Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2023 13:37 Clare Nowland er nokkuð þekkt í heimabæ sínum. Áður en hún þjáðist elliglöpum hélt hún upp á áttatíu ára afmæli sitt með því að fara í fallhlífarstökk og var fjallað um það í fjölmiðlum í Ástralíu. AP/ABC Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. Atvikið átti sér stað í bænum Cooma þar sem lögregluþjónar voru kallaðir til hjúkrunarheimilis á dögunum. Þar var Clare Nowland með hníf í hendi og var hún sögð óróleg. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang en þá hélt Nowland á steikarhníf. Lögreglustjórinn Peter Cotter segir að Nowland hafi neitað að leggja hnífinn frá sér og hún hafi verið að nálgast lögregluþjónana, hægt, á göngugrind þegar þeir skutu hana með rafbyssu. Nowland féll í gólfið og höfuðkúpubrotnaði og blæðingu inn á heila. Henni er haldið sofandi á sjúkrahúsi en ólíklegt er talið að hún lifi af. Annar lögregluþjónninn hefur starfað hjá lögreglunni í tólf ár. Hvorugur þeirra hefur verið settur í leyfi. Sjá einnig: Mikil reiði eftir að 95 kona í göngugrind var skotin með rafbyssu Ástralska ríkisútvarpið hefur eftir Cotter að óháð rannsókn muni fara fram og farið verði í saumana á málinu. Enginn, og þar með taldir lögregluþjónar, væri hafinn yfir lögin. Inngangurinn að Yallambee Lodge hjúkrunarheimilinu í Cooma.AP/Lukas Coch Réttara að sýna samúð Nicole Lee, forseti samtaka fatlaðra í Ástralíu, segir atvikið vera sláandi. Réttast hefði verið að tala við hana, koma fram við hana af samúð og gefa henni tíma. „Hún er annað hvort merkilega lipur, hröð og ógnandi 95 ára gömul kona, eða þessir lögregluþjónar sýndu mjög mikinn dómgreindarskort,“ hefur ABC eftir Lee. Gagnrýni hefur einnig beinst að starfsmönnum hjúkrunarheimilisins og það að lögreglan hafi yfir höfuð verið kölluð til. Frá yfirvöldum í Nýja Suður-Wales heyrist að atvikið sé ekki í takt við rétt vinnubrögð. Enginn vilji að móðir þeirra eða amma sé skotin með rafbyssu. Ástralía Rafbyssur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Atvikið átti sér stað í bænum Cooma þar sem lögregluþjónar voru kallaðir til hjúkrunarheimilis á dögunum. Þar var Clare Nowland með hníf í hendi og var hún sögð óróleg. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang en þá hélt Nowland á steikarhníf. Lögreglustjórinn Peter Cotter segir að Nowland hafi neitað að leggja hnífinn frá sér og hún hafi verið að nálgast lögregluþjónana, hægt, á göngugrind þegar þeir skutu hana með rafbyssu. Nowland féll í gólfið og höfuðkúpubrotnaði og blæðingu inn á heila. Henni er haldið sofandi á sjúkrahúsi en ólíklegt er talið að hún lifi af. Annar lögregluþjónninn hefur starfað hjá lögreglunni í tólf ár. Hvorugur þeirra hefur verið settur í leyfi. Sjá einnig: Mikil reiði eftir að 95 kona í göngugrind var skotin með rafbyssu Ástralska ríkisútvarpið hefur eftir Cotter að óháð rannsókn muni fara fram og farið verði í saumana á málinu. Enginn, og þar með taldir lögregluþjónar, væri hafinn yfir lögin. Inngangurinn að Yallambee Lodge hjúkrunarheimilinu í Cooma.AP/Lukas Coch Réttara að sýna samúð Nicole Lee, forseti samtaka fatlaðra í Ástralíu, segir atvikið vera sláandi. Réttast hefði verið að tala við hana, koma fram við hana af samúð og gefa henni tíma. „Hún er annað hvort merkilega lipur, hröð og ógnandi 95 ára gömul kona, eða þessir lögregluþjónar sýndu mjög mikinn dómgreindarskort,“ hefur ABC eftir Lee. Gagnrýni hefur einnig beinst að starfsmönnum hjúkrunarheimilisins og það að lögreglan hafi yfir höfuð verið kölluð til. Frá yfirvöldum í Nýja Suður-Wales heyrist að atvikið sé ekki í takt við rétt vinnubrögð. Enginn vilji að móðir þeirra eða amma sé skotin með rafbyssu.
Ástralía Rafbyssur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira