Bein útsending: Borgurum aftur skotið til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2023 20:31 Geimfararnir fjórir um borð í Dragon-geimfari SpaceX. Axiom Space Starfsmenn SpaceX og Axiom SpaceX ætla sér að skjóta óbreyttum borgurum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta er annað geimskot fyrirtækjanna af þessu tagi en gangi það ekki eftir í kvöld eða annað kvöld, þurfa geimfararnir að bíða þar til í næsta mánuði. Peggy Whitson, fyrrverandi geimfari Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), leiðir hópinn en geimferðin ber titilinn Ax-2. Enginn Bandaríkjamaður hefur varið meiri tíma í geimnum en Whitson. Húnhætti hjá NASA árið 2018 en hún hefur varið 665 dögum á braut um jörðu. Með henni fer John Shoffner, sem keypti sér sæti um borð í geimfarinu og þau Ali Alqarni og Rayyanah Barnawi, frá Sádi-Arabíu. Þau síðarnefndu verða þau fyrstu frá Sádi-Arabíu sem fara til geimstöðvarinnar en konungsfjölskylda landsins borgaði farmiða þeirra. Hópurinn á að verja tíu dögum í geimstöðinni og eiga þau meðal annars að taka þátt í rannsóknarstarfi og ræða við nemendur á jörðu niðri. Þau munu einnig verja tíma með þeim sjö geimförum sem eru þegar um borð í geimstöðinni. Frekari upplýsingar um hópinn og verkefni hans má finna hér á vef Axiom. Skotglugginn svokallaðist opnast klukkan 21:37 í kvöld. Hann er ekki opinn lengi og ef ekki verður hægt að skjóta hópnum út í geim í kvöld opnast hann aftur annað kvöld klukkan 21:14. Samkvæmt SpaceX er útlitið fyrir geimskotið í kvöld þó gott, í það minnsta hvað varðar veður. Útlitið er ekki jafn bjart fyrir annað kvöld. SpaceX mun í næsta mánuði skjóta nýjum sólarrafhlöðum til geimstöðvarinnar og verður ekki hægt að reyna aftur að skjóta Ax-2 á loft fyrr en eftir það. Horfa má á geimskotið, ef af því verður, í spilaranum hér að neðan. Það á að fara fram klukkan 21: 37. Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Axiom Space sendir ferðamenn til geimstöðvarinnar en ekki liggur fyrir hver verðmiðinn fyrir slíka ferð er. Í frétt SpaceFlightNow er vísað í innri rannsakanda NASA sem hefur áætlað að sæti um borð í Dragon-geimfarinu kosti um 55 milljónir fyrir geimfara NASA. Í báðum ferðunum hafa forsvarsmenn NASA sett það skilyrði að hóparnir eigi að vera leiddir af vönum atvinnugeimförum. Forsvarsmenn Axiom eru stórhuga og hafa sett sér það markmið að byggja geimstöð á braut um jörðina. Fyrst á hún að vera hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni og er áætlað að losa hana svo frá geimstöðinni árið 2028. Þá vonast forsvarsmenn Axiom til þess hluti geimstöðvarinnar verði kvikmyndatökuveri þar sem hægt verði að taka upp kvikmyndir, tónlist, íþróttaviðburði og annarskonar sjónvarpsefni. Sjá einnig: Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Upprunalega átti til að skjóta hópnum út í geim fyrr í mánuðinum en tafir hafa orðið á geimferðaáætlun NASA og SpaceX vegna tæknilegra vandræða og veðurs. Geimurinn SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Peggy Whitson, fyrrverandi geimfari Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), leiðir hópinn en geimferðin ber titilinn Ax-2. Enginn Bandaríkjamaður hefur varið meiri tíma í geimnum en Whitson. Húnhætti hjá NASA árið 2018 en hún hefur varið 665 dögum á braut um jörðu. Með henni fer John Shoffner, sem keypti sér sæti um borð í geimfarinu og þau Ali Alqarni og Rayyanah Barnawi, frá Sádi-Arabíu. Þau síðarnefndu verða þau fyrstu frá Sádi-Arabíu sem fara til geimstöðvarinnar en konungsfjölskylda landsins borgaði farmiða þeirra. Hópurinn á að verja tíu dögum í geimstöðinni og eiga þau meðal annars að taka þátt í rannsóknarstarfi og ræða við nemendur á jörðu niðri. Þau munu einnig verja tíma með þeim sjö geimförum sem eru þegar um borð í geimstöðinni. Frekari upplýsingar um hópinn og verkefni hans má finna hér á vef Axiom. Skotglugginn svokallaðist opnast klukkan 21:37 í kvöld. Hann er ekki opinn lengi og ef ekki verður hægt að skjóta hópnum út í geim í kvöld opnast hann aftur annað kvöld klukkan 21:14. Samkvæmt SpaceX er útlitið fyrir geimskotið í kvöld þó gott, í það minnsta hvað varðar veður. Útlitið er ekki jafn bjart fyrir annað kvöld. SpaceX mun í næsta mánuði skjóta nýjum sólarrafhlöðum til geimstöðvarinnar og verður ekki hægt að reyna aftur að skjóta Ax-2 á loft fyrr en eftir það. Horfa má á geimskotið, ef af því verður, í spilaranum hér að neðan. Það á að fara fram klukkan 21: 37. Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Axiom Space sendir ferðamenn til geimstöðvarinnar en ekki liggur fyrir hver verðmiðinn fyrir slíka ferð er. Í frétt SpaceFlightNow er vísað í innri rannsakanda NASA sem hefur áætlað að sæti um borð í Dragon-geimfarinu kosti um 55 milljónir fyrir geimfara NASA. Í báðum ferðunum hafa forsvarsmenn NASA sett það skilyrði að hóparnir eigi að vera leiddir af vönum atvinnugeimförum. Forsvarsmenn Axiom eru stórhuga og hafa sett sér það markmið að byggja geimstöð á braut um jörðina. Fyrst á hún að vera hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni og er áætlað að losa hana svo frá geimstöðinni árið 2028. Þá vonast forsvarsmenn Axiom til þess hluti geimstöðvarinnar verði kvikmyndatökuveri þar sem hægt verði að taka upp kvikmyndir, tónlist, íþróttaviðburði og annarskonar sjónvarpsefni. Sjá einnig: Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Upprunalega átti til að skjóta hópnum út í geim fyrr í mánuðinum en tafir hafa orðið á geimferðaáætlun NASA og SpaceX vegna tæknilegra vandræða og veðurs.
Geimurinn SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira