfylkingarinnar og forsetar Ungverjalands og Póllands skelltu sér í ræktina. Þá var síðasta verk Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs áður en hann hélt af landi brott í tilefni þjóðhátíðardags Norðmanna, sem er einmitt í dag, að skella sér í pottinn í Sundhöll Reykjavíkur. Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, hafði ekki gert sér grein fyrir að Jonas Støre, forsætisráðherra Noregs, hefði kíkt í potta Sundhallarinnar.Vísir/Sigurjón „Ef það hefði ekki verið viðtal við hann þá hefðum við örugglega ekkert vitað af þessu því hann er reglulegur gestur hér,“ segir Drífa Magnúsdóttir forstöðumaður. Hvernig hafa viðbrögðin verið við viðtalinu? „Ég hef aðallega fengið komment á að það þurfi að fara að mála pottana,“ segir Drífa og boðar skurk í þeim efnum í sumar, í nafni Jonas Gahr Støre. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. 17. maí 2023 10:57 „Ef það er hryðjuverkamaður þá myndi það sökka ef lögreglan hefði ekki byssur“ Ungir strákar í miðbæ Reykjavíkur ræddu við fréttamann Stöðvar 2 um leiðtogafundinn sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun. Þeir virtust vera nokkuð með á nótunum varðandi það sem er í gangi í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. 16. maí 2023 17:14 Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. 15. maí 2023 23:15 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Vopnaðir lögreglumenn, leyniskyttur á húsþökum og viðamiklar götulokanir einkenndu miðborg Reykjavíkur meðan leiðtogarnir funduðu í Hörpu. Við þjóðmenningarhúsið varð til að mynda til hálfgerður Hopphjólakirkjugarður; bannsvæði fyrir hjólin tók gildi rétt handan við hornið og notendur skildu hjólin eftir í hrönnum við mörk svæðisins. Veitingamann í miðbænum grunar að margir hafi hreinlega haldið að miðbærinn væri lokaður öllum þessa tvo daga, ekki aðeins bíla- og rafskútuumferð. „Það hefur verið alveg skelfilega rólegt ef ég á að vera hreinskilinn. Það hefur alveg verið næs að vera með enga bíla í bænum en það hefur bara vantað fólk. Fólk virðist vera hrætt við að koma í bæinn,“ segir Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson, veitingamaður á Brút. Hvað ætli valdi? „Ég veit það ekki. En mér fannst allavega ekkert þægilegt þegar það sat inni hjá mér fólk með hríðskotabyssur að borða í hádeginu í gær,“ segir Ólafur. Mörgum hefur eflaust þótt ógnvekjandi að sjá leyniskyttur á þaki Hörpunnar.Vísir Vilhelm Tékkneski forsetinn fetaði í fótspor Clinton Talsvert meira líf var þó í miðborginni í dag en í gær, eins og röðin á Bæjarins bestu var til vitnis um. Forseti Tékklands tók sér Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta til fyrirmyndar og greip sér pylsu síðdegis. Hrafnhildur Ásgeirsdóttir pylsusali hafði ekki tekið á móti neinum þjóðarleiðtoga þegar fréttastofa leit til hennar um hádegisbil; Emmanuel Macron Frakklandsforseti lét sig til dæmis vanta. „Þannig að það er fúlt. Af því að ég hefði kannski þekkt hann í sjón ef hann hefði komið,“ segir Hrafnhildur. Þannig að þú stendur bara vaktina hér, kannski kíkir einhver á þig úr Hörpu? „Ég vona það. Það eru allavega allir velkomnir.“ Og talandi um Macron; hann reif sig upp fyrir allar aldir í morgun og fór í einkaskoðunarferð á Þingvelli. Støre kíkti í pottinn Fleiri leiðtogar sinntu öðrum verkefnum meðfram fundi; forsætisráðherra Danmerkur gæddi sér á sérstakri sósíal-demókrataköku með formanni Samfylkingarinnar og forsetar Ungverjalands og Póllands skelltu sér í ræktina. Þá var síðasta verk Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs áður en hann hélt af landi brott í tilefni þjóðhátíðardags Norðmanna, sem er einmitt í dag, að skella sér í pottinn í Sundhöll Reykjavíkur. Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, hafði ekki gert sér grein fyrir að Jonas Støre, forsætisráðherra Noregs, hefði kíkt í potta Sundhallarinnar.Vísir/Sigurjón „Ef það hefði ekki verið viðtal við hann þá hefðum við örugglega ekkert vitað af þessu því hann er reglulegur gestur hér,“ segir Drífa Magnúsdóttir forstöðumaður. Hvernig hafa viðbrögðin verið við viðtalinu? „Ég hef aðallega fengið komment á að það þurfi að fara að mála pottana,“ segir Drífa og boðar skurk í þeim efnum í sumar, í nafni Jonas Gahr Støre.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. 17. maí 2023 10:57 „Ef það er hryðjuverkamaður þá myndi það sökka ef lögreglan hefði ekki byssur“ Ungir strákar í miðbæ Reykjavíkur ræddu við fréttamann Stöðvar 2 um leiðtogafundinn sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun. Þeir virtust vera nokkuð með á nótunum varðandi það sem er í gangi í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. 16. maí 2023 17:14 Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. 15. maí 2023 23:15 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. 17. maí 2023 10:57
„Ef það er hryðjuverkamaður þá myndi það sökka ef lögreglan hefði ekki byssur“ Ungir strákar í miðbæ Reykjavíkur ræddu við fréttamann Stöðvar 2 um leiðtogafundinn sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun. Þeir virtust vera nokkuð með á nótunum varðandi það sem er í gangi í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. 16. maí 2023 17:14
Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. 15. maí 2023 23:15
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent