Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld.

Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins, en á þriðja tug öryggismyndavéla sem settar voru upp fara hvergi. Við gerum leiðtogafundinn upp í fréttatímanum og ræðum aukið myndavélaeftirlit í kjölfar fundar við borgarfulltrúa í beinni útsendingu.

Þá sýnum við frá mótmælum nemenda og kennara MS og Kvennó í dag, sem lýsa harðri andstöðu við fyrirhugaða sameiningu skólanna. Blaut tuska í andlit Þóru Melsteð stofnanda Kvennaskólans, sagði einn mótmælenda. 

Gelkúlur úr leikfangabyssum eru farnar að valda usla á leikskólalóðum landsins. Kennarar biðla til foreldra barna og unglinga að halda byssunum frá leikskólalóðum enda komist kúlurnar auðveldlega í litla munna, nef og eyru. 

Þá sýnum við myndir frá bátsbruna við Stykkishólm, verðum í beinni frá djasshátíð í Garðabæ og heimsækjum ærina Gullrós, eina frjósömustu kind landsins. Hún bar fimm lömbum í gær, annað árið í röð. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×