Í fjórða skiptið sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst á einu stigi í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 15:00 Keyshawn Woods var hetja Stólanna og sýndi hvað hann er með sterkar taugar þegar hann setti niður fimm víti í röð á úrslitastundu þar sem þrjú í röð þegar fjórar sekúndur voru eftir. Woods átti erfitt með sig í leikslok eins og fleiri Stólar. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll er Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir að hafa unnið fimmta og síðasta leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla í körfubolta með minnsta mun. Spennan í úrslitaeinvíginu gat ekki verið meiri. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltaáhugfólk fær slíkan endi á Íslandsmótinu en þrisvar áður í sögu úrslitakeppni karla hefur úrslitaeinvígið ráðist á síðustu sekúndu í oddaleik. Tindastóll varð þannig fjórða liðið sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn á einu stigi í oddaleik. Þetta hafði reyndar ekki gerst í fjórtán ár eða síðan að KR vann 84-83 sigur á Grindavík vorið 2009. Þar áður unnu Njarðvíkingar 68-67 sigur á Grindvíkingum í oddaleik í Grindavík vorið 1994. Fyrsti oddaleikurinn til að vinnast á einu stigi var tvíframlengdur úrslitaleikur Njarðvíkur og Hauka vorið 1988. Haukarnir unnu á endanum með einu stigi, 92-91. Það vekur athygli að í þremur af þessum fjórum leikjum hefur útiliðið fagnað sigri. Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltaáhugfólk fær slíkan endi á Íslandsmótinu en þrisvar áður í sögu úrslitakeppni karla hefur úrslitaeinvígið ráðist á síðustu sekúndu í oddaleik. Tindastóll varð þannig fjórða liðið sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn á einu stigi í oddaleik. Þetta hafði reyndar ekki gerst í fjórtán ár eða síðan að KR vann 84-83 sigur á Grindavík vorið 2009. Þar áður unnu Njarðvíkingar 68-67 sigur á Grindvíkingum í oddaleik í Grindavík vorið 1994. Fyrsti oddaleikurinn til að vinnast á einu stigi var tvíframlengdur úrslitaleikur Njarðvíkur og Hauka vorið 1988. Haukarnir unnu á endanum með einu stigi, 92-91. Það vekur athygli að í þremur af þessum fjórum leikjum hefur útiliðið fagnað sigri. Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.
Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum