Alfreð sá rautt í tapi Lyngby Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 13:59 Alfreð Finnbogason ver hér boltann á marklínunni í leik Lyngby og Odense í dag. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason fékk rautt spjald í fyrri hálfleik þegar lið hans Lyngby tapaði 4-0 á heimavelli gegn Odense í dönsku deildinni í dag. Fallbaráttan í Danmörku er enn æsispennandi. Fyrir leikinn í dag átti Lyngby möguleika á að lyfta sér úr fallsæti með sigri en liðið var í neðsta sæti deildarinnar með 25 stig en lið Horsens og Álaborgar í sætunum fyrir ofan með 27 stig. Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson voru báðir í byrjunarliði Freys Alexanderssonar þjálfara Lyngby en Sævar Atli Magnússon var í leikbanni eftir gult spjald sem hann fékk fyrir leikaraskap í síðustu umferð. Lyngby áfrýjaði leikbanninu en varð ekki ágengt. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega í Lyngby. Strax í upphafi var dæmd vítaspyrna á Odense og leikmaður Tobias Slotsager rekinn af velli. Atvikið var hins vegar skoðað í VAR og kom þá í ljós að leikmaður Lyngby hafði verið rangstæður og bæði vítið og rauða spjaldið dregið til baka. Næst dró til tíðinda á 17. mínútu. Odense átti þá marktilraun sem Alfreð Finnbogason varði með höndinni á marklínunni. Alfreð fékk rautt spjald og Mads Frokjær-Jensen skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Odense. Lyngby komið undir 1-0, einum leikmanni færri og útlitið orðið nokkuð svart. Dómarinn sýnir Alfreð rauða spjaldið.Vísir/Getty Útlitið batnaði heldur ekki mikið það sem eftir lifði leiks. Yankuba Minteh bætti öðru marki við fyrir Odense á 37. mínútu og Jeppe Tverskov því þriðja í upphafi síðari hálfleiks. Charly Horneman bætti fjórða markinu við undir lokin og stórsigur gestanna staðreynd. Lokatölur 4-0 en Lyngby á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Tvær umferðir eru eftir og á liðið eftir að mæta bæði Horsens og Álaborg í síðustu leikjum deildarinnar en tvö af þessum þremur liðum munu falla. Elías Rafn Ólafsson sat allan leikinn á bekknum hjá FC Mitjylland sem vann 2-0 útisigur á Álaborg í dag. Midjylland er í efsta sæti neðri hlutans og í góðri stöðu að tryggja sér sæti í umspili um Evrópusæti. Danski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Fyrir leikinn í dag átti Lyngby möguleika á að lyfta sér úr fallsæti með sigri en liðið var í neðsta sæti deildarinnar með 25 stig en lið Horsens og Álaborgar í sætunum fyrir ofan með 27 stig. Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson voru báðir í byrjunarliði Freys Alexanderssonar þjálfara Lyngby en Sævar Atli Magnússon var í leikbanni eftir gult spjald sem hann fékk fyrir leikaraskap í síðustu umferð. Lyngby áfrýjaði leikbanninu en varð ekki ágengt. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega í Lyngby. Strax í upphafi var dæmd vítaspyrna á Odense og leikmaður Tobias Slotsager rekinn af velli. Atvikið var hins vegar skoðað í VAR og kom þá í ljós að leikmaður Lyngby hafði verið rangstæður og bæði vítið og rauða spjaldið dregið til baka. Næst dró til tíðinda á 17. mínútu. Odense átti þá marktilraun sem Alfreð Finnbogason varði með höndinni á marklínunni. Alfreð fékk rautt spjald og Mads Frokjær-Jensen skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Odense. Lyngby komið undir 1-0, einum leikmanni færri og útlitið orðið nokkuð svart. Dómarinn sýnir Alfreð rauða spjaldið.Vísir/Getty Útlitið batnaði heldur ekki mikið það sem eftir lifði leiks. Yankuba Minteh bætti öðru marki við fyrir Odense á 37. mínútu og Jeppe Tverskov því þriðja í upphafi síðari hálfleiks. Charly Horneman bætti fjórða markinu við undir lokin og stórsigur gestanna staðreynd. Lokatölur 4-0 en Lyngby á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Tvær umferðir eru eftir og á liðið eftir að mæta bæði Horsens og Álaborg í síðustu leikjum deildarinnar en tvö af þessum þremur liðum munu falla. Elías Rafn Ólafsson sat allan leikinn á bekknum hjá FC Mitjylland sem vann 2-0 útisigur á Álaborg í dag. Midjylland er í efsta sæti neðri hlutans og í góðri stöðu að tryggja sér sæti í umspili um Evrópusæti.
Danski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira