Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Í fréttatíma kvöldsins verður fjallað ítarlega um leiðtogafundinn í Reykjavík, opinbera yfirlýsingu fundarins, ávarp forsætisráðherra Úkraínu og hvernig fundargestir skemmtu sér í frítíma sínum.

Forsætisráðherra Úkraínu segir það mikilvægt fyrsta skref að Evrópuráðið hafi ákveðið í dag að hefja skipulega skráningu á því tjóni sem Rússar hafa valdið Úkraínu með innrás sinni í landið. Í yfirlýsingu leiðtogafundarins er auk þess tekið á almennum mannréttindum, réttindum minnihlutahópa, barna, kvenréttindum og réttinum til heilnæms umhverfis.

Við ræðum við Heimi Má Pétursson fréttamann sem hefur fylgst með leiðtogafundinum.

Þá verðum við í beinni frá miðborginni sem er að komast í samt horf eftir að hafa verið nær óþekkjanleg síðustu daga og skoðum hvað leiðtogarnir gerðu sér til skemmtunar þegar þeir sátu ekki á fundum í Hörpu.

Þá kynnum við okkur nýtt og umhverfisvænna bensín sem er komið á dælur, kíkjum á nýja vefsíðu sem á að marka byltingu í aðgengi að skipulagsmálum og verðum í beinni frá fimmtíu ára afmæli Leiknis. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×