NASA semur við Bezos um tunglfar Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2023 08:01 Tölvuteiknuð mynd af lendingarfari Blue Origin á tunglinu. Vonast er til að hægt verði að nota það til að lenda mönnum á tunglinu árið 2029. Blue Origin Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa samið við fyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, um þróun geimfars sem nota á til að lenda mönnum á tunglinu. Til stendur að nota geimfarið í verkefninu Artemis V, sem á að vera í mannaða tunglending Artemis-áætlunarinnar. Samningurinn við Blue Origin er metinn á 3,4 milljarða dala, sem samsvarar um 480 milljörðum króna. Þá peninga eiga forsvarsmenn Blue Origin að nota til að hanna geimfar sem á að geta lent á yfirborði tunglsins og tengst við Gateway, geimstöð sem mögulega verður smíðuð á braut um tunglið. Geimfar þetta stendur til að senda ómannað til tunglsins, áður en Artemis V. Samkvæmt tilkynningu á vef NASA stendur til að skjóta fjórum geimförum frá jörðu í Artemis V árið 2029. Það verður gert með Space Launch System eldflaug NASA og Orion geimfarinu. Eftir tenginguna við Gateway eiga tveir geimfaranna að fara um borð í lendingarfar Blue Origin og lenda á suðurpól tunglsins og verja um viku þar við vísindarannsóknir. NASA hefur áður samið við SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, um að lenda geimförum Artemis áætlunarinnar á tunglinu. Þá höfðaði Bezos mál gegn NASA, sem hann tapaði. Starfsmenn Blue Origin settust þá aftur við teikningaborðin og hönnuðu nýtt lendingarfar sem hefur nú leitt til samnings við NASA. Í áðurnefndri tilkynningu segir að með því að bæta við nýju lendingarfari sé aukin samkeppni í Artemis-áætluninni sem muni draga úr kostnaði fyrir skattgreiðendur og styðja við reglulegar lendingar á tunglinu. Það hjálpi með áætlanir NASA með tunglið og aðra hluta sólkerfisins. Artemis-áætlunin svokallaða snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Samkvæmt Ars Technica deildi einn af forsvarsmönnum Blue Origin upplýsingum um lendingarfar fyrirtækisins í gær. Það verður um sextán metra hátt og mun nota blöndu fljótandi vetnis og fljótandi súrefnis. Með fulla tanka á geimfarið að vera rúm 45 tonn að þyngd og er það hannað til að passa á New Glenn eldflaugar Blue Origin. Samhliða þróun geimfarsins munu starfsmenn Blue Origin þróa eldsneytisfar. Því á að skjóta á loft frá jörðinni og fylla af eldsneyti á sporbraut. Því næst verður því flogið til tunglsins, þar sem það verður notað til að fylla tanka lendingarfarsins. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00 Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Sjá meira
Samningurinn við Blue Origin er metinn á 3,4 milljarða dala, sem samsvarar um 480 milljörðum króna. Þá peninga eiga forsvarsmenn Blue Origin að nota til að hanna geimfar sem á að geta lent á yfirborði tunglsins og tengst við Gateway, geimstöð sem mögulega verður smíðuð á braut um tunglið. Geimfar þetta stendur til að senda ómannað til tunglsins, áður en Artemis V. Samkvæmt tilkynningu á vef NASA stendur til að skjóta fjórum geimförum frá jörðu í Artemis V árið 2029. Það verður gert með Space Launch System eldflaug NASA og Orion geimfarinu. Eftir tenginguna við Gateway eiga tveir geimfaranna að fara um borð í lendingarfar Blue Origin og lenda á suðurpól tunglsins og verja um viku þar við vísindarannsóknir. NASA hefur áður samið við SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, um að lenda geimförum Artemis áætlunarinnar á tunglinu. Þá höfðaði Bezos mál gegn NASA, sem hann tapaði. Starfsmenn Blue Origin settust þá aftur við teikningaborðin og hönnuðu nýtt lendingarfar sem hefur nú leitt til samnings við NASA. Í áðurnefndri tilkynningu segir að með því að bæta við nýju lendingarfari sé aukin samkeppni í Artemis-áætluninni sem muni draga úr kostnaði fyrir skattgreiðendur og styðja við reglulegar lendingar á tunglinu. Það hjálpi með áætlanir NASA með tunglið og aðra hluta sólkerfisins. Artemis-áætlunin svokallaða snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á næsta ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Samkvæmt Ars Technica deildi einn af forsvarsmönnum Blue Origin upplýsingum um lendingarfar fyrirtækisins í gær. Það verður um sextán metra hátt og mun nota blöndu fljótandi vetnis og fljótandi súrefnis. Með fulla tanka á geimfarið að vera rúm 45 tonn að þyngd og er það hannað til að passa á New Glenn eldflaugar Blue Origin. Samhliða þróun geimfarsins munu starfsmenn Blue Origin þróa eldsneytisfar. Því á að skjóta á loft frá jörðinni og fylla af eldsneyti á sporbraut. Því næst verður því flogið til tunglsins, þar sem það verður notað til að fylla tanka lendingarfarsins.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00 Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Sjá meira
Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. 15. mars 2023 14:00
Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. 11. desember 2022 16:00
Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29