Austurfrétt greinir frá slysinu sem átti sér stað síðastliðið miðvikudagskvöld. Fram kemur að sprengingin hafi orðið í deiglu í kerskála álversins, deiglan sé notuð við að flytja raflausn. Líðan starfsmannsins sé eftir atvikum.
Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa Fjarðaáli, segir í samtali við Austurfrétt að búið sé að breyta verklagi og auka forvarnir til að bregðast við slysinu. Þá sé búið að hefja rannsókn á slysinu.