Gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga á fundi með Katrínu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. maí 2023 10:55 Leo Vardakar vill sjá endalok hvalveiða í heiminum. Samsett: Getty, Arnar Halldórsson Leo Vardakar, forsætisráðherra Írlands, gagnrýnir Íslendinga fyrir hvalveiðar. Tók hann upp málið á tvíhliða fundi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á leiðtogafundi Evrópuráðsins í vikunni. „Við áttum gott samtal um þetta. Ný rannsókn sem gerð var fyrir íslensk stjórnvöld sýnir að það tók marga hvali tvo eða þrjá tíma að deyja,“ segir Vardakar við írska dagblaðið Independent. Vísar hann þá til eftirlitsrannsóknar Matvælastofnunar frá síðasta hvalveiðiári sem vakið hefur mikla athygli og hneykslan. Vardakar segist hafa gagnrýnt hvalveiðar Íslendinga á leiðtogafundinum. „Eins og Írar sjálfir, vilja Íslendingar ekki að erlendar ríkisstjórnir segi þeim fyrir verkum. Svo ég ásakaði þá ekki. En ég tók málið upp og hún var viljug að tala um þetta,“ segir hann um fundinn með Katrínu. Vill sjá endalok hvalveiða Segir hann að Katrín hefði sagt sér að það væri enn þá óljóst hvort að ný hvalveiðileyfi verði gefin út fyrir næsta ár. Ef svo gæti það verið gert með mun strangari skilyrðum um dýravelferð en nú eru. „Það er opin spurning á Íslandi um hvort að hvalveiðar ættu að vera leyfilegar eða ekki. Þetta er frekar nýleg hefð í landinu, innflutt af Norðmönnum á síðustu öld,“ segir hann. Vardakar segir að írskt hafsvæði sé orðið að eins konar verndarsvæði fyrir hvali. Hafi bæði hvölum og höfrungum fjölgað á undanförnum árum við írskar strendur sem sé mikilvægt fyrir bæði ferðamannaiðnaðinn og líffræðilegan fjölbreytileika. „Ég myndi vilja sjá endalok hvalveiða í öllum heiminum. En við skiljum að aðrar þjóðir taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Vardakar. „Við ætlum ekki að segja öðrum þjóðum hvernig þau eiga að haga sér. Við viljum aðallega tala um samstarf. En við deilum öll hafinu og líffræðilegur fjölbreytileiki er hluti af umræðunni fyrir alla.“ Írland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hvalveiðar Tengdar fréttir Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26 Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00 „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
„Við áttum gott samtal um þetta. Ný rannsókn sem gerð var fyrir íslensk stjórnvöld sýnir að það tók marga hvali tvo eða þrjá tíma að deyja,“ segir Vardakar við írska dagblaðið Independent. Vísar hann þá til eftirlitsrannsóknar Matvælastofnunar frá síðasta hvalveiðiári sem vakið hefur mikla athygli og hneykslan. Vardakar segist hafa gagnrýnt hvalveiðar Íslendinga á leiðtogafundinum. „Eins og Írar sjálfir, vilja Íslendingar ekki að erlendar ríkisstjórnir segi þeim fyrir verkum. Svo ég ásakaði þá ekki. En ég tók málið upp og hún var viljug að tala um þetta,“ segir hann um fundinn með Katrínu. Vill sjá endalok hvalveiða Segir hann að Katrín hefði sagt sér að það væri enn þá óljóst hvort að ný hvalveiðileyfi verði gefin út fyrir næsta ár. Ef svo gæti það verið gert með mun strangari skilyrðum um dýravelferð en nú eru. „Það er opin spurning á Íslandi um hvort að hvalveiðar ættu að vera leyfilegar eða ekki. Þetta er frekar nýleg hefð í landinu, innflutt af Norðmönnum á síðustu öld,“ segir hann. Vardakar segir að írskt hafsvæði sé orðið að eins konar verndarsvæði fyrir hvali. Hafi bæði hvölum og höfrungum fjölgað á undanförnum árum við írskar strendur sem sé mikilvægt fyrir bæði ferðamannaiðnaðinn og líffræðilegan fjölbreytileika. „Ég myndi vilja sjá endalok hvalveiða í öllum heiminum. En við skiljum að aðrar þjóðir taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Vardakar. „Við ætlum ekki að segja öðrum þjóðum hvernig þau eiga að haga sér. Við viljum aðallega tala um samstarf. En við deilum öll hafinu og líffræðilegur fjölbreytileiki er hluti af umræðunni fyrir alla.“
Írland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hvalveiðar Tengdar fréttir Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26 Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00 „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. 12. maí 2023 19:26
Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. 14. maí 2023 07:00
„Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14