Sautján íslenskar heimildamyndir frumsýndar á Skjaldborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. maí 2023 15:00 Það er alltaf mikil stemming og góður andi á Skjaldborg á Patreksfirði en hátíðin hefur verið haldin frá 2007. Aðsend Undirbúningur stendur nú á fullum krafti á Patreksfirði vegna Skjaldborgar, sem er hátíð íslenskra heimildamynd og verður haldin um næstu helgi, hvítasunnuhelgina. Sautján íslenskar heimildamyndir verða frumsýndar á hátíðinni. Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali. Karna Sigurðardóttir er stjórnandi hátíðarinnar, sem fer fram um 26. til 29. maí, sem er hvítasunnuhelgin. „Það verður heimildamyndaveisla heldur betur, samverustundir í Skjaldborgabíói með mikilli dagskrá og gleðskap og partí, ásamt miklu fjöri og gaman. Þetta er svona nýjungagjörn íhaldssemi, sem hefur fylgd þessari hátíð. Það er alltaf einhver þróun í gangi og svo er líka viss rammi, sem hefur fylgd henni alveg frá upphafi,” segir Karna. Karna Sigurðardóttir er einn stjórnandi Skjaldborgar um hvítasunnuhelgina á Patreksfirði.Aðsend Alls verða sautján íslenskar heimildamyndir frumsýndar á hátíðinni, sumar mjög stuttar á meðan aðrar eru í fullri lengd. Einnig verða sýndar tvær myndir eftir heiðursgesti og þrjár alveg nýjar myndir eftir börn verða sýndar og ein gömul mynd frá Kvikmyndasafni Íslands, sem heitir bóndi og er eftir Þorstein Jónsson en Þorsteinn var einmitt fyrsti heiðursgestur Skjaldborgar 2007. Það stefnir greinilega í glæsilega hátíð hjá ykkur? „Já, já, það gerir það og alveg ótrúlega gaman að sjá bæði fjölbreytt efnistök og hvernig myndirnar munu fara vítt og breidd um landið og út fyrir landsteinana.” Áttu ekki bara von á því að fólk streymi á Patreksfjörð þessa helgi? „Jú algjörlega. Við erum alltaf að reyna að koma fólki fyrir, það er orðið svolítið erfitt að finna gistingu á Patreksfirði þegar fólk hrúgast þangað eina helgi en fólk verður bara að hafa til húsbílana og fellihýsin og drífa sig á Patreksfjörð,” segir Karna. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar um hvítasunnuhelgina Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Menning Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali. Karna Sigurðardóttir er stjórnandi hátíðarinnar, sem fer fram um 26. til 29. maí, sem er hvítasunnuhelgin. „Það verður heimildamyndaveisla heldur betur, samverustundir í Skjaldborgabíói með mikilli dagskrá og gleðskap og partí, ásamt miklu fjöri og gaman. Þetta er svona nýjungagjörn íhaldssemi, sem hefur fylgd þessari hátíð. Það er alltaf einhver þróun í gangi og svo er líka viss rammi, sem hefur fylgd henni alveg frá upphafi,” segir Karna. Karna Sigurðardóttir er einn stjórnandi Skjaldborgar um hvítasunnuhelgina á Patreksfirði.Aðsend Alls verða sautján íslenskar heimildamyndir frumsýndar á hátíðinni, sumar mjög stuttar á meðan aðrar eru í fullri lengd. Einnig verða sýndar tvær myndir eftir heiðursgesti og þrjár alveg nýjar myndir eftir börn verða sýndar og ein gömul mynd frá Kvikmyndasafni Íslands, sem heitir bóndi og er eftir Þorstein Jónsson en Þorsteinn var einmitt fyrsti heiðursgestur Skjaldborgar 2007. Það stefnir greinilega í glæsilega hátíð hjá ykkur? „Já, já, það gerir það og alveg ótrúlega gaman að sjá bæði fjölbreytt efnistök og hvernig myndirnar munu fara vítt og breidd um landið og út fyrir landsteinana.” Áttu ekki bara von á því að fólk streymi á Patreksfjörð þessa helgi? „Jú algjörlega. Við erum alltaf að reyna að koma fólki fyrir, það er orðið svolítið erfitt að finna gistingu á Patreksfirði þegar fólk hrúgast þangað eina helgi en fólk verður bara að hafa til húsbílana og fellihýsin og drífa sig á Patreksfjörð,” segir Karna. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar um hvítasunnuhelgina
Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Menning Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira